Vikan - 28.11.1968, Page 34
kveðin í því að gera ekkert veð-
ur út af þessu.
Luke stóð í dyragættinni og
sagði rólega: — Það er bezt fyrir
þig að flýta þér að hafa fata-
skipti, Val, Ruth frænka þín get-
ur komið á hverri stundu.
— Þú myndir örugglega vilja
að við gleymdum mömmu, er
það ekki? sagði Val í ásökunar-
tón, og beindi orðum sínum að
Alison.
— Val láttu ekki eins og kjáni,
sagði Alison, en Val gekk hratt
framhjá henni og flýtti sér upp
stigann.
Alison horfði á Luke.
— Elskan mín, Val er aðeins
fjórtán ára, sagði Luke rólega,
— það er ekki hár aldur. Hún
er viðkvæm fyrir öllu sem snerti
Barböru, eins og þessu með rós-
irnar....
—• Og klukkuna, — og bjöll-
urnar, — og lampann! sagði Ali-
son snöggt.
Það kom stkrýtinn svipur á
Luke, og Alison var dálítið skelk-
uð, það var eins og hann lokaðist
í einhverjum heimi, sem hún
hafði ekki aðgang að. Henni létti
þegar hún heyrði í dyrabjöllunni.
Ruth stóð í dyrunum, velklædd
eins og venjulega, í hunangsgul-
um kjól.
Ruth hafði þægilega fram-
komu; hún var ein af þeim, sem
allsstaðar féllu inn í umhverfið.
Val var innilega glöð yfir því að
hitta hana. Þau gengu öll inn í
borðstofuna, og Ruth dáðist að,
skreytingunni hjá Alison, og
sagði glaðlega: — Ég leita til þín
þegar ég þarf að fá sérstaklega
fallega gluggaskreytingu. Ef þig
vantar einhverntíma vinnu, þá
skaltu koma til mín, Alison.
Hún meinti þetta sýnilega, og
Alison var henni þakklát.
Val sagði snögglega: — Þetta
eru rósir af runnanum hennar
mömmu, hún skar aldrei rós af
honum, nema til að setja í kúl-
una undir lampanum.
— Ég held það sé meira en nóg
af rósum eftir, það þarf ekki rós
í lampann, nema aðra hvora viku.
Hún lagði sig fram til að snúa
samtalinu að einhverju öðru.
Þegar hún fór sagði hún við Ali-
son: — Komdu og drekktu hjá
mér kaffi einhvern daginn, í
kompuna bak við búðina.
Það var mjög heitt daginn sem
Alison sneið kjólinn sinn og
byrjaði að sauma. Luke gaf henni
rafmagnssaumavélina í morgun-
gjöf, og hún hafði verið mjög
glöð, og hafði ánægju af því að
sauma fötin sín. Val kom inn og
horfði á hana.
— Ég skal sauma kjól fyrir
þig, sagði Alison. — ég að segja
þér eitt, þú ættir að teikna hann
sjálf, þá yrði það Val Jennings
model.
— Ég get fengið kjól hjá
Henderson, sagð.i Val.
— En það er miklu meira
gaman að gera þetta sjálf, og
líka ódýrara. Átti mamma þín
ekki saumavél?
Andlitið á Val varð eins og
blóm sem lokar sér. — Nei, sagði
hún, — henni þótti ekki gaman
að sauma, og það þykir mér ekki
heldur.
Hún flýtti sér út úr herberg-
inu, eins og Alison hefði með
vilja reynt að særa hana. Alison
beit á vörina og reyndi að minna
sjálfa sig á það að hún væri að-
eins barn. Svo hugsaði hún með
sér að örugglega yrðu fleiri ljón
á veginum. En hún hafði ekki
búizt við því að Luke væri svona
barnalegur líka, en það skeði
samt þegar klukkan í anddyrinu
stöðvaðist einn daginn. Það skeði
á laugardagskvöldi. Val var úti
og Alison og Luke voru að búa
sig til að heimsækja kunningja
sína. Alison var á leið upp stig-
ann, þegar pendúllinn hreyfðist
ekki.
Luke var vanur að vinda
klukkuna upp á hverju föstu-
dagskvöldi, hann hlaut að hafa
gleymt því. Koparlykillinn lá í
kassabotninum. Alison opnaði
varlega glerhurðina, tók lykil-
inn. Það var aðeins klukkutími
síðan klukkan stanzaði, ann-
ars hefði Luke örugglega tekið
eftir því. Hún var að vinda
klukkuna upp, þegar Luke kom
niður stigann og flýtti sér til
hennar. — Farðu varlega Alison,
sagði hann og var nokkuð hvass
í bragði. — Ef þú haggar henni
um hársbreidd, þá fer hún í fýlu,
og ef hún stanzar, þá er ekki fyr-
ir fjandann að koma henni af
stað aftur!
— Og það yrði auðvitað reið-
arslag, Alison iðraðist eftir orð
sín um leið og hún var búin að
sleppa þeim.
Luke svaraði ekki. Hann gekk
vandlega frá klukkunni, rétti
hana aðeins til á veggnum, setti
pendúlinn í gang og virti
fyrir sér með ánægjusvip að
klukkunni skyldi þóknast að
hreyfa sig.
Alison flýtti sér upp stigann.
Luke kom inn í svefnherbergið
andartaki síðar. — Þú hefðir átt
að segja mér þetta, sagði hann,
— ég hefði þá undið klukkuna
upp sjálfur. Við gerðum það allt-
af á föstudögum, ég skil ekkert
í að ég skildi gleyma þessu í
gærkvöldi.
— Fyrirgefðu, sagði hún stutt-
aralega.
Hann kom til hennar og kyssti
hana aftan á hálsinn. — Hvað er
að þér, elskan mín? Þú ert eitt-
hvað svo viðkvæm þessa dagana.
Hún svaraði ekki. Ég er eins
og gestur, hugsaði hún. Við gerð-
um þetta alltaf.... Það voru
þessir smámunir sem eyðilögðu
tilveruna fyrir henni. Hún hafði
það á tilfinningunni að Barbara
væri alltaf einhversstaðar á eft-
34 VIKAN 47- tbl-