Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 40
Forsætisráðherrann sagði líka að í
ráði væri að koma upp skipasmíða-
stöð á vegum ríkisins, og Onassis
tók vel í það að hjálpa til við upp-
byggingu Grikklands. Hann sendi
svo tilboð til þeirrar nefndar sem
hafði með þessi mál að gera, en
þegar hann bjóst við ákveðnum
svörum, voru þau yfirleitt dregin
á langinn. Það var greinilegt að
hann átti einhvern keppinaut, og
fljótlega komst hann að því að það
var svili hans, Stavros Niarchos,
sem hann var ekki neitt sérstaklega
hrifinn af, en Niarchos var kunnug-
ur grísku konungsfjölskyldunni. For-
sætisráðherrann gerði loksins boð
fyrir Onassis og spurðit — Segið
mér, í guðanna bænum, hvers-
vegna getið þið Niarchos ekki kom-
ið ykkur saman um þetta?
Karamanlis var einn af þeim fáu
sem ekki vissi hvað Onassis hafði
þó nýverið sagt um samband þeirra
svilanna-. — I viðskiptum langar
okkur mest af öllu að snúa hvorn
annan úr hálsliðnum, en í einka-
llfinu sitjum við saman til borðs og
erum þægir, vegna eiginkvenna
okkar. Systurnar létu það eng-
in áhrif hafa á einkalíf sitt þótt
bændur þeirra væru ekki á einu
máli.
Þegar Onassis sagði Karamanlis
að þeir gætu ekki unnið saman,
sagði forsætisráðherrann í örvænt-
ingu sinni: — Láttu hann þá taka
við öðru hvoru.
— Jæja, sagði Onassis, tregur þó,
— þá tek ég við flugfélaginu og
Niarchos getur snúið sér að skipa-
smíðum. Og þannig varð það.
Þegar Onassis tók við gríska rík-
isflugfélaginu átti það eina vél af
gerðinni CD-4 og sex vélar af gerð-
inni DC-3. Eina utanlandsflug þess-
ara véla var til París og London
einu sinni I viku. Félagið var í mik-
illi þörf fyrir örugga stjórn Onass-
is, ekki síður en peninga hans.
Hann breytti heiti félagsins og ka11-
aði það „Olympic Airways", og svo
myndaði hann nýtt félag, sem hann
lagði 15 milljónir dollara í. Svo
lagði hann sig allan fram til að
kynna sér starfsemi flugfélaga.
Þetta átti við hann. Hann sagði að
flugfélögin og Monte Carlo væru
eftirlætissýsla sín.
En þótt flugfélagið væri aðeins
lítill hluti af hinum geysimiklu fyr-
irtækjum hans, vildi hann hjálpa
Grikklandi eftir beztu getu
23. janúar árið 1957 var Onass-
is staddur í London og var að tala
við ritara sinn í Monaco, þegar
hann heyrði fallbyssuskot, sem til-
kynntu fæðingu barns af furstaætt-
inni. Hann heyrði að skotin voru
tuttugu og eitt og þá vissi hann að
það var stúlka.
Þrátt fyrir orðróm um ósamkomu-
lag milli Onassis og Rainiers fursta,
þá var samkomulagið gott á milli
þeirra um þessar mundir, og On-
assis gerði mikið veður út af hinni
nýfæddu Carolinu prinsessu.
Það var líka talað um annað
ósamkomulag, þeir sem bezt þótt-
ust vita á Rivierunni, héldu því
fram að ekki væri allt með felldu
í sambúðinni milli Ari og Tinu.
Næsta sumar sigldi „Christina"
til Feneyja og varpaði akkerum á
Canal Grande. Samkvæmislífið var
þar í fullum gangi og Ari og Tina
voru boðin í samkvæmi, sem Castel-
barco greifafrú hélt til heiðurs söng-
konunni Mariu Callas. Ari sagði síð-
ar að hann hefði alltaf verið hrif-
inn af söngkonunni og fylgzt vel
með ferli hennar. Sérstaklega var
hann hrifinn af því hvernig hún
hafaði sjálf rutt sér braut. Samfund-
ir þeirra áttu eftir að verða afdrifa-
ríkir.
Aristoteles Onassis hneigði sig
djúpt og kyssti á hönd söngkon-
unnar, og hann var sýnilega mjög
hrifinn. Maria Callas var fædd. í
New York af grískum foreldrum.
Hún var þarna á tindi frægðar sinn-
ar. Hún var líka ítalskur ríkisborg-
ari gegnum hjónaband sitt og Batt-
ista Meneghini, sem var kaupsýslu-
maður og mikið eldri en hún. Hún
var því, eins og Onassis, heims-
borgari, en með djúpar rætur í
grískri mold. Onassis bauð madame
Callas og manni hennar um borð í
Christina, og Callas tók boðinu.
Þegar „Christina" kom aftur til
Monte Carlo voru þar hátíðahöld í
tilefni af því að furstahjónunum
hafði fæðzt sonur, sem skírður var
Albert. Onassis heyrði að gamall
kunningi hans, Randolph Churchill
væri í bænum, bauð hann honum,
ásamt föður hans, Winston Chur-
chill um borð í snekkjuna. Það kom
á daginn að þeir Onassis og Chur-
chill gamli áttu mörg sameiginleg
áhugamál. Churchi11 kunni vel við
Onassis og bauð honum að heim-
sækja sig. Þetta var upphaf þess
að þeir voru nær daglega saman,
en svo varð hinn 83 ára gamli
stjórnmálamaður veikur svo að
hann varð að hafa hægt um sig.
Flugfélagið Olympic Airways hóf
nú nýja ferðaáætlun á leiðunum
Aþena-Zúrich-Frankfurt. Eftir blaða-
mannafund skrifaði einn blaða-
mannanna: „Herra Onassis kaupir
gríska himininn"! •
Nokkru síðar kom Onassis fram
í viðtali í BBC, í tiiefni af því að
mikið hafði verið gagnrýnt að hann
skráði skip sín undir fánum ýmissa
þjóða: — Fólk heldur að það sé
vegna skattanna sem ég skrái skip
mín í Panama og Liberiu, en það
er aðallega til þess að hafa frjáls-
ræði yfir gjaldeyri, sem ég geri
það, það er þægilegra, þegar taká
þarf skjótar ákvarðanir.
Þegar Onassis kom aftur til Suð-
uf-Frakklands um sumarið 1958, þá
kom hann því þannig fyrir að Greta
Garbo og Churchill hittust. Þau
borðuðu saman í Nizza og það
mátti segja að fulltrúar stjórnmála,
fegurðar og auðæfa væru þar sam-
an komnir.
Þetta ár var Onassis í Monte
Carlo um jólin, en Tina var hjá
systur sinni, sem átti von á barni,
í New York. Þegar það fréttist að
þau hjónin hefðu ekki verið saman
á gamlárskvöld, var farið að pískra
Hafið
Þér revit
Ef ekki þá reynið
BADEDAS í næsta
bað.
*
Er mest selda bað-
efni og hárshampo
Evrópu í dag.
BADEDAS inniheld-
ur 5 tegundir fjör-
efna - heilnæmt
fyrir húðina -
hressir yður og eyk-
ur vellíðan.
badedas
Heildsölubirgðir: H. A. TULINIUS, heildverzlun.
40 VIKAN 47-tw-