Vikan


Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 49
FQLALDAKJOT DILKAKJQT í 5 ko. oo 30 ko. Dlesttöfum MATARBÚDIR SLÁTURFELAGS SUOURLANDS 1 HelldsölubiPDölr: Skúlaasia ^20. SM*H2431 DauSinn? Nei, þetta var stofustúlkan, með svuntu og kappa. Hún flýtti sér niður stigann og sagði, með öndina í hálsinum: — Lækn- irinn vill tala við yðui-, herra! Hann stökk upp stigann, í nokkrum skrefum og stúlkan sagði, um leið og hann þaut framhjá: — Það er búið.... — Búið, hvað eigið þér við? sagði Soames, og röddin var hás. — Barnið er fætt. Soames þaut upp síðustu þrepin og rakst á lækninn á hálfdimm- um ganginum. — Segið mér, sagði hann. — Ó, flýtið þér yður að segja mér fréttirnar. Læknirinn þurrkaði svitann af enninu. — Þær lifa báðar. Ég held að allt sé í lagi. Má ég óska yður til hamingju? Þetta stóð afskaplega tæpt.... Soames hafði gripið fyrir augun. — Takk, lcærar þakkir. Var það piltur eða stúlka? — Það var dóttir, sem betur fór. Drengur hefði aldrei haft það, þér vitið, höfuðið.... — Dóttir! Soames hlustaði á lækninn, eins og úr fjarlægð. Með góðri meðferð, verða þær fljótar að ná sér. Viljið þér ekki koma inn og líta á þær? j j — Ekki strax, sagði Somes. — Á eftir, áður en þér farið. Nú ætla ég að sjá um að þér fáið eitthvað gott að borða. Hann gekk niður, og honum hafði létt, alveg ósegjanlega. Og þó.... dóttir. Þetta var óréttlátt. Að leggja í slíka hættu, líða allar þessar sálarkvalir fyrir telpukorn..... Hann stóð í forsalnum og starði inn í eldinn í arninum, meðan hann var að reyna að sætta sig við þá hugsun að hafa eignazt dóttur. Hvað skyldi faðir hans segja? Þetta voru mikil vonbrigði, því var ekki að leyna. Annette gat aldrei eignazt fleiri börn, og þótt hún hefði getað það, var það of seint, föður hans vegna, liann átti ekki svo langt eftir. Stofustúlkan kom með símskeyti: Komdu strax, föfiur þínum hejir versnað. Mamma. Soames fékk kökk i hálsinn. Jafnvel eftir geðshræringar síðasta klukkutímans, hafði þetta skeyti mikil áhrif á hann. Hann borðaði svoiítið og bað svo um að spenna fyrir vagninn. Svo fór hann upp á loft. Læknirinn kom strax fram á stigapallinn 'og sagði: — Þær sofa báðar. — Þá fer ég ekki inn, sagði Soames, og honum létti mikið. — Ég var að fá skeyti um það að faðir minn sé fyrir dauðanum. Ég verð að fara til hans, og kem ekki heim aftur fyrr en á morgun. Líður þeim ekki vel? Andlitssvipur læknisins bar vott um einhverskonar trega aðdáun. Það var greinilegt að hann hugsaði: — Ef allir feður væru svona rólegir.... Svo sagði hann: — Þér getið verið rólegur, það er alveg óhætt fyrir yður að fara. James hafði fengið venjulegt kvef, þótt hann hefði ekki farið út úr svefnherbergi sinu, og það braut alveg niður mótstöðukraft hans. Kvefið fór strax niður í lungun. Emily var mjög áhyggjufull. James átti örðugt með andardrátt, og hann leit illa út, náfölur, með rauða díla í kinnunum. Guð var til vitnis um það að hún hafði átt í miklum erfiðleikum með hann, en hann var James hennar, maðm-inn hennar í næstum fimmtíu ár. Hún gat ekki gert sér neitt í hugarlund hvernig lífið yrði án hans. James var hjartahlýr og góður, þrátt fyrir allar áhyggjurnar og nöldrið. Á þriðja degi eftir að hann veiktist, sá hún alveg nýjan svip á r 'N d NÝ ELDAVÉL GERÐ 6604. MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hita- skúffa, Ijós í ofni. RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 óra reynsla. 0 ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN ó markaðnum. 47. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.