Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 14
ANDRES INDRIÐASON Ringo Starr hefur verið boðið að leika í einni kvikmyndinni enn, og hefur hann þegið boð- ið, enda er það harla girnilegt að því er virð- ist. Að þessu sinni á hann að leika ásamt Peter Sellers í kvikmyndinni „The Magic Christian“. Mun Ringo lcika son auðugs og áhrifamikils manns (Peter Sellers), og er áætlað að kvikmyndatakan muni taka átta vikur. — Ringo lék sem kunnugt er mexi- kanskan garðyrkjumann í kvikmyndinni Candy, en sú mynd hefur ekki enn verið frumsýnd. ☆ UNDARLEGT SKOPSKYN Hann lætur sjóðandi heitt vax leka niður eftir andlitinu á sér. Frá honum kemur und- arlegur hávaði. Hann heldur því blák.dlt fram, að hann sé hundrað ára gamall; að hann hafi lifað áður og muni lifa öðru lífi. En hann er kvæntur; hann var kennari og er nú skemmtikraftur. Hvernig skyldi hinn raunverulegi og margumræddi Arthur Brown vera inn við beinið? Hann segir: - Ég ætla að láta draga úr mér raddböndin hjá tannlækninum, svo að þið skuluð fá mi.g til að láta móðann mása meðan ég get. Þetta er hljómsveitin Júdas frá Keí'lavík, sem sífellt eykur við viusældir sínar. Það var Magnús Kjartansson (lengst til vinstri), sem stofnaði þessa hljómsveit, þegar hann hætti með Óðmönnum, og félck í lið með sér þrjá bráðefnilega músik- anta, m.a. Ólaf Júlíusson (annar frá hægri), trymbil, en Ólafur er bróðir Rúnars í Hljómum. Hann hefur undarlegt skopskyn. Um foreldra sína segir hann þetta: — Ég á tvö pör; annað þeirra sá fyrir því, að ég kom í heiminn fyrir hundrað árum.... Núverandi foreldra hitti ég endrum og eins, t. d. þegar ég álpast upp í vitlausan járn- brautarvagn. Án gríns þó . . . þau eru indæl- is fólk. Um frúna: — Hún er glerkúla, lituð glerkúla. Bezta stúlka. Óttalegt rugl er þetta í manninum, segir nú einhver. Er hann svona bilaður í ver- unni? Hvað skyldi hann þá segja um hina furðulegu sviðsframkomu sína: — Kvöld eitt kom maður inn í búnings- herbergið til mín, all umfangsmikill og ókræsilegur maður og heimtaði peningana sína aftur. Þetta var í hléi. Hann sagði: „Þetta er óþverra framkoma hjá þér.“ Ég svaraði: „En ungar stúlkur og gamlar kon- ur hafa þolað þetta og ekki orðið hneyksl- aðar, ekki hið minnsta. Framkoma mín á sviðinu er af trúarlegum toga. Það er him- inn gegn víti. 'Ég læt hvorugt sigra í átök- unum. Það aflið sigrar, sem áhorfendur vilja að sigri. Ef áhorfandi er vondur í eðli sínu, hefur hið vonda yfirhöndina.“ Arthur gekk menntabrautina og á pappíra upp á háskólapróf. Hann fékkst um skeið við kennslu, en það starf varaði aðeins í þrjár vikur. — Ég sagði krökkunum, að þau mættu haga sér eins og þau vildu. Ég hef enga trú á þeim kennsluaðferðum, sem notaðar eru. Það er ekki hægt að troða eða neyða þekk- ingu upp á fólk. Það geri ég aldrei. Arthur Brown á heima í stóru húsi í West Hamstead. — Þegar fram líða stundir langar mig til að eignast átta heimili víðs vegar um Bret- land. Ég ætla að bjóða öllum vinum mínum að eiga heima þar. Þetta eiga að vera glæsi- legar hallir, og þar á að vera hægt að stunda fjárhættuspil, þar eiga að vera diskótek og skrautsýningar. Svo hlær hann þessum furðulega hlátri sínum, sem kemur upp úr stígvélunum. — Ja, hérna, segir hann svo. Hvílíkar von- ir! Hvílíkar vonir! ☆ 14 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.