Vikan


Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 45

Vikan - 19.12.1968, Qupperneq 45
Ameríku, koma sér burt, svo auðveldara væri að gleyma Fleur og ástinni til hennar. — Þú ættir að láta Francis heimsækja vini þína í London, þá ' gæti hann skrifað og sagt þér hvernig þeim liði. Jon hristi höfuðið. —• Raunverulegir vinir mínir eru hér. Og allt í einu, án þess hann gæti gert sér grein fyrir því hvernig það skeði, lá Anne í faðmi hans. Hann þrýsti henni blíðlega að sér og lagði kinnina við mjúkt hár hennar. — Hér hef ég þig, Anne, segðu að þú viljir verða mín. . . . Framhald í næsta blaði. Rómverskur hermaður Framhald af bls. 13. Að svo mæltu hvarf hann í myrkrið. Maríus sat einn eftir við bálið og velti fyrir sér, hvað hann ætti að taka til bragðs. Hann fýsti í fjör og líf og félags- skap drykkjubræðra sinna. Á hinn bóginn fannst honum það skylda hans að bíða, þar til vin- ur hans kæmi aftur. Að lokum ákvað hann að hugga sig í ein- verunni við vínkútinn sinn, á meðan vinur hans gekk í gegn- um þorpið og tók stefnu í átt að ánni Jórdan. Þorpið var fullt af ókunnu fólkinu, sem varð á vegi hans. En komið til að greiða skatt og láta skrásetja sig. Það var enn líf og fiör á markaðstorginu. Þar var vin, krydd og döðlur á boðstól- um. Hvarvetna var hávaði og skarkali, ys og þys. Hann sinnti ekki hið minnsta fólkinu, sem varð á vegi hans. En það sá hann og vék úr vegi fyr- ir honum. Hann var rómverskur hermaður og ekki sömu trúar og það. Það vildi bersýnilega eiga sem minnst samskipti við hann. Hann strunzaði áfram, án þess að líta til hægri eða vinstri; framhjá dökkeygum stúlkum með skýluklúta um höfuð sér; sterklegum karlmönnum, sem virtust geta myrt hann með augnaráðinu einu saman og öld- ungum, sem tautuðu í sífellu kvöldbænir sínar. Flann heyrði ekki einu sinni hróp krypplings- ins, sem sárbað hann um ölmusu, né virti viðlits konu, sem nugg- aði sér upp við kirtil hans, sagði að hann væri íallegur og mændi á hann ástaraugum. Allt var þetta svo fjarlægt huga hans á þessari stundu. Hann gekk svo hranalega framhjá konunni, að hann hafði næstum hrint henni um koll. HEI, SXGGA, t>AÐ EH EKKI SVONA HEITT OTJNA: V________________________Z Smeðjuleg rödd hennar skipti um hljóm á samri stundu. Hún formælti honum á sinni eigin tungu. Það gat hann heyrt, þótt hann skildi ekki orðin. Hann stanzaði andartak og leit í átt- ina til hennar. Hann hafði aldrei lært hebresku, utan eitt og eitt stakt orð. En hann sá, að hún var enn aðeins barn að aldri, og honum rann það til rifja. Hann var að því kominn að ganga til hennar og segja: Þetta er ekkert líf fyrir þig. Þú eyðileggur sjálfa þig. Farðu heim og vertu sið prúð stúlka. En allt. þetta gat hann ekki sagt, og ef til vill hefði hann heldur ekki gert það, þótt hann hefði kunnað móðurmál hennar. Iiann lét sér nægia að fleygja til hennar einum skild- ingi. Ifún tók hann ekki strax upp, heldur starði á eftir þessum ókunna hermanni. Hann sá þó, að um leið og hanp bjó sig und- ir að halda förinni áfram, beygði hún sig niður og greip periinginn áfjáðum höndum. Þetta fólk var fátækt og átti við skort að búa. En það unni börnunum sínum og sinnti þeim eins vel og kostur var á. Eftir lanea þögn kom hann loks á opna svæðið handan við þorp- ið. Hann var einn. Hér var enga sálu að sjá og ekkert hús, utan óhrjálegt gistihús langt í burtu. Hann hallaði sér upp að eikar- tré og starði til himins. Stjarn- an skæra blikaði enn í austri. Hann rak ckki minni til að hafa nokkru sinni fyrr séð stjörnu, sem virtist jafn stór og svo nærri. Skin hennar var svo sterkt, að hann fékk ofbirtu í augun. Hann gat ekki horft í hana lengur. Hann blygðaðist sín og huldi andlitið í höndum sér. Aðeins guðirnir vissu, hvað Marcus Juli- us hiá lífverði keisarans mundi segja, ef hann sæi til hans á þessari stundu. En sem betur fer varð enginn vitni að auðmýkt hans og vesaldómi. O, Júpiter! Hvernig gátu minningarnar um lítið barn, sem lifði aðeins skamma hríð, verið svo sársauka- fullar? Hann gaf hugsunum sín- um lausan tauminn. Þær flugu inn í hið stóra og dimma völ- undarhús minninganna, sem hann hafði forðazt eins og heit- an eld þar til nú. f hverju nýju herbergi, í hverju skúmaskoti sá hann eitthvað nýtt, sem jók hugarangur hans og sálarkvöl. Hér var okkur ætlaS auglýsingarými en við þurfum ekki að auglýsa. Þjónusfa okkar er þegar landskunn. fröst, íngólfsstræti 8, Reykjavík. Sími 10 2 40 MUNiÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ÖRA VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. Símar: 41995 - 41996 V____________________________________/ 5°. tbi. vikAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.