Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 30
AD MERKJfl MED STAFNDM Nú eru fangamörkin í tízku. Það fer eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Norðurevrópu, að sauma út stafina sína — eða bara einn staf — - í alla mögulega hluti, flíkur, púða, töskur, dúka — og hvað, sem viðkomandi dettur í hug. Þetta er oft og tíðum upplífgandi og laglegt, iðulega valdir í þetta slcærir litir og skreytingar stafanna eru margvíslegar. Nú er hins vegar ekki í tízku að sauma út stafi, sem eru svo flókin listaverk í siálfu sér, að ærna fyrirhöfn þurfi til að sjá, hvaða stafi útsaumurinn eigi að tákna. Stafirnir eru mjög ein- faldir prentstafir, en skreyttir með margslungnu blómavafi, og kemur þar fram blómadýrkun vorra daga, „flower-power“. Trú- lega munu hannyrðaverzlanir hér hafa uppdrætti af slíkum stöf- um með tilheyrandi skreytingum á boðstólum, en annars er alltaf skemmtilegast að nota hugmyndaflugið og láta gamminn geysa. Við ráðleggjum ykkur: Reynið eftir föngum að skapa ykkar eig- in mynstur og vera frjálsleg í meðferð forms og lita. ☆ Samkvæmisveski úr silfurofnum þræði, skreytt með upphafsstaf ur gulli og fíngerðu garni. Langir treflar þykja fínir nú til dags og fínastir, séu þeir úr þunnu, mjúku efni og saumaðir í þá staíir í skærum litum. Venjuleg, hvít blússa verður að skartflík, þegar í liana heíur verið saum- aður upphaísstafur eigandans. L-ið hér á myndinni er hárautt, blómin heiðgul og blómavafningarnir fagurgrænir. 30 VIIvAN 6- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.