Vikan - 19.12.1968, Page 30
OPAL 30 denier GOLDSTRIPE sokkarnir fara
sigurför um landiS, vegna frábærra gæða.
OPAL sokkarnir eru framleiddir af stærstu
sokkaverksmiðju Vestur-Þýzkalands, úr fyrsta
flokks perlonþræði.
Berið saman verð og gæði QPAL sokkanna við
aðra sokka, og þér munuð sannfærast um, að
OPAL sokkarnir eru beztu fáanlegu sokkarnir
á markaðnum.
OPAL sokkarnir eru framleiddir í tízkulitun-
om: Jasmin, Inka og Roma.
OPAL sokkarnir eru fáanlegir í 20, 30 og 60
cSenier.
OPAL - OPAL - OPAL - OPAL - OPAL - OPAL
Einka.rr.bcSsmsnn fyiir OPAL Textilwerke G.m.h. Ilorstma:/Westfalen.
Kr*. Þorvaldsson & Co. heiBcflvePzlun, Grettisgötu 6 - símar: 24730,24478,23105
Framhald af bls. 15.
Hann rak tappann í hana og festi hana aftur við beltið.
— Ég ætla að haida áfram. Þegar við erum komin i gegnum þessa
skógarspildu, þurfum við að fara gegnum annað klettabelti og ég verð
að hjálpa vesalings Madame Elvire, sagði hann og hélt áfram.
Angelique beindi hryssunni aftur inn á stíginn. Hún horfði á Cantor
og henni fannst hann glæsilegur; hann var hugulsamur og góður við
hana og hún myndi ekki eiga í neinum erfiðleikum með að vinna trún-
aðartraust hans aftur, en hún hafði fundið það nú um nokkra hríð að
hann bar kala til Honorine.
Hún andvarpaði og drúpti ofuriítiö höfði.
Myndi hún nokkru sinni hafa hugrekki til að tala við syni sina um
Honorine? Hvað átti hún að segja þeim? Það var fullkomlega skiijan-
legt, að drengirnir væru hugsi, út af þessari hálfsyslur, sem móðirin
hafði fært þeim frá gamla heiminum!
Hver af elskhugum móður þeirra var faðir hennar? Því hlutu þeir
að hafa velt fyrir sér. Hver höfðu innri viðbrögð þeirra verið við þessum
óvæntu og óþægilegu fréttum? Hvaða álit höfðu þeir á föður sínum, sem
hafði fyrirgefið henni og boðið barnið velkomið?
Honorine var holdtekja alls þess sem þeir óskuðu að gleyma, hinni
grimmu fortíð með aðskilnaði sínum og óhjákvæmilegri ótryggð ....
— Hefði ég átt að skilja hana eftir i Gouldsboro? spurði Angelique
sjálfa sig. — Abigail hefði litið eftir henni með ást og umhyggju. Nei,
ég hefði aldrei getað það! Ég veit að þú hefðir dáið ef þú hefðir verið
skilin l'rá mér vesalings litla óskilgetna barnið mitt, sagði hún við sjálfa
sig, leit um öx! á litla, hnöttótta kollinn, sem hallaði sér upp að henni
30 VIKAN 50- tbI-
svo fullur trúnaðartrausts. — Og hefði ég nokkru sinni getað gleymt
þér, hefði ég nokkru sinni getað lifað hamingjusöm eftir að varpa þér
út úr lífi mínu? Vesalings litla örlagabarn, sem kastað var út í heim-
inn með slíku ofbeldi og ósköpum.
Nei, það gæti ég aldrei gert. Hversvegna hafði Honorine einmitt
þtnnan morgun krafizt þess að snúa aftur til móður sinnar? Var það
táknrænt? Hvenær sem barninu var órótt einhverra hluta vegna, leit-
aði það alltaf til Angelique
Fram til þessa hafði hún verið félagslynd og mjög gl'jð í ferðinni.
Ilverskonar hættu kynnu þau að standa andspænis i dag, sem kom
Honorine til að leita sér verndar? Voru einhver vandræði framundan?
Kæmi þrumuveður? Fellibylur? Myndu þau rekast á Iroka?
Það sem af var ferðinni höfðu Indíánarnir, bæði vinir og óvinir verið
næstum ósýnilegir. Perrot og Maupertuis höfðu sagt að ættflokkarnir
hefðu farið til strandarinnar að selja loðfeldina sína og skipin lægju
þar fyrir festum, bíðandi eftir þeim, hlaðin af koniaki, jlrnvöru og
perlum. Ferðalangarnír höfðu farið framhjá viðlegurjóðrum, fullum af
pilviði og hunangsgulum graskersblómum, með bikarlaga blöðum, sem
héldu morgundögginni.
Þetta voru síðustu ábendingarnar á einhverskonar mannaferðir, en
þær hurfu smám saman eftir því sem skógurinn varð þéttari. Hinir
fjölmörgu Abenaki ættbálkar, hin upprunaíega, innfædda ættkvísl i
Maine, hafði flökkueðli í blóðinu.
1 upphafi ferðarínnar höfðu þau að visu rekizt á þennan hóp Meta-
lakka, sem slóst í íylgd með þeim.
— En burtséð frá þeim höfðu þau ekki rekizt á neina aðra, hvorki
Iroka né Abenaka. Og þessi mannafjarvist, sem um langan tíma hafði
virzt vottur um öryggi, var nú farin að leggjast þungt á þau.
Til hægri komu fjöllin aftur í ljós, handan við breiða landsspildu,
eydda af eldi. Angelique starði vongóð til fjallanna, því hún vissi að við
rætur Appalachiansfjalla var útvörður Katarunk, sem de Peyrac átti,
og þau stefndu þangað. í Katarunk áttu þau að vera um veturinn, en
um vorið var fyrirhugað að halda til námanna, sem lágu lengra inn í
landinu. Hryssan hélt áfram yfir sóti þakta sléttuna, sterkur þefur af
brenndum viði og viðarkvoðu grúfði i loftinu eins og reykelsiseimur.
I ofsaþurrkum síðsumarsins brutust eldarnir auðveldlega út. Það
þurfti ekki nema einn neista til að tendra risastórt, öskrandi bál, sem
gereyddi skóginum með ósegjanlegri græðgi, risavaxins dreka og undan
eldtungunum hlupu ofsahrædd dýrin og eldurinn nam ekki staðar, fyrr
en hann rakst á klettavegg eða fljót. Löngu eftir að eldurinn var kuln-
aður lá brunalyktin í loftinu og barst hægt út um nærliggjandi skóga.
Það var bersýnilegt að hér hafði eldurinn nýlega geysað, því hest-
arnir þyrluðu upp volgri ösku með fótunum. Sviðnar greinar skildu eftir
svört strik á öllu, sem rakst á þær og trjástofnarnir, sem eftir stóðu
voru útkulnaðir og dauðir. Milli lauflausra og nakinna greina þeirra
glitraði á fjölmörg stöðuvötn á sléttunni. Þau komu að einu þessu vatni
og sáu að eldurinn hafði geysað alveg ofan að vatnsborðinu og þar var
ekki eitt einasta strá handa hestunum að grípa í sig.
Þau héldu áfram meðfram vatninu gegnum öskuna, þar til þau komu