Vikan - 28.11.1968, Page 27
MmBMMMffliWriMlfiiíílW
ustu sinni. Bezt líkar honum við eldri konur, sem eru
svolítið feitar og móðurlegar í framkomu. Hann lætur
færa sér morgunmat í rúmið á hverjum degi, en ]jað
má ekki gera fyrr en klukkan eitt.
A fyrstu hæðinni er stórt eldhús og inn af ]jví risa-
stór borðstofa, sem er útlits eins og hún hafi aldrei ver-
ið notuð. Paul er oftast í lítilli stofu með frönskum
gluggum og hurð út i frumskóginn fyrir utan. A miðju
gólfi hennar stendur gamalt borð með hvítum knipp-
lingadúk. Við Jjetta borð eru máltíðir oftast snæddar.
A annarri hæðinni er svefnherbergi Pauls. Hann sef-
ur í gömlu og stóru rúmi með útskornum göflum. Tvö
svefnherbergi til viðbótar eru á þessari hæð, en á efstu
hæðinni er loks vinnuherbergið. I Jjessu herbergi hafa
John og Paul samið flest nýrri lijg Bítlanna.
Paul á stóran, síðhærðan hjarðhund, sem heitir Mar-
tha. Hann fer oft með hann í gönguferðir um Regent
Park. Einnig á hann nokkra ketti. Allir Bítlarnir eiga
ketti.
Jane Asher og Paul McCartney, sem nú hafa slitið
trúlofun sinni, voru að allra dómi afar hamingjusöm
og áttu mjög vel saman. Faðir Jane er læknir í Lond-
on, en móðir hennar er tónlistarkennari. Barn að aldri
hóf Jane Asher feril sinn sem leikkona. Hún hitti Paul
fyrst á hljómleikum í Albert Hall. Næstu vikur voru
þau oft saman, sáust iðulega á skemmtistöðum í Soho.
Þetta var áður en Bítlarnir urðu eins frægir og þeir
eru nú, svo að enginn Jjekkti Paul, en margir könnuð-
ust við leikkonuna Jane Asher.
Þegar Paul kom heim eftir stutta ferð til Rómar,
voru Jane og móðir hennar á flugvellinum að taka á
móti honum. Þannig stóð á ferðum, að Paul komst ekki
strax til Liverpool, svo að frú Asher bauð honum að
gista heima hjá þeim um nóttina. Þcssi eina nótt varð
að þremur nóttum, síðan þremur vikum og loks þrem-
ur árum. Án þess að aðdáendur Pauls vissu um, bjó
hann heima hjá Janc, allt þar til hann keypti sitt eig-
ið hús 1906.
Paul er sá af Bítlunum, sem auðveldast er fyrir ókunn-
uga að tala við, en liins vegar er erfiðast að kynnast
honum náið. Það fer ekki hjá því að menn komist að
raun um eftir stutt kynni, að hann er mjög dulur, enda
þótt hann sé á yfirborðinu alltaf kátur og' kurteis.
„Ég hef alltaf verið íhaldssamastur af okkur félög-
unum,“ segir hann. „T mínum augum er mest um vert
að læra, — læra að lifa lífinu. Það eitt skiptir máli.“
Georc/e.
George á stórt, en Iágt einbýlishús á einni hæð —
með upphitaðri sundlaug. Ilann hefur sjálfur málað það
allt að innan í ljósum litum. Eldhúsið er eins nýtízku-
legt og hægt er að hugsa sér. Þar eru allar vélar, sem
framleiddar hafa verið til að auðvelda störf húsmóð-
urinnar. Það er eins og þetta eldhús sé lclippt út úr
litprentuðum auglýsingabæklingi frá fyrirtæki, sem
framleiðir heimilistæki. Og það mætti halda, að stof-
urnar væru innréttaðar af yfirmáta nýtízkulegum inn-
anhússarkitekt, sem hefði dvalizt langdvölum í Aust-
urlöndum. Engir stólar eru sjáanlegir, aðeins púðar á
gólfunum. Og á einum slíkum situr George með kross-
lagða fætur — í skósíðri, hvítri, indverskri skyrtu:
„T rauninni kæri ég mig eklci lengur um að vera Bít-
ill. Það er bæði hversdagslegt og hefur engan tilgang.
Eg kýs heldur að liugsa um mikilvægari hluti, eins og
til dæmis framtíðina. En það mundi taka mig hálft ár
að útskýra, hvað það er, sem ég trúi á. Eg hef kynnt
mér vel austræna speki. Eg veit nú allt um hugleiðslu,
endurholdgun og margt fleira í þeim dúr. Þegar maður
hefur skilið þetta, uppgötvar maður loksins, hversu lif-
ið hefur áður verið tómlegt og lítils virði.“
Kona Georges, Pat Harrison, hefur sömu áhugamál
og maður hennar. Þau liafa bæði nútímalegar skoðan-
ir á hjónabandinu. Þau leggja mikið upp úr rétti hvors
annars til þess að vera sjálfstæðir einstaklingar. Hún
hefur vissulega rétt fyrir sér, þegar hún segir, að George
hafi breytzt mikið á síðustu árum. Aður var hann
barnalegastur af Bítlunum, enda yngstur þöirra, og'
þjáðist mjög af minnimáttarkennd.
„Nú er hann hins vegar orðinn sjálfstæður maður
og sterkur persónuleiki,“ segir Pat. „Og hann þroskast
stöðugt meir og meir. Hann hefur fundið það, sem er
sterkara en Bítlarnir. Og hann hefur reynt eftir beztn
getu að deila þekkingu sinni með félögum sínum. Hann
er núorðið uppsprettan, sem binir ausa af.“
„Eg- er búinn að þurrka burt úr huga mínum allt,
sem ég upplifði fram að 19 ára aldri,“ segir George.
„Það er framtíðin ein, sem skiptir máli. Mér hefur
smátt og smátt orðið ljóst, að hið eina sem ég veit er,
að ég veit ekki neitt. Samt mun ég halda áfram að vera
Bítill. Við erum bara Bítlarnir og ekkert annað! Við
munum halda áfram að reyna að skapa eitthvað nýtt.
Eg veit elcki enn hvað það verður, en það verður eitt-
hvað. Við munum halda áfram að lifa og reyna að skapa
eitthvað nýtt, þangað til við deyjum og vöknum aftur
til nýs lífs í öðrum heimi, — til að halda áfram að lifa
og reyna að skapa eitthvað nýtt. Þannig er lífið. Og
þannig er dauðinn.“
Ringó.
Ringó er nágranni Johns. Hann keypti einbýlishús-
ið sitt fvrir 37.000 pund og eyddi 40.000 pundum í að
breyta því eftir sínu eigin höfði. Hann á gríðarstóran
og fallegan garð með sléttum grasvöllum og trjáhmd-
um hér og hvar:
„Þegar ég stend stundum í garðinum mínum og virði
fyrir mér þetta stóra hús, þá spyr ég sjálfan mig: Hvað
hefur svona náungi eins og ég að gera við þetta allt
saman? En maður venst þessu smátt og smátt.“
Stofan, sem Ringó og fjölskylda hans dvelst löngum
í, er að margra dómi smekklegust af stofum Bítlanna.
Húsgögnin eru hæfileg blanda af gömlu og nýju og það
er vistlegt í henni. Ringó rennur enn kalt vatn milli
47. tbi. vnCAN 27