Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 29
Þessi kona hefur hald'ð því fram um langan tíma að hún sé Anastasia, ein af dætrum síðasta keisarans í Rússlandi. Þetta eru systur mínar, Maria, Ana- stasia og Olga, segir frú de Graaff. dorow segir: — Keisarahjónin eign- uðust fjórar dætur, og vonuuðu að næsta barnið yrði sonur, ríkiserfingi, og að það yrði til að sameina þjóð- ina. Árið 1903 var fenginn „sérfræð- ingur", frá París, sem þóttist kunna ráð til þess að næsta barnið yrði drengur. Hann ráðlagði keisarinn- unni að „baða" sig í tunglskini, meðan hún gekk með fimmta barn- ið. En árið 1903 beið þjóðin árang- urslaust eftir því að heyra fallbyssu- skotin, sem áttu að tilkynna fæð- ingu ríkiserfingjans. Fedorow hirðlæknir sagði að barnið hefði fæðzt andvana, en þröngur hringur innan hirðarinnar hafði það fyrir satt að fimmta barn- ið hefði verið dóttir. Skottulæknir- inn frá París var ekki rekinn frá hirðinni. Hann var um kyrrt í nokkr- ar vikur og var sæmdur heiðurs- merki. En þegar hann fór var sagt að hann hefði ekki eingöngu haft heiðursmerkin með sér, heldur líka þriggja mánaða stúlkubarn, sem svo var sk'rð Merouw de Graff-Hemmes. Hollenzka frúin segir: — Þetta stúlkubarn var ég. Franski læknir- inn, sem hét Philippe, fór fyrst með m:g til Parísar, en svo, líklega gegnum milligöngu Wilhelminu drottningar, til Rotterdam. Herra Hemmss varð „faðir" minn. Eg var aldrei látin vera ein, ekki einu sinni eftir að ég fór að ganga í skóla. Þá var mér alltaf fylgt, fram og aftur. Síðan var mér fengin skóla- vist í Noordeinde höllinni hjá kennslukonu Juliönu prinsessu. Það má segja að það sé nokkuð einkennilegt uppeldi fyrir dóttir ó- menntaðs verkamanns. Framhald á bls. 49. ÉG ER SYSTIR ANASTASIU Konan Catherine de Graaff segist vera Alexandra, yngsta dóttir síðasta keisarans í Rússland............ Hún segist vera sú keisaradótt- ir, sem hvergi sé skrásett í Rússlandi, þar sem hún hafi verið send í útlegð, þrem mánuðum eftir fæðinguna. Hún er skrásett í mann- talsskýrslu hollenzka héraðsins Doorn sem Merouw de Graaff- Hemmes, en í kirkjubókum er hún kölluð Alexandra Nikolajewna Rom- anow, fædd 1. 9. 1903. Er hún dóttir keisarans, eða er hún venjuleg, borgarleg kona? Er þetta nýtt leyndarmál rúss- nesku keisarafjölskyldunnar? Engin virtist vita til þess að keisarahjónin hafi átt fimmtu dótt- urina, fyrir utan Mariu, Anastasiu, Olgu, Tatjönu og ríkiserfingjann Al- exei. Hversvegna átti að halda því leyndu? í æfiminningum hirðlæknisins Fe- Frú de Graaff hefur Romanow-aug un, og kallar sig Alexöndru. 6. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.