Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 34
í ! 7> HAMiNGJIi- LAUSi NJÓSNAHINN Njósnarinn, hrczki flugtæknifræð- ingurinn Douglas Britten, sem dæmdur var í tuttugu og eins árs fangelsi. Ekki er þó talið líklegt að njósnir hans hafi valdið föður- landinu miklum skaða. Sígarcttuveskið sem va.r njósnamyndavél. Hún myndað sjálfkrafa er hún var opnuð. Sambandsmaður rsritten af Itússa hálfu nefndist Júrí. í raun réttri var hann rússneskur sendiráðsstarfsmaður að nafni Alexander Ivanóvitsj Bórisenkó. Hann yfirgaf Lun- dúnir sex dögum eftir að Britten var handtekinn. Ekki hafa allir njósnarar heppnina með sér í líkum mæli og James Bond. í Englandi hefur nýlega verið afhjúpaður einn, sem allt gekk öfugt fyrir. Nú á dögunum dæmdi Lundúnadómstóll einn þrjátíu og sex ára gamlan mann að nafni Douglas Britten í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir njósnir. I sex ár hafði Britten þessi, sem var loftskeytafræðingur í brezka flughernum, njósnað fyrir Rússa. En Douglas Britten var ekki beinlínis neinn James Bond. Fyrir rétti sagði hann frá njósnamyndavélum, leynilegum fundarstöðum og öðru sem gæti verið sótt í villtasta njósnareyfara. En Britten og rússneskir atvinnurekendur hans höfðu ekki heppnina með sér. Þessi haglega gerðu apparöt þeirra dugðu illa. Og þegar Rússarnir sáu Briften fyrir flóknu kerfi til að koma áleiðis háleynilegum skýrslum, notaði hann það einungis til að biðja um launahækkun. Bíll af gerðinni Volvo kom einnig til sögunnar. Britten átti hann, og í honum fannst mjög haglega gerð rússnesk njósnamyndavél, eftir að Britten hafði verið handtekinn. Allt þetta byrjaði með því að Douglas Britten var mikill áhugamaður um stuttbylgjusenditæki. Einn daginn, er hann var staddur með tæki sín á tæknisafni einu, náði hann í gegnum þau sambandi við Rússa einn. Ljósmyndaöur Rússinn hafði áhuga á að fá bók nokkra um móttökutæki, og Britten lofaði að útvega hana. Þeir mæltu sér mót nokkrum vikum síðar. Douglas mætti þá að vísu handbókarlaus, en Rússinn afhenti honum engu að síður rúmar tvö þúsund krónur í umslagi. En ekki tók Britten eftir því að annar Rússi var á höttunum nálægt og tók myndir af atburðinum. Myndirnar voru síðan notaðar til að knýja Britten til samstarfs. Hann var fluttur í herstöð á Kýpur og þar komu karlmaður og kona til fundar við hann af Rússa hálfu. Þau sýndu honum myndirnar frá Lundúnum, og Douglas gafst fljótlega upp. Rússarnir höfðu mestan áhuga á merkjakerfi og dulmáli brezka flug- hersins, en þeir vildu l(ka vita sitt af hverju um liðsforingjana á flug- vellinum. Þeir hvöttu Douglas til að útvega lista yfir þá, sem héldu hjákonur, drukku í meira lagi eða sýndu önnur merki veikrar skapgerðar. Rússarnir fengu þessum þjóni sínum tvær bjórdósir með tvöföldum botni, lítinn segulmagnaðan kassa og bút af vatnsslöngu, sem var dul- búið feluhylki. Þessi áhöld áttu að notast til að koma leynilegum upp- lýsingum áleiðis. Felustaðirnir voru símklefi, bekkur í garði og holt tré. Framhald á bls. 49. 34 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.