Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 10
EFTIR LÚPUS I íslenzkar konur njóta nú á dögum jafnréttis við karla um flest, sem ákveðið verður með lögum, og hafa reynzt í al- þingiskosningum síðasta ára- tuginn röskur helmingur kjós- enda. Samt á kvenþjóðin að- eins einn fulltrúa á Alþingi Islendinga þetta kjörtímabil, þó að stólarnir þar séu sextíu talsins. Sannast kannski gleggst á því, hvað stjórn- málaflokkunum hérlendis veitist einkennilega örðugt að endurnýjast og fylgjast með þróun samfélagsins. Auður Auðuns er eina kon- an, sem á alþingi situr. Hún telst ekki aðsópsmikil á lög- gjafarsamkomunni, en þolir hins vegar prýðilega saman- burð við flesta sessunautana í höllinni við Austurvöll. Eigi að síður var Auður næsta lengi að þokast á alþing og komst þangað loksins af eins konar tilviljun. Auður Auðuns fæddist á ísafirði 18. febrúar 1911 og er dóttir Jóns Auðuns Jóns- sonar forstj. og alþingismanns ísfirðinga og Norður-Isfirð- 10 VIKAN 6- tw- inga og konu hans, Mar- grétar Guðrúnar Jónsdótt- ur. Olst Auður upp í foreldra- húsum vestra, unz hún réðst til menntaskólanáms í höfuð- borginni. Hún varð stúdent í Reykjavík 1929, en las síðan lög við Háskóla íslands og lauk prófi í þeim fræðum 1935 fyrst íslenzkra kvenna. Stundaði hún því næst. mál- flutning í átthögum sínum á ísafirði árlangt, en giftist þá og fluttist til Reykjavíkur. Maki Auðar var Iíermann Jónsson lögfræðingur, en þau slitu samvistir. Auður hefur verið lögfræðingur mæðra- styrksnefndar frá 1940 jafn- framt húsmóðurstörfum og látið mjög að sér kveða um borgarmálefni Reykjavíkur. Auður Auðuns var kosin í borgarstjórn 1946 og hefur jafnan verið endurkjörin til þess trúnaðar þaðan í frá, en setið í borgarráði frá 1952. Ilún var forseti borgarstjórn- ar 1954—1959, en varð þá borgarstjóri ásamt Geir Hall- grímssyni, þegar Gunnar Thoroddsen færði bækistöð sína í stjórnarráðið. Gegndi Auður þeim starfa til hausts- ins 1960, en settist þá í önd- vegi borgarstjórnarinnar á ný og hefur skipað það síðan. Fjölmenn nefndastörf hafa komið í hlut Auðar í borgar- stjórn og á alþingi einkum varðandi málefni kvenna og barna og almannatryggingar. Auður Auðuns skipaði sjö- unda sætið á framboðslista Sjálístæðisflokksins í Reykja- vík við alþingiskosningarn- ar 1946 og varð annar vara- fulltrúi hans i höfuðstaðnum. Sat hún á þingi vorið 1947 og haustið 1948, en harla stutt bæði skiptin. Ilún þok- aði fyrir Kristínu L. Sigurð- ardóttur við kosningarnar 1949 og virtist ekki hafa mikla von um þingmennsku, sízt eftir að Ragnhildur Helgadóttir hreppti fimmta sætið á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í höfuðborg- inni við kosningarnar 1956 og varð áttundi þingfultr. Reyk- víkinga, en sú saga endurtólc sig við fyrri kosningarnar 1959. Samt. var Auður í fram- boði við alþingiskosningarnar 1949, 1953, 1956 og sumarið 1959, en skipaði ellefta sætið á framboðslista flokks síns í Reykjavík öll skiptin og lét h'tt á sér bera. Við haustkosn- ingarnar 1959 vænkaðist svo óvænt hagur Auðar Auðuns. Þá valdist hún í annað sætið á framboðslista Sjáífstæðis- flokksins í höfuðborginni og varð annar þingmaður Reykvíkinga. Hún skipaði sama sæti og hlaut sömu mannvirðingu í kosningunum 1963 og 1967. Starfsreynsla Auðar Auð- uns í borgarstjórn og á alþingi er óvefengjanleg. Hún þekkir mætavel verlcefni þau, sem þar er um fjallað, og hefur á þeim stvlltan en virðulegan áhuga. Auður stýrir fundum borgarstjórnarinnar við hæfi, enda naumast vandasamt, því að þar skerst sjaldan í odda, svo að um muni eða eftir sé tekið. Hún býður einnig af sér góðan þokka, fríð sýnum, hæglát og virðuleg í fram- göngu, menntuð vel og fjöl- hæf, jafnvæg og einörð. Hins L

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.