Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 17
ég hélt andanum í þögninni, sem aftur var dottin á, svo djúp var hún að engu var líkara en allir væru farnir. Þá var kallað hörkulega: Setjið upp stórsegl- ið! og þá raufst þögnin heldur betur, því samstundis brast á eins og rok uppi, hróp og köll og hlaup meðan verið var að draga upp seglið, og þá fyrst lítið þetta hafði fengið á hann að því er séð varð. Enga geðs- hræringu var að heyra í hvísli hans, hver sem kann að hafa ætlað að ærast, þá var það ekki hann. Hann var ótruflaður með öllu. Það heyrði ég bezt á því, sem hann hvíslaði næst: „Ég held ég komist aldrei framar til manna.“ „Þetta er ekkert ævintýri! Engin lygasaga. En ég ætlast ekki til annars. Þér haldið víst ekki að ég sé hræddur við það sem bíður mín, ef ég næst? Hvort sem það verður nú fang- elsi eða gálgi eða hvað annað, sem þeim þóknast. En ég ætla mér ekki að koma af eigin hvöt- um fram fyrir gamalmenni með * ■ ./.- ■■■.' ' ■ • : ■ , : •i, S0i ^^>»«,«>1,1, TTÍ • ......................* * ' —* ; ■ -.ii;: - rJ ■’tfftíiM : ...\ m þorðum við, þessir tveir, að fara að hvíslast á. Hann beið ekki eftir að ég spyrði: „Ég heyrði til hans og gat með naumindum skotizt inn í baðherbergið," hvíslaði hann. „En hann gerði ekki annað en opna dyrnar og hengja flíkina á nagla þar fyrir innan. En samt—“ „Ekki datt mér það í hug,“ sagði ég, og nú lá við að ég yrði enn hræddari við tilhugsunina um það hve tæpt hafði staðið, en mest dáðist ég að því, hve Þetta hefði draugur líka getað sagt. En vafalaust hefur hann átt við það, hve tregur gamli skipstjórinn var að vilja kannast við, að hann hefði framið sjálfs- morð. „Þér verðið að setja mig út á eina af þessum eyðieyjum fyrir utan Cambodge-strendur," sagði hann. „Naumast er það! Eins og í ævintýri handa piltbörnum!“ sagði ég til andmæla. En það var háðshreimur í hvíslinu, þeg- ar hann svaraði mér; parruk og tólf ærlega menn af stéttinni, hvað finnst yður? Hvernig ættu þeir að vita, hvort ég er sekur, og hvað ég er sek- ur um? Svona horfir nú málið við fyrir mér. Hvernig hljóðar þetta í biblíunni? „Rekinn burt af yfirborði jarðar.“ Gott og vel. Nú er ég horfinn af yfirborði jarðar. Nú vil ég hverfa burt jafn hljóðlega og ég kom þarna um kvöldið." „Engan veginn,“ umlaði ég. „Það skal ekki verða.“ „Svo-o? Ég verð að minnsta kosti ekki eins nakinn og sál á dómsdegi, meðan ég hef þessi náttföt. Heimsendir er ekki kom- inn enn og — ... skiljið þér, hvað ég á við? — Eða kannski ekki?“ Allt í einu varð ég gagntek- inn sárri blygðun. Vissulega skildi ég hvað hann var að fara —■ og tregða mín til þess að láta hann synda burt hefði verið skammarleg, það hefði verið ragmennska. „Það getur ekki orðið fyrr en næstu nótt,“ andaði ég ofurlágt. „Skipið er á leið frá landi og við getum lent í byrleysi." „Ég held helzt að þér skiljið mig,“ hvíslaði hann. „Já, það gerið þér. Það er gott að hafa einhvern hjá sér sem skilur mann. Þér komið eins og kall- aður.“ Og svo bætti hann við í jafn lágum hljóðum sem ætíð áður, og virðast mátti að við tveir hefðum ætíð það að mæla, sem engum öðrum væri ætlandi að heyra: „Það er meira en gott, það er dásamlegt.“ Svo héldum við áfram að tala saman með sama trúnaðartraust- inu, en þögðum á milli eða sögð- um eitt og eitt orð á stangli með löngu millibili. Hann horfði út í gluggann eins og hann var vanur. Vindstroka stóð inn um hann við og við, og blés framan í okkur. Ætla hefði mátt að skipið lægi í höfn, svo þýtt skreið það um sjóinn, sem svo sléttur var og hljóður, að ekki heyrðist gjálfur við skipssíðuna né af kjalsoginu. Það var engu líkara en að sjórinn væri af engu jarðnesku efni gerður. Um lágnættið fór ég upp, og fyrsta stýrimanni mínum til mestu undrunar lét ég breyta stefnunni. Skeggið á honum fór á flugstig af vandlætingu, en hann sagði ekki neitt. Ég hefði vissulega ekki gert þetta ef ekki hefði verið um annað að ræða en að komast út úr þessum byr- litla flóa eins fljótt og auðið var. Ég held að hann hafi sagt við annan stýrimann eitthvað á þá leið, hvaða bölvuð vitleysa þetta væri. Hinn gerði ekki annað en að geispa. Þessi leiðinlegi ná- ungi drattaðist um þilfarið svo syfjulega og hallaði sér svo mak- indalega og slyttislega upp að borðstokknum að ég fór til hans til að áminna hann. „Hvað er þetta? Eruð þér ekki vaknaður enn?“ „Jú, herra, ég er vakandi." „Gott og vel, þá skuluð þér láta sem þér séuð það. Og hafa gát á siglingunni. Ef nokkur undirstraumur skyldi vera, þá lendum við milli einhverra eyja fyrir dögun.“ Að austanverðu í flóanum eru alls staðar eyjar, ýmist á stangli eða langir klasar. Þær sýnast fljóta á silfurlitum dúk af slétt- um sjó, sumar gráar og gróður- Framhald á bls. 43 e.tbi. vikAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.