Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 50

Vikan - 28.11.1968, Síða 50
BRflUfl leifturljós fyrir allar gerðir myndavéla AUSTURSTRÆTI H ----------- F LÆKJARTORGr /---------- \ [W ~~—i SKARTGRIPIR ra 31 3 1=3 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR 10 PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910. v_______________________________________y Þér sparið meO áskrift VIKAN Skipholfi 33 - sfmi 35320 v____________________________________> andliti hans, þegar hún kom til hans með teið. Þessi svipur sýndi greinilega uppgjöf. — Ég er þreyttur, mátti lesa úr augum hans. — Sendu boð til Soames, hvíslaði hann. — Já, James, sagði Emily hlýlega, — ég skal gera það strax. Svo kyssti hún hann og hann leit á hana, þakklátum augum. Hún sá að það var ekki nokkur von um hann, og flýtti sér að senda skeytið .... Soames leit niður á föður sinn og sá hve erfitt hann átti með andadráttinn. Hann fylltist einhverri óskiljanlegri reiði yfir því að þetta erfiði vaeri lagt á föður hans, og honum fannst það óréttlátt að kvelja svona þennan mann sem var honum svo kær. Hann gekk nær og beygði sig yfir rúmið. — Ég er hér, faðir minn ... — Hem-m .... er nokkuð .... er nokkuð að frétta? Það segir mér enginn neitt.... Röddin dó út.... Geðshræringin náði svo miklu valdi yfir Soames að hann kom ekki upp nokkru orði. Nokkrar fréttir? Já, hvað átti hann að segja föður sínum? Hann reif sig upp úr þessu ástandi og sagði glaðlega: Já, ég hef góðar fréttir að færa, pabbi. . . . Annette hefur eign- azt son. Það heyrðist dauflegt oh-h frá James, einkennilegt og átakanlega sigiú hrósandi. Augu hans lokuðust og hann barðist við að ná and- anum. Soames hné niður á stól. Hann hafði logið að föður sínum í þeirri trú að dauðinn kæmi í veg fyrir að hann fengi nokkurn tíma að vita sannleikann. En þetta hafði tekið svo á hann að honum fannst hann hálf lamaður.... Hann heyrði að hjúkrunarkonan var farin að kjökra. Það var einkennilegt að þessi ókunna manneskja var sú eina sem grét. Það snarkaði í eldinum í arninum.... Og mjög hljóðlega hvarf ennþá einn af gömlu Forsyteunum inn til eilífrar hvíldar....... Soames æddi fram og aftur um gólfið í dagstofunni, eftir að hann kom heim til sín um morguninn. Það var undarlegt, en hann kveið fyrir því að, hitta konu sína og litla nýfædda barnið. Loksis tók hann í sig kjark, hraðaði sér upp stigann og barði að dyrum svefnherbergisins. Það var móðir Annettu sem opnaði fyrir honum. — Ó, ertu nú loksins kominn! Annette bíður eftir þér, sagði hún og flýtti sér út, svo þau gætu verið ein. Soames nálgaðist rúmið hljóðlega. Hörku- svipurinn var ákveðinn, eins og venjulega, en augnaráðið var óstöð- ugt og feimnislegt. Annette var föl, en hún leit mjög vel út. Hann sá hvergi barnið. Einhver skyndileg blíðutilfinning greip hann og hann beygði sig niður að konu sinni og kyssti hana á ennið. — Loksins kemur þú, Soames, sagði hún. — Mér líður mikið betur núna. Þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt. Ég er fegin því að ég get ekki eignazt fleiri börn. Þú getur aldrei ímyndað þér hve hæðilegt þetta var. Soames stóð þögull og strauk hönd hennar. Honum kom ekkert hlýlegt orð í hug, hann gat ekkert sagt við hana. Það eina sem komst í huga hans var að þannig gæti engin ensk kona hugsað. Og honum var það fyllilega ljóst að þau ættu aldrei eftir að eign- ast nein sameiginleg sjónarmið. Hann hafði hreinlega fengið einn fagran hlut i viðbót, það var allt og sumt.... — Við verðum að reyna að gefa þér eitthvað styrkjandi, svo þú verðir fljót að ná þér, sagði hann, þegar hann loksins fékk málið. — Ætlarðu ekki að sjá barnið, Soames? Hún sefur núna. — Jú, það ætla ég að gera, — auðvitað, sagði Soames. Hann gekk fyrir fótagaflinn á rúminu, hinum meginn staðnæmd- ist hann og starði. í fyrstu sá hann aðeins það sem hann hafði búizt við að sjá, ný- fætt barn. En meðan hann stóð og horfði á barnið, sem andaði ró- lega og breytti um svip í svefninum, var eins og þessi örsmáa vera yrði að einstaklingi, sem hann þekkti frá öðrum . . . svo óend- anlega hjálparvana, minnti helzt á fyrstu blómhnappana á vorin...... Hárið var dökkt. Hann snerti hana, til að fá hana til að opna augun. Þau voru líka dökk, hann gat ekki greint litinn. Hún deplaði augunum, starði, það, var einhver dreymandi, djúpur svip- ur í þessum augum. Og hann fann hitabylgju fara um sig, einhverj- ar tilfinningaöldur, sem hann hafði aldrei fundið fyrir áður. — Ma petite fleur, sagði Annette. — Litla blómið mitt. — Fleur, endurtók Soames. — Fleur! Já, það skal hún heita. Hann var hreykinn og stoltur yfir því að vera búinn að eignast nýjan og dásamlegan fjársjóð, hjarta hans fylltist sigurgleðL — Guð á himnum. Barnið þarna, — þessi litla stúlka, hún var hans eigin eign..... Framhald ( næsta blaði. 50 VIKAN 47' «*■

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.