Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 26

Vikan - 28.11.1968, Síða 26
 sjálf. Barnfostru höfðu þau aldrei. Stundum hafði Cyn- tia áhyggjur af því, að þau byggju í alltof stóru húsi og hefðu ekkert að gera við allar þessar stássstofur. „Þetta er svo dýrt,“ sagði hún. „Heimilishaldið kost- ar reiðinnar ósköp. Við kaupum lítið annað en brauð, te, sykur, mjólk, mat handa köttunum og sódavatn, en samt eyðum við um 120 pundum á mánuði. Ég skil bókstaflega ekki hvernig á því stendur.“ Þau áttu fimm ketti. Þeir hétu eftir fólki, sem kom- ið hefur við sögu í lífi Johns; einn Mimi eftir frænku hans, tveir Neil og Mal eftir hinum gömlu félögum þeirra og aðstoðarmönnum. „Oðru hverju opna ég sjálfur póstinn,“ segir John. „Og ef það eru reikningar í honum, þá legg ég þá til hliðar og gleymi þeim, þangað til fólkið fer að rukka mig.“ Eins og hinir Bítlarnir fær hann aðeins .50 pund á viku til þess að lifa fyrir, og af þeirri upphæð þarf hann að greiða laun þjónustufólksins. „Ég veit ekki hve mikla peninga ég á,“ segir John. „En það er að minnsta kosti ekki eins mikið og fólk heldur. Stærstur hluti þeirra er bundinn í ýmsum hlut- um. Ég spurði einu sinni endurskoðanda minn, hve mikið ég ætti. Hann skrifaði upphæðina niður á blað, en ég er fyrir löngu búinn að týna blaðinu.“ Þau borðuðu í innstu stofunni og sátu þar löngum á kvöldin og horfðu á sjónvarp. Og ef John var ekki að leika inn á nýja plötu eða vinna við samningu á nýju lagi eða texta, þá lá hann í hnipri í gömlum sófa og gerði ekkert. Sófinn var alltof stuttur fyrir hann, og það hefði farið miklu betur um hann í einhverjum af hinum mörgu og fínu sófum í stássstofunum. En hann vildi heldur liggja í hnipri í gamla sófanum tím- unum saman. Hann svaraði mjög sjaldan í símann. Hann hafði leyninúmer og lil öryggis lét hann oft skipta um núm- er. Þess vegna muridi hann aldrei sjálfur hvaða síma- númer hann hafði. „Eg er feginn, að ég skyldi verða frægur strax á unga- aldri,“ segir John. „Það sem eftir er af ævinni get ég gert það sem mig langar til að gera. Ég hef reynt þetta allt saman. I svipinn hef ég mestan áhuga á Nirvana. Mér finnst búddhisminn miklu einfaldari og rökréttari en kristna trúin. Eg reyni eftir beztu getu að finna sjálfan mig. Stund- um sit ég í marga daga og horfi upp í loftið, án þess að segja eitt einasta orð við nokkurn mann. Hvers vegna skyldu menn sýknt og heilagt flækjast um veröklina og tala um ómerkilega hluti hver við annan? Hvernig líður þér? Hvað er klukkan? Þetta er bara tímasóun. Þá er betra að láta sig dreyma dagdrauma. Að tala við fólk er alltof erfið og seinleg aðferð til þess að tjá hug sinn. Þá er tónlistin skárri. Mér er sagt, að í Ameríku þurfi menn ekki annað en spila plötuna okkar, „Ser- geant Pepper“ til Jæss að vita, hvað við Bítlarnir ger- um og hugsum!“ Bæði John og Paul McCartney eru þeirrar skoðun- ar, að til þess að öðlast frægð og frama þurfi fyrst og fremst viljastyrk. „Það geta allir orðið frægir,“ segir John. „Ef maður heldur stöðugt áfram að segja við sjálfan sig, að mað- ur verði frægur, þá verður maður það líka. Við erum ekkert betri en aðrir. Við erum allir cins. Við erum jafn góðir og Beethoven. Tnnst inni erum við allir eins. Hvað eru hæfileikar? Eg veit það ekki. Eru þeir með- fæddir eða uppgötvar maður fyrst síðar, að maður er gæddur þeim? Það gildir raunar einu, Mikilvægast er, að maður trúi þvf, að maður geti skapað eitthvað. Þeg- ar ég var fimmtán ára, sagði ég við sjálfan mig: Nú ætla ég að semja lítið lag. Og svo gerði ég það. Það var sagt, að þá hafi ég uppgötvað, að ég væri gæddur hæfileikum. Tómt blaður! Ég samdi bara lítið lag. Það var allt og siunt. Allt þetta tal um hæfileika er eintóm sýndarmennska og kænskubrögð. Ég hef sjálfur aldrei verið sannfærður um, að ég sé „Bítill“. Aldrei nokkurn tíma. Ég er bara éq. Ég er ekki frægur. Það eru aðrir menn, sem hafa gert mig frægan. Ég er allt annar mað- ur, en fólk álítur. Ef ég geri ekkert i þrjá daga, þá get ég yfirgefið sjálfan mig fullkomlega. Þá er ég ekki hér lengur. Cyntia skildi þetta ekki, en það er engu að síð- ur rétt. Ég er á allt öðrum stað og þaðan get ég skoð- að sjálfan mig. Ég get skoðað hendur mínar og fullyrt, að þær hreyfast, en það er ekki ég sem hreyfi þær. Það er eitthvert vélmenni. Bingo er sa eini, sem skilur þetta til fulls. Þó er stundum eins ástatt um Paul og mig. Nýlega lékum við inn á nýja hljómplötu. Eg var ekki viðstaddur þar. Og ekki Paul heldur. Við vorum að- eins tvö vélmenni, sem gerðum það, sem við áttum að gera.. . . * Paul. Paul er sá eini af Bítlunum, sem býr i London. 196fi keypti hann stórt, þriggja hæða hús í St. Johns Wood fyrir 40.000 pund. Ólíkt hinum Bítlunum eyddi hann ekki fé við að breyta húsinu, heldur lét það vera eins og það var. Meira að segja garðurinn hefur verið lát- inn eiga sig og líkist nú einna helzt frumskógi. Fyrir framan húsið stendur gamaldags luktarstaur og hér er bílskúr fyrir tvo bíla, sem Paul á. TJmhverfis húsið er hár múrveggur og fremst er rammgert, tvöfalt lilið, sem hægt er að stjórna innan úr húsinu. Þeir sem þurfa að komast inn, verða að tala í dyrasíma. Tnni svarar einhver, og ef notuð eru rétt lykilorð, opnast hliðið og lokast strax aftur á eftir þeim, sem veittur er sá heið- ur að koma inn í húsið. Það er óhugsandi, að ókunnum aðdáendum takist að komast inn fyrir múrvegginn. Hópar aðdáenda eru tíðum fyrir utan heimili Bítl- anna, en flestir eru fyrir utan luis Pauls. Þeir standa vakt hjá honum allan sólarhringinn; sitja venjulega í röðum á vegg hinum tftegin við götuna. Það má þess vegna sjá úr langri fjarlægð, hvar Paul býr. T kjallaranum er íbúð fyrir vinnukonuna. Paul er vandlátur á vinnukonur og hefur haft margar í þjón- .26 VIKAN 47-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.