Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 46
úpiw úct
smw*
Hér koma nokkrar upp-
skriftir af góðum súpum.
Sögufrægar eru franskar súp-
ur, sem stundum liafa verið
nefndar „leynivopn franskra
húsmæðra“, og efst á blaði
er þá:
FRÖNSK LAUKSÚPA
4 stórir laukar, skornir í
þunnar skífur. 2 matsk.
smjörlíki. Ca 1 líter kjötsoð.
Krydd eftir smekk. Ostur.
Laukurinn brúnaður í
smjörlíkinu. Hann á að verða
gulbrúnn á lit. Kjötsoði hellt
yfir, kryddað með salti og
pipar, gjarnan lárviðarlaufi og
timjam. Allt látið sjóða í
hálftíma.
Fjórar sneiðar af ristiuðu
franskbrauði látnar í heita
súpuskál, súpunni hellt yfir
og stráð yfir rifnum osti. Gott
er að láta súpuna á eldfasta
skál, stinga henni síðan inn
í heitan ofn, svo osturinn
bráðni og fái gulbrúnan lit,
en þá er betra að láta brauð-
sneiðarnar ofan á súpuna.
CRI5ME VICHYSOISSE
Þetta er eiginlega frönsk
kartöflusúpa. Sagt er að hún
sé á borðum á frönskum
heimilum árið um kring, bor-
in fram rjúkandi heit í vetr-
arkuldum, en kæld og sval-
andi á sumrin. Efnið í súp-
una er:
U/2 pund, hráar kartöflur.
1 meðalstór laukur. 1 púrra.
1 líter kjötsoð (gjarnan af
súputeningum).
Laukurinn og ljósi hluti
púrrunnar er skorinn í sneið-
ar og látið malla í heitri feiti
í pottinum, má ekki brúnast.
Kartöflurnar skrældar og
sneiddar þunnt, bætt í pott-
inn. Kjötsoði hellt yfir,
kryddað með salt og pipar
eftir smekk. Nú verður súpan
að sjóða þar til kartöflurnar
eru komnar í mauk. Gjarnan
má hella henni upp á sigti og
merja í gegn. Dálitlum rjóma
hrært í súpuna og fínt hökk-
uðum graslauk stráð yfir.
Gott er að sjóða blandað,
þurrkað grænmeti í súpunni.
MARIU LOUISE SÚPA
Stór uppskrift.
3 1 kjötsoð. 100 gr. smjör-
líki. 1 gulrót, 100 gr. hveiti,
1 steinselja, 1 blaðlaukur,
(egg, rjómi, hálfdós gulrætur
og grænar baunir). Saltað
eftir þörfum.
Grænmetið er skorið smátt,
brúnað í smjörinu, hveitið
bakað saman við, þynnt út
með kjötsoðinu. Soðið í hálf-
tíma, sigtað gegnum gatasigti.
Gott er að bæta súpuna með
þeyttum rjóma, líka má láta
gulrætur og grænar baunir
saman við. Borin fram með
litlum súpubrauðum.
TÓMATSÚPA
3 1 kjötsoð, 50 gr. smjörl.,
50 gr. hveiti, tómatlögur, salt
eftir smekk.
Smjörlíki og hveiti bakað
saman, þynnt út með kjötsoð-
inu, tómatlögur látinn í eftir
bragði, gjarnan 1 matsk.
sherry. Soðnar makkarónur
eða litlar fiskbollur látnar útí
súpuna.
SVEPPASIJPA
2 matsk. smjörlíki, 1 matsk.
fínskorinn laukur, 3 matsk.
hveiti, 3 bollar mjólk eða 2
bollar mjólk og 1 bolli kjöt-
soð. 1 bolli brytjaðir sveppir.
Salt — pipar.
Smjörl. brætt, laukur og
sveppir láttið malla í, ekkíi
brúnast. Ilveiti bætt í og
hrært út smátt og smátt með
vökvanum. Þynnt út ef með
þarf, þá gjarnan með sveppa
eða grænmetissoði. Látið
sjóða vel í gegn.
Og svo eru hér tvær fislc-
súpur að vísu af skandina-
viskum uppruna.
SÆNSK FISKSÚPA
Um það bil 700 gr. af góð-
46 VIKAN 6 tbl-