Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 29
Buxurnar hans voru gegndrepa af
blóði, sem vall úr sórum og skurð-
um alls staðar ó líkama hans. And-
litið gerði ekki betur en að minna
á andlit, munnurinn og nefið, hvort-
tveggja afskræmt og brotið, vinstri
kinnin opin svo skein í beinið og
blóðið streymdi úr sórinu. Á hægri
kinninni voru marblettir og skrám-
ur.
Hann riðaði þar sem hann stóð,
en hann var ekki búinn að vera.
Hann var hættulegri en nokkuð, sem
ég hafði óður staðið andspænis og
skelfilegri. Ég hef engar tálhug-
myndir um slagsmál og þau eru
nokkuð, sem ég er lélegur f. Ég
hafði slegizt nokkrum sinnum sem
drengur, einu sinni sem unglingur,
en aldrei sem fullorðinn. í því til-
liti er ég í engu frábrugðinn mönn-
um af mínu tagi um alla Ameríku,
ég er hluti af hópi manna, ósam-
kvæmum sjálfum sér, sem skemmt-
ir sér einkum við að horfa á einn
eða annan skerm þar sem menn
berja hvern annan til óbóta — en
samt er andstyggð þeirra á slags-
málum meiri en hjá nokkurri ann-
arri þjóð í heiminum. Ef til vill
skelfumst við okkar beztu hæfileika
mest, og okkur þykir sárt að vita,
hve mjúkhentir við erum. Sumir
okkar fara dult með þetta, en ég
hef aldrei gert það og ég viður-
kenni hreinskilningslega, að sú at-
höfn að reka krepptan og viðkvæm-
an hnefann af afli á viðkvæmt og
auðsæranlegt líffæri annarrar mann-
legrar veru, er ósæmandi þegar bezt
lætur og skepnulegt, þegar verst
lætur.
Ég var hræddur, veikur, lamaður
af skelfingu, dæmdur, en samt stóð
ég frammi fyrir Shlakmann. —
Camber, öskraði hann. — Camber,
skítugi, djöfuls tíkarsonur, hvar
ertu?
Ég gekk fram úr káetunni. Fyrir
aftan Shlakmann þrýsti Alísa sér að
borðrtokknum í myrkrinu, en ekki
nógu miklu, tunglskinið var nógu
bjart til að ég sæi ávallt andlit henn-
ar og bjarma í kringum hárið, en ég
sá ekki svipinn. Ur andliti hennar
hefði ef til vill mátt lesa: — Þú ert
einn núna, Johnny. Guð hjálpi þér.
Nú kemur það.
Nú kom það. Hræðslan var að
hverfa mér.
— Horfðu á mig, Camber, sagði
hann og glotti ógeðslega. — Horfðu
á mig, helvítis kvikindið þittl Ég
hef unnið fyrir lyklinum, komdu
með hann.
Ég bað til guðs um eitt: að rödd
mín væri hrein og stöðug, þegar ég
sagði:
— Það er enginn lykill, Shlak-
mann.
— Helvitis kvikindið þitl! Komdu
með lykilinn!
— Shlakmann, öskraði ég. Það er
enginn lykill! Ekki hér! Hvergi! Það-
er-enginn-lykill!
— Þú sagðir, að krakkinn væri
með hann!
— Ég laug — ég laug, Shlak-
mann!
— Djöfuls hundurinn! Farðu frá
mér, Camber! Ég ætla inn og rífa
krakkann í sundur. Ég skal rífa
hann í sundur bein fyrir bein, og
finna lykilinn!
— Nei!
— Vertu ekki fyrir mér, Camber.
Ég kastaði mér á hann, en hann
ýtti mér til hliðar með öðrum al-
blóðugum hramminum. Um leið og
hann laut til að fara inn um káetu-
dyrnar, nóði ég fótfestunni, sneri
mér við og stökk upp á bakið á
honum. Ég læsti handleggjunum
utan um misþyrmt andlit'ð á honum
og tókst að ná fótfestu með öðrum
fætinum á dyrastafnum. Svo spyrnti
ég í. Shlakmann barðist við að
halda jafnvæginu með mig á bak-
inu,- svo rann hann í sínu eigin
blóði, missti fótanna og féll aftur
á bak á þilfarið með mig undir. Ég
fann augað verða fyrir vísifingri
mínum og ég boraði honum inn af
öllu afli. Ég var ekki lengur til hvað
snerti gáfnafar, rökhyggju, skelf-
ingu eða varfærni. Ég fann aðeins
til einnar kenndar — bræði. Ég
myndi deyja, en ég ætlaði að selja
líf mitt dýrt.
Shlakmann öskraði, þegar ég
stakk fingrinum inn í augað á hon-
um. Hann sló höndunum aftur fyrir
sig til þess að sópa mér af sér, og
ég skellti tönnunum um tvo fingur,
beit eins og dýr bítur, og ég fann
fingurna gliðna og blóðið vella of-
an í hálsinn á mér.
Hann kastaði mér af sér eins og
maður kastar af sér rottu ( sorpræsi
og ég rann í gegnum blóðið á þil-
farinu, þar til ég nam staðar á sóf-
anum, sem lá á bakinu. Onnur hönd
mín snerti eitthvað hart og kalt. Það
voru hnúajárn Angie, og án skýrrar
hugsunar eða ákvörðunar, renndi ég
fingrunum inn í þau.
Ég reis upp á fjóra fætur og hóst-
aði út úr mér blóði Shlakmanns.
Shlakmann stóð fyrir framan káetu-
dyrnar og hélt höndunum fyrir aug-
anu ,sem ég hafði eyðilagt. Aftur
og aftur rak hann upp sársauka-
öskur, og svo, þegar hann sá mig,
kastaði hann sér á mig.
Ég vissi, að það að standa upp á
móti honum var sama og að deyja,
að eina von mín var í því fólgin að
fella hann aftur. Ég spyrnti í sófann
og kastaði mér með höfuð og herð-
ar á fæturna á honum. Hann féll
yfir mig og hlunkaðist endilangur
I skarðið milli borðstokksins og sóf-
ans. Brot úr sekúndu barðist hann
u-i t'l að losa sig — jafnvel hið of-
urmannlega þrek hans var farið að
slappast af blóðmissi og sársauka.
Það var þetta sekúndubrot, sem
b;argaði mér. Ég kastaði mér á
hann aftur, kreppti vinstri hand-
legginn utan um hökuna á honum
og tók að lemja hausinn á honum
með hnúajárninu á hægri hendi af
öllu afli.
Hann vóg sig upp á fæturna, ón
þess að skeyta sjáanlega nokkuð
um höggin, sem ég lét rigna á hon-
um, seildist aftur fyrir mig og klór-
aði mig aftur. Ég féll illa, lenti með
höfuðið á þilfarinu, lá þar andar-
tak — en svo laut Shlakmann yfir
mig, greip um hálsinn á mér með
báðum höndum og sveiflaði mér
upp.
Eitt andtartak hékk ég þarna í
hrömmum Shlakmanns, án þess að
nó andanum, og nálgaðist hina
dimmu og botnlausu gjá; þessi
sköpulagslausa blóðkássa, sem
hafði verið andlitið á honum, var
rétt við andlitið á mér og starði á
mig. Svo sleppti hann mér, og ég
féll aftur á þilfarið.
Alísa sagði mér seinna, að á
þeirri stundu hefði hún æpt, en ég
heyrði ekki til hennar. Ég minntist
þess ekki að hafa heyrt neitt, séð
neitt, nema andlit Shlakmanns fast
við mitt. Það næsta, sem ég vissi,
var að ég lá á þilfarinu og starði
upp á Shlakmann, sem riðaði fram
og aftur — þar til hann lyppaðist
saman eins og beinin í fótunum á
honum hefðu orðið að hlaupi. Hann
féll á fjóra fætur rétt hjá mér, og
þar tautaði hann með erfiðismun-
um:
— Láttu mig hafa lykilinn, djöf-
uls hundurinn!
Eða að minnsta kosti var það
þetta, sem ég held að hann hafi
verið að reyna að segja, og það var
það síðasta, sem fór honum um
munn. Hann stirðnaði upp, reyndi
að rísa á fætur og svo féll hann
endilangur á grúfu.
Ég skreið til hans og reyndi að
snúa honum við en ég hafði ekki
afl til þess. Ég þreifaði á úlnliðin-
um á honum I leit að æðaslætti, en
fann engan. Blóð hans var hætt að
streyma og hann var dauður.
Enn hef ég martröð um Shlak-
mann, og ég býst við, að ég haldi
áfram að hafa martröð um hann,
þar til ég dey. I sumum af þessum
draumum verð ég að slást við hann
aftur, en það er enginn endir á
þeim slagsmálum.
Það er vegna þess, að ég veit,
að það var ekki ég, sem stöðvaði
Shlakmann; ég yfirbugaði hann
ekki og ég drap hann ekki. Þetta
var eins og allt annað, sem við að-
höfðumst þennan dag,- ég einfald-
lega frestaði því óumflýjanlega, en
að þessu sinni var heppnin með
okkur. Það var Angie, sem drap
Shiakmann. Shlakmann blæddi út.
12: ENGIÐ
Ég reis á fætur og stóð yfir Shlak-
mann. Alísa kom út úr káetunni, ég
hafði ekki séð hana fara þangað
inn né heldur koma upp á þilfar-
ið, en nú kom hún út úr káetunni
með barnið í örmunum og barnið
grúfði andlitið að brjósti Alísu.
Lenny kom á eftir henni, en hún
steig til hliðar og tók sér stöðu við
borðstokkinn. Hún leit á mig, síðan
á líkin tvö á þilfarinu — og svo
aftur á mig.
— Þeir eru dauðir — báðir, sagði
ég þreytulega.
Alísa horfði á mig.
Það var allt í lagi með mig, svo
langt sem það náði, ég var töluvert
marinn og næsta dag fann ég mjög
mikið til I öðrum handleggnum, en
það var ekki verra en það. Að sumu
leyti var alit í lagi með mig og að
öðru leyti ekki allt ! lagi.
Ég hafði ekki séð Alísu koma upp
Framhald á bls. 41
r'--------—----------------------------N
FRAMHALDSSAGAN 13. HLUTI
EFTiR E. V. CUNNINGHAM
V______________________________________y
47. tbi. VIKAN 29