Vikan


Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 36

Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 36
Uúpitiiidrkartir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ShtHi- 'Útikurlir H □. VILHJÁLMSBDN RÁNARBÖTU 12 SÍMI19669 ir henni, ljóshærð, smágerð með sigurbros á vör. Luke þurfti ekki að eiga mynd af henni, hún var svo Ijóslifandi, hugsaði Alison. — Alison, sagði Luke, — ertu ekki hamingjusöm? Hvað er að þér? — Ef til vill er ekki rétt af okkur að búa hér .... ég meina í húsinu hennar Barböru. — Hamingjan sanna, sagði hann reiðilega. — Og allt vegna þessa atviks með klukkuna! Fyr- irgefðu mér. Það er bara svodd- an fjárans vesen ef hún fer ekki í gang. Ég hélt aldrei að þú vær- ir svona barnaleg. — Hversvegna kvæntistu mér, Luke? Vegna þess að þú varst einmana? — Nei! Þú hagar þér eins og krakki. Þú ert ekkert betri en Val. Ég kvæntist þér vegna þess að ég elska þig. Ef það er ekki nóg, þá bið ég þig að fyrirgefa. Ég elskaði Barböru líka, og mér er ómögulegt að afmá þá stað- reynd til að þóknast þér. — Ég kæri mig heldur ekk- ert um það, sagði hún þrjózku- lega. Þetta er hlægileg deila. Hún hugsaði, með skelfingu, að þetta héldi áfram að breikka bilið á milli þeirra, þangað til það yrði óbrúanleg gjá. Það vantaði eit.t- hvað, sem gat komið pendúlnum í hjónabandi þeirra til að ganga rólega. Ruth hringdi nokkrum dögum síðar. — Kaffiboðið stendur enn- þá, sagði hún glaðlega við Ali- son. — Þakka þér fyrir, má ég koma á morgun .... Hún var búin að sauma kjól- inn, og var mjög ánægð með hann. Val átti tæplega orð til að láta í ljós ánægju sína, og Ali- son fann fyrir einhverri ónota- kennd. Um morguninn nam hún stað- ar við litla búð, sem var nálægt biómabúð Ruthar. Úrsmiðurinn, sem átti búðina, var smávaxinn, snyrtilegur Svisslendingur. Alison rétti hon- um armbandsúrið sitt. Ég held það þurfi að hreinsa það. Það hefur ekki gengið síðan í gær. Hann athugaði úrið vandlega. — Hreinsa það? — já, þér getið fengið það eft'r hálfan mánuð. Hann rétti henni númerið og skrifaði hjá sér nafn hennar og heimilisfang. — Hvernig er klukkan? sagði hann á klaufa- legri og hátíðlegri ensku. — Það var fyrri frú Jennings, fyrir fjór- um árum. Ég man. — Hún gengur ennþá, sagði Alison. — Það gleður mig, það eru ekki lengur búnar til svona klukkur. Og hún, ó já, ég man hve glöð hún var, rétt eins og krakki. Ég fór sjálfur með hana heim til hennar og kom henni fyrir á veggnum. Hún sagði að húsið lifnaði við þetta, henni fannst svo gaman að telja slög- in.... — Já, sagði Alison og stakk miðanum í töskuna sína. — Þakka yður fyrir, ég kem eftir hálfan mánuð Ruth beið hennar með ilm- andi kaffi. Það var notalegt í litla herberginu. — Við höfum ekki svo mikið að gera eins og er, og ég er fegin því. Ég get skilið Dilly eftir eina um stund. Þú kannast við blómabúð Mart- ins á torginu. Hann er að hætta, og ég er að hugsa um að kaupa verzlunina. — Þú ert sannarlega vinnu- glöð, sagði Alison. — Já, sagði Ruth, — mér er þetta í blóð borið. Ég hefði aldrei gert nokkurn mann ham- ingjusaman í hjónabandi, ég er alltof ráðrík og of sjálfstæð. Ég er ekkert lík Barböru Alison kreppti fingurna utan um bollann. — Luke hitti hana hér? Var það ekki? — Jú, sagði Ruth. — Það var rómantízkt eins og í ævintýri. Hún var feimin og vildi heldur vinna hér inni, heldur en að standa í búðinni. En svo fékk ég flensu, svo hún varð að vera í búðinni. Luke kom og keypti rósir, er við áttum að senda móð- ur hans. Barbara ruglaði pöntun- um og frú Jennings fékk potta- plöntu. Sem betur fór hafði gamla konan kimnigáfu, en Luke varð fjúkandi vondur, og kom til að kvarta, og segja Barböru hvaða álit hann hefði á henni. Það endaði með því að hann bauð henni út að borða. Einhvernveginn féll þetta ekki inn í rammann hjá Alison feimin, — ruglar pöntunum. Barbara var fallegur and:, svo sterkur persónuleiki að ekki var auðvelt að gleyma henni, þau minntust hennar vegna þess að hún vafði alla hluti í töfraljóma. Alison sagði skyndilega: — Ég fór með úrið mitt til viðgerðar. Úrsmiðurinn fór strax að segja mér frá klukkunni hennar Bar- böru. Hversvegna hélt, Barbara svona mikið upp á þessa klukku? — Hvað er það sem þú í raun- Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - 16510 36 VIKAN 47-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.