Vikan


Vikan - 28.11.1968, Side 43

Vikan - 28.11.1968, Side 43
náð barninu aftur verður hann óð- ur. Hann drepur mig. — Jæja? — Já. Hann er engum manni lík- ur sem þú þekkir, frú Camber. Hvað snertir konur er hann alls ekki mað- ur. Hann drepur mig — ef honum líður betur við það. Nú þegar lyk- illinn er horfinn er ekki margt sem hann getur svalað sér við. — Það varðar mig minnstu — og nú stendurðu hér og biður okkur. — Ég er ekki að biðja, svaraði Lenny hljóðlega. Ég held ekki að þú myndir heldur biðja ( mínum sporum, frú Camber. — Ég væri ekki í þínum spor- um. — Jaeja? Nújá, hver veit? Merg- urinn málsins er sá, frú Camber, að nú hefurðu fengið barnið þitt aftur. Polly er heil á húfi. Þú hefur fengið hana aftur, en ég hef ekki neitt. Svo hverju máli skiptir það þótt ég fari með ykkur? Á annann hátt verður ekki komizt úr þessum bölvaða stað. Ég gef ykkur dreng- skaparorð mitt fyrir því að um leið og við erum komin út úr feninu skal ég yfirgefa ykkur. — Drengskaparorð! — Ég hef ekki annað, frú Camb- er. Þegar allt um þrýtur hefur eng- inn neitt nema orð sín. Þegar hér var komið lyfti Polly höfðinu. Hún opnaði ekki augun en sagði: — Leyfðu Lenny að koma með okkur. Alísa hikaði — hikaði lengi. Svo kinkaði hún kolli og gekk að stig- anum. Ég bauðst til að hjálpa henni með Polly. — Ég þarfnast ekki hjálp- ar, sagði Alísa stuttaralega. Alísa fór með Polly ofan stigann niður í bátinn. Lenny fór á eftir, ég rak lestina og mér var ósárt um að yfirgefa snekkjuna. En áður en ég fór gerði ég nokkuð harla ein- kennilegt — sérkennilegt, þegar ég er annarsvegar, því nú var ég und- arlega rólegur, hugsandi og hreeðslulaus. Hendur mínar skulfu af áreynslu. Otti og skelfing höfðu nú viklð frá mér og ég fann enga umtalsverða tilfinningu, þegar ég horfði á svínaríið á þilfarinu. Að því leyti var ég ekki mjög frábrugð- inn Alísu og Lenny. Ef til vill höfð- um við öll notað upp þær tilfinn- ingar, sem mannlegur líkami og mannleg sál geta framleitt á fáein- um klukkustundum. Það, sem ég gerði var þetta: Ég fór inn ! káetuna, fann mér hand- klæði, þurrkaði alla staði þar sem hugsanlegt væri að fingraför m!n eða Alísu væru. Fingraför Lennyar voru hennar mál og ég hefði hvort sem var ekki getað þurrkað þau út öðruvísi en að nudda alla snekkj- una, frá kili og uppúr. Fingraför Pollyar voru hvergi til á opinberum stöðum, en bæði mín og Alísu. Ég þurrkaði gerettinn í kringum dyrnar, þar sem ég hafði snert þau, þar sem Alfsa hefði getað snert þau og óg þurrkaði borðstokjcinn, sem við hefðum getað snert. Á meðan SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.■ BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. 47. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.