Vikan


Vikan - 19.12.1968, Side 17

Vikan - 19.12.1968, Side 17
lá þannig og lét árarnar standa upp í loftið eins og mjóar lappir á afvelta flugu, enginn lifandi maður mundi haga sér þessu líkt um borð í báti. Bartolin andvarpaði. Það var þá þess vegna, að hann hafði rekið svo langa leið án þess nokkur slægi eign sinni á hann. I rauninni var hann ekki mannlaus. Utan af fljótinu barst langdregið og ógreini- legt ýlfur. Bartolin hörfaði frá hlöðuopinu. Hvað var þetta? Hárin risu á hnakkaspiki hans, aldrei hafði hann heyrt eins undarleg hljóð — og það um há- bjartan dag — í glaða sólskini. Engin mannleg vera gat gefið þau frá sér. En það leit ekki heldur út fyrir, að þau kæmu frá neinni skepnu. Osjálfrátt beindi Bartolin göddunum á hey- kvíslinni í átt að bátnum úti á fljótinu um leið og hann hörfaði lengra inn í rykmökkinn á loft- inu, það sem framhjá bar, skyldi að minnsta kosti ekki koma auga á hann. Það minnti hann á úlfa. En þegar báturinn nálgaðist enn þótti honum samt einna líkast því, að hann heyrði f flautu. Ekki að það yrði skemmtilegra fyrir þá sök, því að hann hafði aldrei heyrt neinn leika þessu líkt, og nú var hann þó ekki lengur í vafa um, að það voru fætur, sem teygðu sig upp fyrir borðstokkinn, hann gat greint tærnar — sá í fót- leggina líka, sem virtust ótrúlega grannir í skærri birtunni. Það var ekki um annað að velja eri bíða þess að þetta úti á fljótinu ræki framhjá, ekki þorði hann að snúa við því baki, og það var óhugs- andi að halda áfram vinnunni á meðan það var þarna. Bartolin vonaði, að bátinn ræki sem fyrst framhjá hesthúsi hans. En það var ekki því að heilsa. Beint á móts við þar sem hann stóð, hætti sá dauði að blístra og ýlfra og settist upp, greip til áranna eins og ekkert væri og tók að róa í land. Þarna rétt undan hesthúsinu hans. Bartolin mundaði að honum heykvíslina æstur í skapi. Svo stanzaði hann. Þetta var aðeins drengur. — Einhver af strákunum úr bænum, auðvitað, hugs- aði hann gramur, aldrei fékk hann að vera í friði fyrir þessum skríl, en hann skyldi jafna um þá, því hét hann. Drengurinn í bátnum reri svo kæruleysislega I land, að það espaði hrossakaupmanninn. Hon- um kom ekki einu sinni til hugar að líta um öxl til að athuga, hvar hann lenti. Bartolin hélt kyrru fyrir uppi á loftinu þangað til stefnið skarkaði á mölinni við bakkann, svo flýtti hann sér niður til hestanna. Drengirnir úr bænum höfðu stundum mikla ánægju af að stríða honum, og hann vissi, að hann mátti við öllu búast. Þess vegna tók hann sér stöðu við einn af hinum litlu, hálfhringlaga gluggum, þessum hvolpi skyldi að minnsta kosti ekki takast að koma honum að óvörum. En ef hann hafði átt von á því, að drengur- inn færi að laumast upp að húsinu, þá skjátlað- ist honum. Þessi piltur þarna gerði ekki neina tilraun til að fara í felur, og hann var sannarlega ekki heldur neitt að flýta sér. Hægum skrefum og með lafandi armana kom hann labbandi upp bakkann og svipaðist um eilítið forvitnislega. Bartolin virti hann fyrir sér án velþóknunar, og drengurinn hlammaði sér niður á stein og fór að horfa á folana á eyrardraginu milli bakk- ans og fljótsins. Hesthúsið sjálft áleit hann ber- sýnilega lokað og ekki þorandi að koma þar nærri. Bátinn hafði hann dregið upp undir bakk- ann, svo að hann sást ekki. Bartolin beið. Það var sjálfsagt af ásettu ráði, að þessi strák- ur kom svo heimskulega fyrir, það var ekki eðli- legt að drengir á hans aldri höguðu sér eins og þeir væru gamalmenni. En hann hlaut að hafast 50. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.