Vikan - 19.12.1968, Side 18
SILAS
og hesturinn
hans
eitthvað að. Bartolin stóð reiðubúinn við glugg-
ann.
En úti fyrir gerðist ekki neitt.
Drengurinn sat á sínum steini og starði á fol-
ana, og hrossakaupmaðurinn tók að gerast óþol-
inmóður.
Hvers vegna sat hann þarna?
Hvað átti það að þýða að látast vera að horfa
á hestana? Bartolin hafði aldrei komizt í annað
eins, og hann var viss um, að þar byggi eitt-
hvað undir.
Og þarna varð hann að standa og eyða dýr-
mætum tíma sínum til einskis vegna þessa stráks,
sem bara sat þarna og lézt vera sakleysið sjálft.
Reiðin tók að krauma í honum innst inni yfir
slíku óréttlæti, og þegar hann fékk ekki lengur
við sig ráðið, hratt hann hesthússhurðinni frá
stöfum með braki og brestum. En ekki varð það
til þess, að drengurinn tæki til fótanna eins og
hann hafði vonað, og það tók út yfir allan þjófa-
bálk — þeir voru því vanastir að grípa sprettinn
um leið og þeir urðu hans varir, enda vissu þeir
það vel, að hann var þeim ekki mjúkhentur, sem
hann náði tökum á.
En þessi þokkapiltur þarna á steininum lét sér
lítið bregða. Hann hreyfði höfuðið nákvæmlega
eins og með þurfti til þess að hann gæti litið
sem snöggvast til mannsins í dyrunum, svo sat
hann aftur eins og hann hefði hvorki sjón né
heyrn.
Það var meira en Bartolin þoldi. í öllu sínu
veldi skálmaði hann yfir að steininum og starði
nístandi augnaráði í bakið á drengnum, sem sat
hinn rólegasti eins fyrir það. Og þetta var ekki
einu sinni stór og gerðarlegur drengur — nei,
þetta var mesti væskill og með hár eins og
stelpa. Þurfti að klippa hann eins og hvern ann-
an sauð, en sá skyldi fá að liðka sig, maður lif-
andi.
Bartolin tók tvö löng skref og greip óþyrmi-
lega ( hnakkadrambið á honum,
Hvað ert þú að vilja hér?
Drengurinn gerði hvorki að veita viðnám né
reyna að losa sig, hann leit einungis með erfiðis-
munum upp á manninn, og það var eins og
augnatillitið kæmi langt að.
Ekkert, svaraði hann rólega.
Ekki það, þrumaði Bartolin. Heldurðu, að ég
kannist ekki við ykkur?
Ég er svangur, sagði drengurinn.
Hvað kemur mér það við?
En það var eitthvað í fasi piltsins, sem gerði
Bartolin hikandi, það var langt síðan hann hafði
hitt fyrir dreng, sem ekki var hræddur við hann
— og það þar að auki slíkur rindill.
Svangur, sagði hann og sleppti takinu, svo að
drengurinn hlammaðist aftur niður á steininn.
Já.
Þetta var ekki strákur úr bænum. Það var eitt-
hvað framandlegt bæði við andlit hans og hvern-
ig hann hneigði orðin — og svo þetta hár. Barto-
lin hafði aldrei séð dreng með þvílíkt hár, það
var eins og þykk, svört hetta niður fyrir eyrun.
Ég hef ekki bragðað neitt síðan ( fyrradag.
Rödd drengsins kom langt að eins og augna-
tillitið.
Kemur mér það kannski við? Hefur þér dottið
í hug, að þú fáir eitthvað hjá mér?
Já, sagði drengurinn án þess að brosa.
Þvílik frekja, hugsaði Bartolin og klóraði sér
gremjulega í kollinum. Samt var hann á báðum
áttum, í rauninni var drengurinn þesslegur að
hann hefði ekki fengið mat i marga daga.
Það mætti halda, að maður væri skyldugur að
gefa annarra krökkum að éta hvenær sem þau
hafa ekki í sig, urraði hann.
Maður getur ekki lifað til lengdar á tómu
vatni, sagði drengurinn.
Það var eins og eitthvað gengi úr skorðum
innra með hrossakaupmanninum, eitthvað léti
undan. Fyrir bragðið varð hann hranalegur i
röddinni.
Komdu þá með mér, skipaði hann.
Ekki mátti það henda, að drengurinn blátt
áfram legðist út af og sálaðist undir húsvegg
hans, sagði hann afsakandi við sjálfan sig. Það
gat kallað yfir mann alls konar óþægindi og
vandræði.
Drengurinn stóð upp reikandi á fótunum.
Bartolin gaut til hans augunum og flýtti sér á
undan honum inn í hesthúsið og inn að þeim
gaflinum, sem fjær var, þar sem hann hafði gert
sér herbergi.
Drengurinn elti hann dálítið hissa framhjá
langri röð af hestum, þegar hann kom inn í
herbergisdyrnar nam hann fyrst staðar og leit
undrandi í kringum sig innan hvitkalkaðra veggj-
anna, þar sem ekki gat að líta nein húsgögn, en
þó mátti greinilega sjá, að það var mannabú-
staður. Gólfið var þakið þykku hálmlagi veggja
á milli, það var allt og sumt.
Stígvél og tréskór lágu á víð og dreif f hálm-
inum ásamt ýmsu öðru, og á veggjum héngu
aktygi og þykk yfirhöfn. Hann leit seinlega í
kringum sig og andaði að sér þeim ramma þef
af leðri og gömlu tóbaki og rökum ullarfatnaði,
sem sezt hafði að innan hvítra veggjanna.
Komdu þér nú inn fyrir, bauð Bartolin óþolin-
móður. Það má vel vera, að þetta sé ólíkt því,
sem þú átt að venjast, en þú verður að sætta þig
við það.
Augu drengsins höfðu staðnæmzt við trékassa
úti við einn vegginn. Þar lá brauð og pylsur í
hrúgu, og það var ekki að sjá, að þar væri yfir-
leitt tekið af borðum.
Þú býrð vel hérna, sagði hann alvarlegur.
Bartolin sneri sér að honum og glápti gremju-
lega á hann.
Hvað áttu við?
Mér finnst viðkunnanlegt hér inni, sagði
drengurinn.
Veiztu ekki, að það eiga að vera húsgögn?
18 VIKAN 50-tbl-