Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 44
Vinsamjegast sendiS mér Vikuna í áskrift NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blað á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blaS á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blaS á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. SkrifiS, hringið eða komiS. VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAViK SfMAR: 36720 - 35320 1 I I I J PÉR SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANBI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FLs brugðið sér út úr skotinu og stóð hjá borðinu. „Það er alveg nógu dimmt,“ hvíslaði ég. Hann gekk nokkur skref aft- ur á bak og staðnæmdist hjá rúminu og hallaði sér upp að því með jafnlyndislegu augna- ráði, en ég settist á legubekk- inn. Við vissum ekki hvað við áttum að segja, í rauninni hafði hvorugur neitt að segja. Við heyrðum fótatak stýrimanns þess, sem var á verði, yfir höfð- um okkar, hann gekk fram og aftur. Svo heyrði ég hann greikka sporið. E'g vissi vel hvað það þýddi. Hann var að koma og samstundis heyrði ég hann ávarpa mig fyrir utan dyrnar. „Við siglum nokkuð hratt, herra. Það er ekki orðið æði- langt til lands.“ „Gott og vel,“ svaraði ég. „ÍEg kem upp þegar í sttað.“ Eg beið, þangað til hann var farinn frá dyrunum og út úr stofunni, þá reis ég úr sætinu. Tvífari minn gerði hið sama. Nú var komið að þeirri stund, að við skiptumst á síðustu hvísl- ingunum, en hvorugur hafði heyrt hinn tala fullum rómi, í viðtali, — og myndi aldrei heyra. „Sko!“ sagði ég og opnaði um leið skúffu og tók upp þrjá gull- peninga, pund sterling hver þeirra. „Takið þér við þessu. Eg fékk sex og þér fáið helming- inn, en hitt þarf ég ?ð hafa til að kaupa fyrir það ávexti og grænmeti handa áhöfninni þeg- ar við förum gegnum Sunda- sund. Þeir koma þá á bátum, íbúar eyjanna, til að selja þetta.“ Hann hristi höfuðið. „Takið þér við því,“ hélt ég áfram að nauða, nánast með ör- vinglun. „Enginn veit, hvað. . . .“ Hann brosti og sló hendi á annan vasann á náttfötunum. Það var auðséð að ekki þýddi að láta neitt lauslegt í hann. Þá náði ég í stóran silkivasaklút, gamlan, gerði hnýti með pen- ingunum í einu horninu, og fékk honum. Eg held, að hann hafi komizt við, því við þessú tók hann þá að endingu og batt klútinn utan um mittið á sér, innan á sig beran. Við horfðumst í augu, og nokkrar sekúndur liðu þannig, unz ég rétti út hönd og slökkti á lampanum. Svo fór ég gegnum borðstofuna, og skildi dyrnar á klefanum eftir opnar upp á gátt. • • • „Bryti!“ Hann var þá inni í búrinu sínu eitthvað að sýsla, hann var að fægja glös, að ljúka við þetta áður en hann færi í hátt- inn. Ég vildi ekki vekja stýri- manninn, sem svaf í klefa sín- um þarna beint á móti, svo ég talaði í hálfum hljóðum. Hann leit í kringum sig áhyggjufullur. „Herra!“ „Viljið þér ekki færa mér heitt vatn úr eldhúsinu?" 44 VIKAN 6- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.