Vikan


Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 4

Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 4
3opp «15 Mottavélar Zoppas uppþvoftavélin getur bæði staðið frítt á gólfi (hún er á hjólum) eða verið byggð inn í eldhúsinnréttinguna. Vélin tekur fyrir 6—8 manns með pottum og getur tekið inn á sig annað hvort heitt eða kalt vatn. Zoppas vélarnar eru ítalskar, framleiddar í samvinnu við banda- rískt heimilisfyrirtæki. Ársábyrgð. — Verð kr. 32.700. — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. - AÐALSTR/ETI 18 SÍMI 16995. Biöjið um OSRAM perur í sýn- ingarvél yðar, vegna gæðanna. NÍÐZT Á REYKINGA- MÖNNUM? Kæri Póstur! Þegar þessar línur eru páraðar er nýbúið að hækka vín og tóbak. Mað- jr er nú hættur að kippa sér upp við allar þessar stöðugu hækkanir. En samt fór svo í þetta sinn, að ég reiddist. Ekki er það af því, að mér þyki sopinn góður. Mér er sama, þótt þeir hækki brennivínið upp úr öllu valdi. Ég get verið án þess. Hins vegar reyki ég einn pakka á dag af sígarettum. Það er í raun- inni eini munaðurinn, sem ég veiti mér í lífinu, og mér þykir svo gott að reykja, að ég get ekki hugsað mér að hætta því, jafnvel þótt ég gæti það, sem ég er þó alls ekki viss um. Það er engan veginn auðvelt að hætta að reykja fyrir þá, sem hafa reykt í áratugi. Enda reikna for- ráðamenn þjóðarinnar alls ekki með því, að fólk taki upp á þeim fjanda að fara að hætta að reykja í stór- um stíl. Þá væri lítið gagn í hækkuninni og þá kæmi lítið í kassann hjá tóbaks- einkasölunni. Nei, tóbakið er hækkað, af því að þess- ir háu herrar vita, að það er keypt, hversu dýru verði sem það er selt. En finnst þér þetta réttlátt, kæri Póstur? Er hægt að níðast endalaust á þessum vesa- lings mönnum, sem eru orðnir þrælar tóbaksnautn- arinnar? Með þökk fyrir birting una. To-Baccus. Það er ekki til nema eitt ráð við þessu, þótt ekki sé það kannski árennilegt: nefnilega að hætta að reykja hvað sem það kost- ar; sýna þessum „háu herr- um“ hvar Davíð keypti öl- ið. Það kom út bók hér á dögunum, sem hét „Ilvern- ig á að hætta að reykja?" eða eitthvað í þá áttina. Þú skalt fá þér þessa bók og hefja baráttuna strax af l'ullum krafti. MEÐ EÐA MÓTI SÓL Kæri Póstur! Nú liggur mikið við. Ég er að rífast við gamlan, reyndan og eldkláran sjó- mann um það, hvort við förum með eða móti sól frá Ólafsvík til Reykjavík- ur, sem sagt frá vestri til suðurs. Ég segi, að við för- um móti sól, en hann seg- ir með sól. Mig langar til að biðja þig að skera úr þessu máli fyrir mig, því að þetta liggur mér þungt á hjarta og ég veit, að þú ert svo fær í öllu svona. Með þökk fyrir gott og fljótt svar. Ein reið. Að okkar dómi hefur þú rétt fyrir þér. Maður fer á móti sól, þ. e. a. s. sólar- ganginum, þegar ekið er frá Ólafsvík til Reykjavík- ur. Hins vegar gefur auga leið, að þú getur haft sól- ina í bakið á þessari leið á ákveðnum tíma dagsins. LEIÐINLEGIR FORELDRAR Kæra Vika! Þú hefur stundum hlaup- ið undir bagga og hjálpað fólki, sem á við persónu- leg vandamál að glíma. Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér ef þú getur í slíku tilfelli. Ég er 18 ára og er með strák, sem ekki er í frá- sögur færandi. Þegar við höfðum verið saman í nokkra mánuði, fannst mér tími til kominn, að ég kynnti hann fyrir foreldr- um mínum. Það hefði ég aldrei átt að gera, eða gat ég komizt hjá því? Það er skemmst frá því að segja, að stráknum mínum geðj- ast ekki að foreldrum mín- um. Honum finnst þeir vera leiðinlegir smáborgar- ar. Einu sinni sagði hann, að hann skildi ekkert í því, að foreldrar mínir gætu átt jafn fallega og skemmtilega stelpu og ég væri. Hann sagði þetta auðvitað í gríni, en öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Það er ekkert út á foreldra mína að setja, að minnsta kosti ekki að mín- um dómi. Þeir eru sóma- fólk, þótt þeir séu kannski svolítið rexgjarnir og gam- aldags, en hvaða foreldrar eru það ekki? Ég varð mjög undrandi og vonsvik- in, þegar ég fann inn á það, að stráknum mínum líkaði illa við pabba og 4 VTKAN 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.