Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 5
 Sænskur læknir, Kit Colfach, vann mikið álit með- al stari'sbræðra sinna á Tonga, fyrir að setja sam- an brotinn fót á manni sem datt úr pálma. Hann er hér meðal lækna og hjúkrunarkvenna. Þessi kór söng við krýninguna, og var mjög vel tekiö. Hér er kórinn að syngja „Messias“ eftir Hándcl. } Það varð að fresta hátíðahöldum og krýn- ingu konungsins á Tonga í heilt ár, vegna þess að allir aligrísir eyjanna voru upp- étnir við sorgarhátíðina, þegar hin elsk- aða drottning eyjaskeggja, Salote, lézt ár- ið 1965. Það var ekki búið að ala upp nógu marga aligrísi til krýningarhátíðarinnar, fyrr en árið 1967. 4. júlí, á fertugasta og níunda afmælis- dag konungs, var haldin veizla fyrir tíu þúsund manns, og meðal annars þurfti 2000 aligrísi í matinn. Það komust samt ekki nema 77 af gestunum inn í kapell- una, þar sem Tafa'ahau Topou IV. sat í hásæti. Fyrir utan innlenda gesti voru gestir frá 12 löndum, þar á meðal hertoga- hjónin af Kent, en Tonga er eitt af sam- veldislöndum Bretlands. Konungurinn af Tonga, sem er af einni elztu konungsætt heims, er lærður mað- ur, doktor í lögum frá háskólanum í Ox- ford. Þangað til nú fyrir skömmu hefur hann haldið landi sínu lokuðu eins og perluskel. En nú er fólksfjölgunin það mikil, að kopar- og bananaútflutningur nægir ekki til að brauðfæða fólkið, svo hann hefur gripið til þess ráðs, eins og nábúar hans á Tahiti og Havaii, að reyna að auka freðamannastrauminn og fá þannig pen- inga í ríkiskassann. Tongaeyjarnar eru 90 ð tölu og hafa allt það til að bera sem ferðamenn láta sig dreyma um. ☆ 8. tbi. VIICAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.