Vikan


Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 32

Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 32
I þessari i)ók opinberar Juliette Benzoni einn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýsingar henn- er eru myndrænar og ljósar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. Hröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlagaþrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar um sömu sögupersónu, Catherine. I fyrra kom út fyrsta bók höfundar á íslenzku um Catherine er hét „Sú ást brennur heitast“, og fékk mjög góðar viðtökur lesenda. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVlK L______________________________________j Mundu mig Framhald af bls. 11 Hún lagði á borð fyrir sig og Luke á borði við. gluggann, sem opnaðist út í garðinn. Það var komið stillilogn, svo að jafnvel kertaljósin flöktu ekki í kvöld- kyrrðinni, og hún horfði á sól- ina ganga til viðar í dýrðlegum ljóma. Hún gat séð Luke gegnum eld- húsgluggann. Það var orðið tíma- bært að skipta um rós, og hún minntist þess að sama, gula rós- in hafði verið byrgð inni í gler- kúlunni undir lampanum í tvær vikur. Alison hafði ekkert sér- stakt á móti þessum lampa, held- ur fannst henni hálf óhugnanlegt hvernig Luke og Val þegar hún hún var heima framkvæmdu þennan helgisið.... Hún horfði á hann velja gula rós, með mikilli nákvæmni. Hann kom með hana inn í eldhús, hreinsaði glerkúluna, setti blóm- ið í hana og fyllti með vatni. Ali- son virti hann fyrir sér, og hún hafði það á tilfinningunni að það yrði óbærilegt óhapp, ef kúlan brotnaði. Luke fann að hún horfði á hann. — Ég hugsa að rósirnar á þessum runna endist til jóla, sagði hann. — Voru þetta uppáhaldsrósir Barböru, spurði hún. — Þessir gulu? Já. Hún lagði mikið upp úr því að hafa alltaf eina gula rós í kúlunni undir lampanum. Hún sagðist vera viss um að ég myndi gleyma að skipta um rós, ef hún væri ekki heima. Hendur hennar titruðu, þegar hún helti sósunni yfir salatið. Luke fór að tala um ballið. Hann gekk til hennar og lagði hand- legginn um mitti hennar, þétt- ingsfast. — Þú verður til sýnis á ballinu, ástin mín, sagði hann, alvarlegur á svipinn. Hún var dálítið mjóróma, þeg- ar hún sagði: — Ég veit það. Ég vona bara að fólkið fari ekki að gera samanburð. Hann tók fastar utan um hana. — Ég átti ekki við það, sagði hann hljóðlátlega. — Þessu fólki þótti vænt um Barböru, og því kemur líka til með að þykja vænt um þig. Hún sneri sér snöggt við, og henni fannst hún vera eins og sextán ára unglingur, en ekki þrjátíu og sex ára þroskuð kona. — Ég er ekkert lík henni, er ég það, Luke? spurði hún alvar- leg í bragði. — Nei, sagði hann. — Hversvegna hefurðu engar myndir af henni í húsinu? — Það er mynd af henni á skrifstofunni minni og smámynd í veskinu mínu. Við vorum ekk- ert fyrir ljósmyndir, enda þarf maður ekki ljósmyndir til að viðhalda minningunum. Hann kyssti hana og hún sagði, eins og hún væri í vafa um hvað hún ætti að segja: — Mig langar svo til að við verðum hamingju- söm, Luke! — En ástin mín, við erurn hamingjusöm. Hann var undr- andi á svipinn. — Eða það hélt ég, að minnsta kosti. Hvað er það sem angrar þig? Hefir Val verið erfið? — Nei, hún hló. — Stundum finnst mér, að allt væri auð- veldara, ef hún væri erfiðari. Hann hristi aftur höfuðið, með skildi ekki hvað hún var að fara, og hún álasaði honum ekki fyrir það, því hún vissi það tæpast sjálf hvað hún setti svona fyrir sig. — Við ættum að flytja héð- an, hugsaði hún. Luke myndi láta það eftir henni, ef hún færi fram á það. En Luke og Val kunnu vel við sig í þessu húsi, það var aðeins hún ein, sem hafði ein- hverja innilokunarkennd, þegar hún var ein heima. — Þú hefir aldrei talað neitt um Barböru við mig, sagði hún. Hann hristi aftur höfuðið, með uppgjafarsvip. — Þú veizt að ég hitti hana í blómabúð systur hennar, að við vorum gift í tólf ár og að við vorum hamingju- söm. Henni þótti gaman að garð- yrkju, en kunni ekki mikið til þeirra verka. Hún var glaðleg í eðli sínu, og, — já, hún var alltaf ánægð yfir því að vera hér, þegar ég kom heim á kvöldin. — Ég hætti að vinna þegar ég giftist þér, sagði hún snöggt. Luke gekk til hennar og hristi hana blíðlega. — Alison, ég veit það! Ég sagði þér strax að þér væri frjálst að halda vinnu þinni, ef þig langaði til þess. Ég gat vel skilið. það. Hvað er að þér? Ertu að reyna að koma einhverju rifrildi af stað? Hún hallaði sér að honum, með tárin í augunum. — Lúke, fyrir- gefðu mér. Hann tók andliti hennar í báða lófa sína. — Flónið mitt litla. Ég kvæntist þér vegna þess að ég elska þig, og ég hélt þú vissir það! Það varð svalara með kvöld- inu. Luke slökkti á kertunum og kveikti á lampanum, sem lýsti vel og rósin var falleg í skininu. — Hversvegna viltu ekki hafa kertaljós? spurði hún. — Það er allt í lagi, hafðu það eins og þú vilt. Hann talaði við hana eins og hún væri barn. — En ég get ekki lesið í kertaljósi. Hann kveikti aftur á kertunum og gekk út í garðinn. Hún sá að hann virti rósarunnana fyrir sér. Það var hljótt í húsinu þegar hann kom inn. Hún kveikti á lampanum fyrir hann, og hann brosti til hennar, þessu milda, elskulega brosi, sem alltaf yljaði hjarta hennar. Hann tók upp bók og fór að lesa; hún náði í blað og fór að gera uppdrátt af kjólnum sínum. 32 VTKAN 47- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.