Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 20
Þegar lantlid fær máí KIRKJAN Á FJALLINU VATNSAUGAD Á HEIDINNI OG RODD FJALLSINS EFTIR ÞORSTEIN MATTHÍASSON Á sólheitum júlídegi ek ég mér áður lítt þekktar leiðir austur um Hólsfjöll. Fyrir sérstaka góðsemi Davíðs Sigurðssonar, sem þá var ennþá niður við Bókhlöðustíg og seldi notaða bíla, tókst mér að kom- ast yfir einn slíkan. „Gangverkið er gott,“ sagði bílasalinn. Þetta reyndist rétt. Svo var lagt upp frá Reykjavík og án nokkurra teljandi áfalla, var ég þennan fyrrnefnda dag kominn á Fjöll austur, hafði notið hinnar ágæt- ustu fyrirgreiðslu á Grímssföð- um og varð ljóst, að þar var eng- inn sultur í búi, þótt ennþá væri snöggslægt tún að sjá. Þegar ég kem í Mörðudal, er degi tekið að halla. Á þessum bæ, er hæst stendur ailra byggðra býla á íslandi er reisulegt heim að líta. Ég stöðva bílinn fer út og lit- ast um. Þarna er vítt til fjalla að sjá. Sólstafir blika í blámóðu fjarlægðar lengst í vestri. Þegar ég hef staðnæmst þarna litla stund, kemur til móts við mig hvatlegur eldri maður. Ég heilsa og segi á mér nokkur deili, hef svo jafnframt orð á því, að mér finnist umhverfið búa yfir ein- hverjum þeim töfrum, sem mig skorti orð til að lýsa. „Já, það er fagurt hér á fjöll- unum að svunarlagi, enda orðin fjölfarin leið ferðamanna í seinni tíð. Ég er Jón í Mörðudal, og það var ég sem byggði kirkjuna þarna á hólnum. — Já, ég byggði hana sjálfur, hvert einasta handtak er mitt verk eða samkvæmt minni fyrirsögn. — Komdu, hér eru viðkomugestir vanir að ganga í kirkju,“ og hann tekur í hönd- ina á mér og leiðir mig að kirkj- unni sinni, rétt eins og ég væri lítill drengur. Hún er ekki há- reist, rúmar ekki söfnuð fjölbýl- is, en fullnægir byggð Fjallabúa, er þeir ganga í guðshús, sólbitnir um sumardaga — frostbitnir í skammdegisskugga. Gamli maðurinn lýsir fyrir mér með fáum orðum byggingu kirkju sinnar. Sjálfur hefur hann málað altaristöfluna. — Jesú á- varpar fólk sitt af fjallinu. — Þessi mynd er hvorki formuð eftir handverkskunnáttu mynd- listamanns, né neinni „málara- kúnst.“ Það er rödd landsins, sem bóndann ól, sem talar til þess lýðs, sem guðshússins á að njóta. Hann sezt við hljóðfærið og syngur sálma, rödd hans er sterk og þrumandi. Ég er ekki dóm- bær um „dúr“ eða „moll“. En þegar hann leggur vinnulúnar hendur á hvítar nótur hljóðfær- isins, og tónar þess fylla litlu kirkjuna, þá snertir það mína sveitamannssál dýpra en þótt þar um fjölluðu óþreyttar snillings- hendur hinnar fullkomnu söng og tónmenntar. Jón í Mörðudal, hafði á sínum tíma ætlað að letra nafn sitt og konu sinnar á fjöl, sem hann hugðist festa innan dyra í kirkj- unni. Ekki þó af stórlæti einu saman eða sýndarmennsku, fremur hinu að þá mundu fleiri til þess hugsa að nokkuð mætti af mörkum leggja í skyldu augnamiði. En herra biskupinn yfir ís- landi taldi að slíkt mætti til „for- dildar“ telja, og voru þá nöfnin niður felld. En ekki er ótrúlegt, að saga þessa sérkennilega Fjallabónda verði lengur mun- uð, og arfur hans í íslenzkri þjóðarsál djúptækara, en þótt fjölin sú hin forgengilega hefði verið fest í kirkju hans innan dyra. Heima í stofunni sinni á hann málverk mörg, öll sniðin þeim búningi, sem honum sýnist um- hverfi sínu og samferðamönnum hæfa. Gestabókin hans er þegar orð- in merkilegt heimildarrit, sem væntanlega verður vel varðveitt. Á henni má sjá að mörg stór- menni hefur að garði borið í Mörðudal. — Listamenn, erlend- ir og innlendir — iðjuhöldar og landsfeður. Öllum þessum mönn- um kveðst gamli bóndinn hafa sagt meiningu sína umbúðalaust, og þá pngu látið sig skipta orður og titla. „Hefðarstand er mótað mynt og maðurinn gullið þrátt fyrir allt.“ Það er liðið að kvöldi, þegar jálkurinn minn er aftur kominn í gang og íarinn að strita austur yfir fjöllin. Hann fær öðru hvoru andhvíld, svo ég geti notið heiða- kyrrðarinnar, sem mér er að nokkru framandi, þrátt fyrir margar vor og sumarnætur á fjöllum og hálsum minnar heimabyggðar. Þar var öldunið- ur og fossahjal sjaldan svo fjarri eða hljóðlátt, að ekki væri það sem mjúklátt undirspil óráðinna unglingsdrauma. Þegar austur á heiðina kemur teygja lágir ásar létta kvöld- skugga yfir Sænautavatn. Nú bylgjast ljósastörin ósnortin í blænum á engi því er áður nytj- uðu heiðabændur. Veturhús — Sænautasel — Rangalón og ótal fleiri eru nú aðeins kuml eitt, flest með lítt kunna sögu. Fiskauðug fjallavötn eru ekki lengur stór liður í lífsafkomu fólksins, sem bjó við vetrarríki háfjallanna. Nú er fiskur sá, oft- ast aðeins einn þáttur í lífsmun- aði þeirra, sem ekki lengur vinna hörðum höndum heimili sínu til bjargræðis. % Undir lágu lynggrónu hólbarði er ofurlítið blátært vatnsauga, lind sem úr seitlar smálækur, sem dreifist í ljósan mýrarfláka rétt fyrir neðan. Nú er komið það nærri búhögum Jökuldals, að stygg fjallafála hrekkur upp af miðnæturblundi, horfir á mig stutta stund, hristir móðguð á svip stórhyrndan hausinn, stapp- ar niður fótunum og blæs á mig, um leið og hún snýr við og skokkar ásamt efnilegu afkvæmi sínu, bak við næstu hæð. Þessi fjallalind, er mér ekki með öllu ókunn. í það eina skipti sem ég var hér á ferð fyrr en nú, voru félagar mínir ungir elsk- endur, sem komið höfðu sér sam- an um að deila kjörum, jafnt í blíðu sem stríðu, ekki einungis þá er sól hlær í heiði, heldur einnig þótt yfir kunni að draga él eða skugga. Að lindinni komum við á björtum morgni, ekki um óttu- skeið eins og ég nú. Við stað- næmdumst og nutum fjallafrið- arins. Unga stúlkan, sem nú er löngu orðin kona og móðir, gekk út að vatnsauganu, og speglaði í því mynd sína og ljósa lokka. Eflaust hefði sagan, sem löngu fyrr gerðist við Galtará, endur- tekið sig, ef ég hefði ekki verið með í förinni. — Eða — ef til vill — ekki vaktaði ég unga parið meðan ég gekk svipaða slóð og hin móðgaða fjallahind úr Jökul- dalnum í nótt, en ég vildi for- vitnast um hvort sjá mætti kuml nokkurra eyðibýla að baki þeirra ása er næstir lágu. Þegar ég sit þarna og horfi í blátt vatnsaugað, þá virðist mér sem í því speglist mynd ljós- lokkaðrar, bjarteygðar, ásthrif- innar stúlku. Er það mynd þeirrar er ég vissi hér síðast á ferð, eða ef til vill tákn - mynd íslenzku smala- stúlkunnar, sem öld fram af öld gætti fjár föður síns, og þekkti ekki annað endurskin eigin æskublóma, en það sem birtist i 20 YIKAN G. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.