Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 16
Leynífarþegínn mtnn EFTIR JOSEPH CONRAD TEIKNING BALTASAR „Bryti,“ hrópaði ég. Ég var svo skelkaður að ég hafði ekki vald á röddinni, og gat því ekki leynt þessu. En það hlýtur að hafa verið meira en lítið, sem á því bar, því skeggjúðinn minn fór að klappa á ennið á sér með vísi- fingri. Ég sá hann gera þetta sama einu sinni þegar hann var uppi á þilfari í innilegri sam- ræðu við trésmiðinn. Ég heyrði ekki eitt orð, en þóttist viss um að þeir væru að tala saman um þennan skrýtna skipstjóra sinn, sem var þá nýkominn. ,,Já, herra,“ sagði þessi fölleiti maður (fölari en hann átti að sér), og kom til mín með skyldri undirgefni. Öll þessi framkoma við hann: köll og hróp, að hafa verið rekinn fyrirvaralaust út úr klefanum mínum, kallað á sig þangað inn jafn fyrirvaralaust, sendur í óskiljanlegum erinda- gerðum í ofboði þaðan sem hann var í búrinu,, hafði hjálpazt að, um að gera hann svona eymdar- legan og vandræðalegan, eins og hann var núna. „Hvert eruð þér að fara með yfirhöfnina mína?“ „Inn í herbergið yðar, herra.“ „Ætlar þá að fara að rigna?“ „Það veit ég ekki fyrir víst, herra. ditti ég að fara upp og gá að því, herra? „Nei, þess gerist ekki þörf.“ Mér hafði tekizt það sem mest reið á: tvífarinn minn þarna inni hlýtur að hafa heyrt hvert orð, sem okkur fór á milli. Stýri- mennirnir tveir litu upp, hvor af sínum diski, en varirnar á þess- um unga manni, sem ekki virtist vita neitt, hvaðan á hann stóð veðrið, skulfu dálítið. Ég bjóst við að brytinn myndi hengja úlpuna mína á krókinn og koma svo. En ósköp var hann lengi að þessu, og ég varð að stilla mig að kalla ekki á hann. En hvað heyri ég þá rétt í því: hann er að opna dyrnar að bað- herberginu. Nú var í óefni kom- ið! Þarna var alls enginn felu- staður. Mér kólnaði, ég stirðn- aði upp. Ég kom engu orði upp. Ég bjóst við að heyra undrunar- og skelfingaróp, og ætlaði að bæra eitthvað á mér, en var eins og negldur niður. Allt var hljótt. 16 VIKAN 6-tbl- Hafði þá tvífari minn tekið bryt- ann kverkataki? Ég veit ekki hvað ég hefði gert í næstu and- rá, ef brytinn hefði ekki komið fram, lokað dyrunum, og stað- næmzt svo við borðið eins og ekkert væri um að vera. „Er hann þá hólpinn?" hugs- aði ég. „Nei, nei! Hann er horf- inn. Týndur! Hann gat ekki hafa verið þarna inni!“ Ég sleppti hníf og gaffli og hallaði mér aftur á bak í sætinu. Ég var ringlaður. Þegar ég var búinn að jafna mig svo að ég treysti mér til að tala án þess röddin skylfi, bað ég fyrsta stýri- mann að stýra skipinu í aðra átt klukkan átta, án þess að fá frekari fyrirmæli frá mér. „Ég kem ekki upp,“ sagði ég. „Ég held ég fari að hátta, og ég bið ykkur að trufla mig ekki fyrir miðnætti, ég er hálfþreytt- ur.“ „Þér lituð þolanlega út fyrir stuttri stund,“ sagði fyrsti stýri- maður án þess að láta svo sem nokkra undrun í ljós. Svo fóru þeir báðir, og ég horfði á brytann hvar hann bar af borðinu. Af andlitssvip hans, manngarmsins, var ekki neitt að ráða. Hvað kom þá til að hann forðaðist að líta á mig? spurði ég sjálfan mig. Þá datt mér allt í einu í hug að vert væri að fá að heyra hann tala. „Bryti!“ „Herra,“ sagði hann, og hrökk ekki minna við en hann var van- ur. „Hvar hengduð þér frakkann minn?“ „í baðherberginu, herra.“ Og svo kom þetta með sömu áhyggjublendninni og venja var til: „Hann var ekki orðinn þurr, herra.“ Ég lagði það á mig að sitja svolitla stund enn í borðstofunni okkar. Var þá tvífari minn horf- inn jafn óvænt og hann kom? En komu hans mátti vel skýra, hitt var óskiljanlegt, að hann væri farinn.... Ég gekk hægt og seinlega inn í herbergið mitt, sem orðið var dimmt í, lokaði dyrunum, kveikti á lampanum, og þorði svo ekki að líta kring- um mig fyrst. En þegar ég loks- ins gerði það, sá ég hvar hann stóð teinréttur í skotinu. Það væri of mikið að segja að ég hefði orðið veikur, en fyrst hélt ég víst helzt að ég sæi draug. Getur það verið, hugsaði ég, að enginn sjái hann nema ég? Þetta var líkast því að verða fyrir göldrum. Hann bærðist varla, en lyfti þó báðum höndum móti mér og ég þóttist vel skilja hvað sú bending ætti að merkja: „Drottinn minn dýri, nú slapp ég nauðuglega!" Já, nauðuglegt var það. Ég held að ég hafi ver- ið kominn eins nærri því að brjálast og unnt er, án þess að fara yfir takmörkin. Bending hans bjargaði mér svo að segja. Fyrsti stýrimaður, sá með skeggið, var nú að snúa skipinu í aðra stefnu. í þögninni, sem ávallt verður eftir að stýrissveif er snúið, heyrðist rödd hans, hvell og skipandi: „Hart á hlé- borða!“, og svo heyrðist í fjarska hvar fyrirskipunin var endurtek- in miðskipa. Seglin blöktu að- eins lítillega í léttum andvaran- um. Skipið færðist hægt til, og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.