Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 18
LÍTTU Á HÖND ÞÍNA! STUTT LEXÍAI' SEWS- FQBNRIIIST: AD LESA í LQFA Eng-inn veit hvenær byrjað var að lesa forlög manna og skapgerð úr línum handarinnar, en eitt er víst að það var gert þegar í grárri forneskju. Þeir eru til sem verja öllu sínu lífi til rannsókna á linum handarinnar, svo nærri má geta að það er ekki nema forsmekkurinn að þessari grein spávisinda, sem við gefum hér með. Hér eru aðeins sýndar nokkrar línur hægri handar, en hún vitnar einkum um hin með- vituðu persónueinkenni mannsins. Vinstri höndin segir hins vegar sitt af hverju um undir- meðvitundina. V____________________________________________/ ÞUMALFINGURNIR SEGJA TIL UM PERSÓNULEIKANN Þumlarnlr skýra frá ýmsum hllðum persónu- leikans, viljastyrk, hugsunarhætti, tilfinn- ingum. Grannur í liðamótum: Þú ættir að vera dlpló- mat. Þú átt auðvelt með að koma fyrir þig réttu orðunum á réttum stað og tíma. Beinn þumalfingur þýð- ir viljafcstu. Manneskju með svona þumalputta er ekki auðvelt að fá út i hvað sem er. Þykkur gómur, en fing- urinn að öðru leyti langur og Iiðlegur: Þú ert ákveðinn og þó áhrifagjarn, stundum svo að nálgast öfgar. Liðugur, afturbcygður: Því meira sem hægt er að beygja fingurinn aft- ur, þeim mun áhrifa- gjarnari er eigandi hans. Fremri liður stuttur og þykkur: Manncskja sem iætur auðveldlega und- an sterkum rökum. Þykkur þumalgóinur: Þú ert ráðríkur og vilt taka flestar ákvarðanir sjálfur. Stuttur þumalfingur: Þú ert í góðu sálarjafnvægi en getur verið full ein- þykkur. Þú aflar þér auðveldlcga vina. FINGURNIR KOMA UPP UM SKAPSMUNINA Visifingur: Sé hann lengri en baugflngurinn hefurðu foringjahæfi- lelka. Sé hann áberandi styttri er þér tamt að hlýða forustu annarra. Langatöng: Sé hún lengri en hinir fingurn- ir ertu hugsunarsamur. iðinn og ábyggilegur — í stuttu máli sagt af- bragðsmanneskja. Baugfingur: Sé hann jafnlangur vísifingri bendir það til góðrar dómgreindar, en jafn- framt nokkurrar áhættufýsnar. Litlifingur: Nái hann upp að cfstu liðamótum baugfingurs áttu að hafa gott viðskiptavit. N Hönd andlega sinnaðs fólks er oft með frammjókkandi fingrum. Þessi fallega hönd tilhcyrir hugsjóna- manni, sem getur stundum vcrið óhagsýnn og er oft misskiiinn. Fólk með þessa liönd hefur venju- lcga góðar skipulagsgáfur, er við- bragðsfljótt og duglegt bæði tii likama og sálar. Þessi hönd, breið og fingrastutt, sýnir styrk og orku. Eigandi þess- arar handar lætur ekkert dragast úr hömlu, er sem sagt hagsýnn og nýtinn. Fólk með granna hönd af þessari gerð ver miklum tíma J smámuni, er umhyggjusamt. Það er þolin- mótt og kcmst því oft vei álelðis í lífinu. V_____________________________________) 18 VTKAN 6- «•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.