Vikan - 19.12.1968, Síða 15
x~- "t
greifi hafði ákveðið að vinna gull og silfurnámur, yrði fullt af óþekkt-
um, ófyrirsjáanlegum erfiðleikum, eins og stígurinn, sem þau höfðu
fylgt nú, í svo marga daga.
lndiánakarlar og konur gengu á eftir henni og skildu eftir sig moskus-
þef í andrúmsloftinu. Þessi indíánahópur hafði slegizt í hóp með þeim
á bökkum Penobscotárinnar. Þetta var hluti af hinum litla ættflokki
Abenaki indiána, Metallakkar, sem eftir verzlunarferð til strandarinnar
voru nú á leið aftur til sinna venjulegu veiðistaða hjá Umbagog-vatni.
Indiánarnir höfðu beðið um vernd Peyracs greifa á ferðinni, því þeir
óttuðust að rekast á írokana, hin grimmu erfðafjanda þeirra, sem oft
herjuðu lendur þeirra á sumrin.
Monsieur Johnas, úrsmiðurinn frá La Rochelle, nam staðar frammi
fyrir Angelique og hélt í tauminn á hestinum sinum. Hann tók ofan
hattinn, þurrkaði vandlega af svitaleðrinu, svo strauk hann sér um
ennið og pússaði gleraugun.
— Drottinn minn! En sá bratti! Að hugsa sér að maður skuli þurfa
að fara tuttugu svona brekkur á dag.
— Ég vona konunni þinni finnist ekki það sama.
— Ég bað einn af mönnunum að hjálpa henni hérna upp. Það má
ekkert út af bera, að hún ekki steypist af baki og háisbrjóti sig í ein-
hverju gljúfrinu hér. Jæja, þarna koma þau!
Hin virðulega úrsmiðsfrú frá La Rochelle náði nú til þeirra. Ungi
Bretoninn Yann le Couliaennec, einn af mönnunum frá Gouldsboro,
teymdi hest hennar. Madame Johnas var kafrjóð, en glaðleg.
Til þessa höfðu hjónin tekið með stóiskri ró öllum þeim hættum, sem
voru samfara þeirri ákvörðun þeirra að fylgja greifanum og Madame
Johnas, sterk og fimlega vaxin kona á sextugsaldri, hafði sýnt mikla
þolni sem reiðkona.
— Þetta er töluvert öðruvísi en í búðarholunni heima í La Rochelle,
átti hún til að segja. Og svo hafði hún sagt Angelique að hún væri
bóndadóttir og hefði því að fullu og öllu alizt upp í sveitinni og vanizt
því lífi, sem þar er lifað.
— Hefurðu séð Cantor? spurði Angelique hana.
— Já, hann rétti Elviru hjálparhönd; hún komst ekki vel af með
hrossið. Vesalings barnið! Mér þætti gaman að vita hvað hefur komið
henni til að vilja fá að fylgjast með okkur með þessa tvo syni sina,
fremur en vera um kyrrt í Gouldsboro. Auðvitað veit ég að hún er
frænka okkar og við erum þau einu sem hún á að.
1 þessu kom Cantor upp úr gljúfrinu og Angelique fann til stolts,
þegar hún sá þetta þreklega ungmenni teyma undir ungu konunni og
sex ára gömlum syni hennar.
Elvira var hræðsluleg og sagði að það væri öllu fremur hávaðinn frá
fossunum, sem gerði hana hrædda. Nú gæti hún haldið áfram hjálpar-
laust. Hún þakkaði Cantor kurteislega fyrir hjálpina og spurði hvort
nokkur hefði séð eidri son hennar, Bartholomew, sem var átta ára.
Angelique flýtti sér að segja henni, að Bartholomew hefði haldið áfram
með Florimond, sem hafði tekið hann að sér og drengurinn vildi ekki
hvika frá hlið hans.
Hópurinn frá La Rochelle hélt áfram. Cantor starði á eftir þeim,
hristi höfuðið þegar þau fóru.
— Ef ég væri ekki, skil ég ekki hvernig þessi vesalings stúlka kæm-
ist áíram, sagði hann með samblandi af fyrirlitningu og vorkunn. Að
dragnast með konur og börn á ferðalagl eins og þessu, er hreinasta
brjálæði. Ég meina þig ekki, mamma, þú ert kona föður míns og það
er ekki nema eðlilegt að þú komir með. En þú verður að viðurkenna
að ferðalag á þessum slóðum er gersamlega frábrugðið dansi í sölum
Versala.
—■ Já Cantor, sannarlega, sagði Angeiique og bældi niður brosið
því drengnum var fyllsta alvara, — Og ég dáist að þreki þínu, þú berð
þunga byrði og þú ert fótgangandi, en við konurnar og börnin erum
ríðandi.
— Uss! Það er bara spurning hverju maður er vanur! Við erurn
engir aumingjar!
— Ertu samt ekki svolítið þreyttur í öllum þessum hæðilega hita?
Hann rétti úr sér og neitaði að finna til minnstu þreytu. Hún gat
sér þess til, að hann væri ekki einlægur við hana, því jafnvel sterkustu
mennirnir í hópnum kvörtuðu iðulega undan langri og erfiðri göngu
dagsins. Hún sá að hann var orðinn grennri og hann var með bauga
undir augunum. Þau voru eins lit og hennar augu.
Enn einu sinni lagði hún þá spumingu fyrir sig hversvegna Joffrey
ræki þau áfram af svona miklu ofurkappi. Var hann að prófa þau, var
hann að rey-na ,að komast að hvers hann mætti vænta frá hverju
einu þeirra? Var hann að reyna að sanna fyrir sjálfum sér, að kon-
urnar og börnin hindruðu i engu áætlanir hans? Hafði hann einhverja
ástæðu til að flýta sér svona að þessu takmarki, sem i huga Angelique
var enn óljóst og óvist?
— Hvað um þig, mamma? Hvernig líður þér? Gerir hryssan þér enn
erfitt fyrir? spurði Cantor og brosti með skrælnuðum vörum.
Hann var þegar orðinn karlmannlegur vexti, en undir lagi ryks og
svita voru kinnar hans enn bleikar og sléttar eins og barnsidnnar. Og
það voru þessar fersku, skegglausu kinnar, sem minntu Angelique á
litla kinnarjóða drenginn, sem hann hafði einu sinni verið, þegar hann
var að syngja fyrir drottninguna í Versölum og hana langaði að strjúka
yfir hrokkið hár hans, og brosa blíðlega við honum, draga hann bliðlega
að sér og þrýsta höfði hans að barmi sér, höfði drengsins hennar, sem
hún hafði að lokum fundið aftur og stóð nú frammi fyrir henni, lifandi,
fyrir kraftaverk.
En hún hélt aftur af sér. Hún vissi að unglingum er lítið um að
láta í ljósi tilfinningar sínar og eftir margra ára aðskilnað var Cantor
henni sem lokuð bók. Hún hugsaði með tilhlökkun til þess tíma, þegar
hópurinn næmi loks staðar undir varanlegu þaki, þegar þreytan, sem
hún fann núna hyrfi, og hún gæti stofnað til nánari kynna við fjöl-
skyldu sína, safnað henni umhverfis sig, eiginmanni sínum og sonunum
tveimur og kynnzt þeim betur í ró hversdagslífsins.
Ferðalagið skildi hana frá þeim, fannst henni. Hvert um sig varð
að heyja sína einkaorrustu með Það í huga, að ekkert þeirra mætti
draga úr ferðahraða hinna. Hún svaraði Cantori því til að allt gengi
vel að Wallis virtist nú vera orðin rórri og hlýðnari.
— Hún reyndi svei mér á þolrifin í þér, sagði Cantor áhyggjufullur.
Við Florimond sáum að Þessi meri var erfið og okkur varð ekki um
sel, þegar við sáum að þú hafðir tekið hana. Við vorum næstum vissir
um, að hún myndi kasta þér af sér ofan í eitthvert gljúfrið eða þér
myndi aldrei heppnast að koma henni í gegnum þennan erfiða leiðar-
kafla ....
— Og finnst ykkur ég hafa staðið mig illa?
— Nei, þú hefur staðið þig mjög vel, sagði Cantor föðurlega, eins
og til að dylja undrun sína.
— Þú ríður mjög vel, bætti hann við og lagði áherzlu á livert orð.
— Þakka þér kærlega fyrir, sagði hún. — Ég þurfti á þessari hug-
hreystingu að halda til að geta haldið áfram á sama hátt. Ég var að
því kominn að gefast upp i morgun. Það er svo heitt.
— Viltu vatnssopa að drekka? spurði hann umhyggjusamlega. — Ég
fyllti fiöskuna mína fyrir neðan fossinn og vatnið er ennþá kalt.
— Nei takk, en leyfðu mér að gefa Honorine svolítið.
— Það er óþarfi, hún er sofandi, sagði hann hraðmæltur og tók til
sín vatnsflöskuna, sem hann hafði rétt fram.
Framhald á bls. 30.
50. tbi. VIKAN 15