Vikan


Vikan - 19.12.1968, Page 47

Vikan - 19.12.1968, Page 47
„Þetta er sveinbarn,“ sagði Antonius við foreldrana, — eins og hver maður sæi það ekki. En honum fannst mikilvægt að segja þetta og það virtist líka gleðja foreldrana. Það var eins og þeir skynjuðu sorg hans og vissu, að hið nýfædda barn veitti honum huggun og styrk. Antonius dvaldi lengi við jötu barnsins. Hann gat ekki fengið af sér að fara strax. Hann tók að gæla við barnið. Hann gleymdi því, að hegðun hans hlaut að vera hlægileg í augum fullorð- ins fólks. Allt í einu stakk hann hend- inni í vasa sinn og tók upp Dav- íðsstjörnuna. Hann hélt í keðj- una, svo að foreldrarnir gætu séð hvað þetta væri. Unga kon- an færði sig til í hálminum og sagði eitthvað við mann sinn. En Antonius veitti því enga eftirtekt. Hann var gagntekinn annarlegri gleði og sælutilfinningu. „Þetta er gjöf til þín,“ sagði hann blíðlega við barnið. „Þú hefur kannski haldið, að ég kæmi ekki með neitt. Hélztu ég kæmi tómhentur og hefði gleymt að kaupa gjöf handa þér! En þar skjátlast þér. Hérna er hún! Þeg- ar þú ert orðinn fullorðinn, get- urðu sagt vinum þínum, að róm- verskur hermaður hafi eitt sinn gefið þér Davíðsstjörnu.“ Hann lagði stjörnuna á brjóst barnsins. Það var engu líkara en litlir fingur þess héldu um keðj- una og Antonius gat svarið fyr- ir, að augu barnsins lýstu í senn skilningi og samúð. Antonius varð svo glaður, að hann hló upphátt og veifaði til foreldranna til þess að þeir gætu séð, hvað hefði gerzt. „Hann kann að meta hana,“ sagði hann. „Hann veit, að þetta er tákn ykkar Gyðinganna, Davíðsstjarnan. Hann veit, að hann er lítill konungur.“ Hann leitaði árangurslaust í huganum að einhverjum hebresk- um orðum, sem þau gætu skil- ið. Allt 1 einu mundi hann eftir einu orði, sem Gyðingar notuðu við ýmis hátíðleg tækifæri, svo sem afmæli, brúðkaup og þess háttar. Það var fyrsta hebreska orðið, sem hann hafði lært. „Mazeltov," sagði hann. „Við segjum til hamingju,“ útskýrði hann, „en þið segið Mazeltov.“ Hann endurtók þetta aftur og aftur. Stúlkan hló, en maðurinn starði á hann, rétt eins og hann áliti, að þessi rómverski hermað- ur væri ekki með réttu ráði. Hann gekk aftur á bak í átt- ina að dyrunum. Hann virti ekki foreldrana viðlits lengur. Augu hans véku ekki frá rólegu augna- ráði hins nýfædda barns. Hann fann ekki lengur til þreytu og hungurs. Kraftur og hugrekki streymdi aftur um æðar hans. Þegar hann var kominn út, horfði hann til himins, — á hina skæru Framhald á bls. 50. Öruggarl en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurina er ekki hœgt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin aö tæma véiina. «L RAí’HA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun úvallt skila yöur full- komnum þvotti ef þér aðeins gætiö þess að nota rétt þvottakerfi,' þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæöu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur vðar. Þvottakerfin cru: 1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°. 3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°. 4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°. 5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottui 40' Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu. RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. HtfflB EB MBKIN HflNS NÓfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Jón og Kolbrún, Hólmgarðl 54, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmlll Örkin er á bls. ____________/ 50. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.