Vikan


Vikan - 06.02.1969, Side 50

Vikan - 06.02.1969, Side 50
Stressið eða streitan er það sem mest hrjáir fólk nú til dags. Eitt bezta ráðið til að öðlast hvíld í hraða og hávaða nútímalífsins er að nota hverja næðisstund til lestrar. ÚRVAL er sniðið fyrir fólk, sem hefur stopular tóm- stundir. Það birtir í samþjöppuðu formi úrval greina úr innlendum og erlendum blöðum og tímarit- um. Að auki er úrdráttur úr heilli bók í hverju hefti. ÚRVAL er eina blaðið sinnar tegundar hér á landi. Það er ómissandi þáttur í lífi hvers nútímamanns. skyldi spyrja til vegar til kirkju- garðsins. Britten átti aS svara: „Taktu strætisvagn 219." Og ef sambandsmaðurinn segði þá: „Ég er með kveðjur frá Kýpur," átti að vera óhætt að tala frjálslega. Rússneskur diplomat Sambandsmaðurinn af Rússa hálfu nefndist Júrí en hét í raun réttri Alexander ívanóvitsj Bórisen- kó og var rússneskur sendiráðs- starfsmaður. Með blöndu af hótun- um og loforðum hélt hann Britten við efnið. Þeir héldu áfram að hitt- ast, og Britten var látinn vita af leynilegum „bréfakassa" meðal róta trés nokkurs. Rússarnir létu á sér skilja að Britten yrði að herða sig, því að upplýsingar þær, sem hann hefði útvegað til þessa, hefðu áður verið kunnar í Sovét og því verðlausar. Douglas var greinilega lítill njósn- ari að upplagi, því að eitt sinn er Júrí kom ekki á fyrirfram ákveðið stefnumót, gerði hann sér hægt um hönd, hringdi til rússneska sendi- ráðsins og spurði eftir honum. Júrl mislíkaði þetta. Britten fékk skipun um að leita sambands við hann með auglýsingu ( dálkinum „Einkamál" I Daily Telegraph. Auglýsingin skyldi hljóða þannig: „Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem komu til brúðkaups okkar. Barbara." Öðru sinni var Britten skipað að hitta Júrf við kirkju eina úti á landi. Hann átti þá til auðkenningar að halda á bók og tvennum gleraug- um. Júrí átti að spyrja um leiðina til bókasafnsins, og ef Britten svar- aði: „Því miður, rata ég ekki þang- að, því að ég bý hér ekki," tæki Rússinn það sem merki um að allt væri í lagi. Á þessu stefnumóti tók Britten á móti dulmálslykli, harla flóknum, og enn flóknari myndavél í svo- kölluðum James Bond-stíl. Var hún dulbúin sem sígarettuveski og ætl- uð til að taka myndir af leyndar- skjölum. En leiðarvísirinn um notk- un myndavélarinnar var nógu flók- inn til að Britten botnaði hvorki upp né niður og við það sat unz brezka gagnnjósnaþjónustan komst á slóð hans. Hann kvað Rússana hafa borgað sér eitthvað um hundrað og sjötíu þúsund krónur I ómakslaun, en dómurum hans þótti llklegt að hann hefði þegið meira. Hvað sem því liður þá fengu Sovétmenn að því sinni lítið fyrir sína peninga. ☆ Framhald af bls. 23. getað lifað eins og við gerðum i framlínu kristninnar. Sjálfur tilheyri ég trúarreglu: Ég er Mölturiddari. Angelique gapti af undrun. — Ó, heimsk get ég verið, sagði hún og bætti svo við angurvær. — Mölturiddari! En dásamlegt! Mér þykir svo vænt um Mölturiddarana. Það voru Þeir sem reyndu að kaupa mig, þegar ég var seld sem ambátt á Krit.... Að minnsta kosti gerðu þeir sitt bezta til þess.... En verðið var þeim of hátt. En ég mun aldrei gleyma því að þeir reyndu samt. Og þegar ég liugsa um alla þá heimsku, sem ég hef látið út úr mér við yður! Ég er viss um að þér getið aldrei fyrirgefið mér! Hún keyrði höfuðið aftur á bak og hló dátt. Allir, þeirra á meðal Loménie störðu á hana sem heUlaðir. Það glamp- aði á tennur hennar í hálfrökkri hússins og augu hennar glitruðu eins og tvær stjörnur. Þessi hlátur gaf ót.vírætt til kynna að kona væri í þessum hópi. De Peyrac beit á jaxlinn. Hann hafði virt hana fyrir sér, heillaður af þokka hennar, en nú íann hann reiðina vella upp innra með sér, þegar hann sá hana beita þannig þokka sínum, hvernig hún horfði á mennina og hló, það var eitthvað daðurkennt við það hvernig hún kom fram við Loménie. Það leyndi sér ekki að henni gazt vel að honum og þar að auki hafði hún fengið óf mikið að drekka. En fögur var hún, þvi var ekki að neita! Hlátur hennar snart hjörtu mannanna, með hamingjusprota. Nei, hann gat ómögulega verið henni reiður fyrir að vera svona fögur og leiða að sér athygli allra. Hún, sem var fædd til að heilla.... En andskotakornið! Hann vissi hvernig hann átti að minna hana á það í nótt að hún heyrði honum til, honum og honum einum! Clovis 1‘Auvergnat þessi ófétislegi kauði með ullarhúfuna skaut allt í einu upp kollinum við hliðina á Peyrac rneð múskettu undir öðrum handleggnum. — Ég er farin að skjóta merina, Monsieur, hvíslaði hann. Peyrae leit aftur i áttina til Angelique. Jafnvel þótt hún væri ekki lengur allsgáð gat hann með fullri vissu treyst Loménie. — Gott, sagði hann. — Ég fer með þér. Hann stóö upp. öll réttindi áskilin. Opera Mundi, París. — Framh. í næsta blaði 50 VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.