Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 48
óþolandi. Færðumst við ekki neitt til? Þegar ég opnaði augun brá mér svo, að hjartað tók ákaft viðbragð. Syðri gnýpan á Koh- ring, kolsvört í myrkrinu, virt- ist þess albúin að steypast yfir skipið, og hvergi á þessu há- fjalli sortans glytti í neina lýsu, ckki varð greint garg sjófugla, né neitt annað hljóð. Það færð- ist nær eins og óumflýjanleg ör- lög, sýndist samt vera svo nærri, að ekki þyrfti annað cn að rétta út hönd, til þess að hægt væri að snerta það. Ég sá hvar menn mínir, sem stóðu á verði, þyrpt- ust saman miðskipa, og horfðu á þessa ógn og skelfing rísa á móti sér. „Ætlið þér að halda sömu stefnu áfram, herra?“ spurði maður, sem stóð við hliðina á mér, með óstyrkri rödd. Ég lét sem ég heyrði ekki til hans. Ég hafði öðru að sinna. „Látið skipið halda fullri ferð, og í sömu stefnu. Það dugir ekki að breyta um, enn sem komið er,“ sagði ég með þunga, sem ekki leyfði nein mótmæli. „Ég sé ekki vel seglin,“ sagði maðurinn við stýrið, með ann- arlegri, gneggjandi rödd. Var skipið nú komið nógu nærri landi? Víst var það kom- ið — ekki inn í skuggann af landinu, nei, þetta var ekki skuggi, heldur svelgjandi myrk- ur, og mundi nokkur von undan- komu? „Biðjið fyrsta stýrimann að koma,“ sagði ég við unga mann- inn, sem stóð við hliðina á mér, kyrr eins og dauðinn sjálfur. Rödd mín hljómaði hærra en ég átti von á, því bergmálið frá fjallinu svaraði henni. Ég heyrði marga menn segja í einu: „Við erum allir komnir upp á þilfar, herra,“ Aftur sló þögninni á, og svarta báknið þokaðist nær, stækkaði og hækkaði, hljóðlaust, aldimmt, hvergi bar skugga af skugga. Þvílík þögn ríkti í hópnum, að ætla mætti að þetta væru dauð- ir menn staddir á farkosti sínum fyrir hliðum undirheima. „Guð hjálpi okkur, hvar erum við staddir?" Þetta var fyrsti stýrimaður. Hann var kominn fast upp að mér, þar sem ég stóð. Hann var sem þrumu lostinn, jafnvel yfir- skeggið mikla hafði brugðizt honum í þetta sinn. Hann skellti saman lófunum og sagði aðeins þetta: „Það er úti um okkur!“ „Ekki að æðrast!“ sagði ég hvatskeytslega. Hann lækkaði röddina, en ég sá örvæntinguna speglast í hverju hans viðviki. „Hvaða er- indi eigum við hingað?“ „Að fá byr af landáttinni.“ Mér sýndist hann ætla að fara að þrífa í hárið á sér til þess að reyta það, og hann svaraði mér af hvatvísi: „Skipið kemst aldrei framar út. Þarna höfðuð þér það af, herra, og ég þóttist alltaf vita að svona mundi fara. Skipið get- ur ekki haldið í veðrið, og við erum komnir of nærr til þess að fært sé að hafa nokkra viðdvöl. Skipið strandar fyrr en takist að snúa því. Guð hjálpi okkur, ó!“ Ég þreif í handlegginn á hon- um, áður en hann næði upp í hárið á sér og dustaði hann dug- lega. „Skipið er strandað!" kveinaði hann, og reyndi að losa sig. En ég sleppti ekki takinu heldur hélt áfram að dusta hann til. „Farið fram í,“ sagði ég, „þér haldið áfram í sömu átt, heyrið þér það,“ kippt í - ,.og stanzið þarna,“ — aftur kippt í — „og haldið kjafti," — kippur „og látið hagræða framseglunum,“ - dustað — dustað og dust að. En ekki þorði ég að líta til lands af ótta við það að mér féllist þá hugur. Að lyktum sleppti ég honum, og hann skauzt burt eins fljótt og hann komst, eða eins og væri hann að flýja lífsháska. Nú gafst mér tóm til að hugsa til tvífa^ans míns í seglageymslunni, og hvernig honum liði. Hann hlaut að heyra hvert orð, og hver veit nema hann hafi skilið hvers- vegna ég hætti öllu til að kom- ast svona nærri landi. Fyrsta fyrrskipun mín var þessi: „Hart á hléborða,11 og samstundis kvað við bergmál úr fjallinu, eins og úr óhugnanlega djúpum fjalla- gljúfrum. Og ég horfði og horfði til lands, reyndi af öllum mætti að átta mig á ferð skipsins. En sjórinn var svo sléttur að ekki bar gára af gáru, ég fann ekki einu sinni hvort skipið hreyfðist. En nú hlaut tvífarinn minn að vera farinn að hugsa til hreyf- ings, ef hann var þá ekki far- inn. Fjallið mikla, sem yfir okkur vofði, svo að nema virtist við siglutoppana, byrjaði nú að þok- ast örlítið og með engu hljóði, frá skipshliðinni. Og nú gleymdi ég snöggvast ókunna manninum, sem var að kveðja skipið, mundi ekki annað en það, að ég var sjálfur ókunnur maður á skip- inu. Ég þekkti það alls ekki. Mundi þetta takast? Hvernig átti að fara að skipi þessu svo það léti að stjórn? Ég sveiflaði ránni og beið í ofvæni. Líklega var skipið stanz- að og örlög þess og okkar héngu þá á bláþræði, en hið biksvarta bákn Koh-rings mundi lykjast eins og eilífðar-skuggi um okk- ur — er yfir lyki. Við hvaða viðbrögðum skipsins mátti bú- ast núna? Færðist það til? Ég skundaði til hægri og sá þá ekki á dimmum sjónum annað en OSRAM BÆTIR OR SOLARLEYSI SKAMMDEGISINS. IAUPIÐ OSRAM VEGNA GÆÐANNA. Þér snarifl með áskrift IflKAN Skiptiolði 33 - sfmi 35320 48 VIKAN 6- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.