Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 13
Konurnar tvær í lífi hans vissu ekki hve nálægt þær voru því að hitta “ hvor aðra. En hann vildi ekki blanda saman hinni nýju hamingju, sem var honum svo mikils virði, og hinni gömlu, sem hafði orðið honum til |svo mikils hugarangurs........... m 'j Hvert ertu að fara. Ertu að bíða eftir einhverjum, eða ertu sjálf að fara eitthvað? — Ég er að fara til Nizza eftir hálftíma. En þú? — Ég er að fara til Róm, kortéri síðar. Svo varð stutt þögn. — Ertu að fara til mannsins þíns? spurði hann svo. — Nei, sagði hún. — Ég ætla að hitta nokkra góða vini. Býr þú ennþá í Róm? — Já, sagði hann. — Ég hefi búið þar í tvö ár. — Þú ert kvæntur, sé ég. Áttu nokkur börn? — Nei, ekki ennþá. En þú? — Nei, sagði hún og brosti þessu töfrandi brosi, sem hann mundi svo allt of vel. — Það er líklega heppilegast, ég er ekki beint mömmuleg... en segðu mér eitthvað frá sjálfum þér? Laukstu við námið? — Já, sem betur fór. Það gekk nú fyrir öllu öðru, eins og þú mannst líklega? — Já, sagði hún og andvarpaði. — En þú vissir líka nákvæmlega hvað þú vildir fá út úr lífinu. Er það ekki rétt, Marianne? Framhald á bls. 36. e.tbi. yiKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.