Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 6
KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647 HatÍfiiatkutiit INNI OTI BfLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- ís tytikuttit h ö. RÁNARGÖTU 15? SÍMI 19669 VILHJALMSSDN NEYDD TIL AÐ LÆRA Kæra Vika! Ég skrifa þér í vandræð- um mínum, því að ég hef séð, að þú hjálpar svo mörgum, sem leita til þín. Ég er í landsprófi gegn vilja mínum og hef ekki nokkra von til að ná prófi í vor. Foreldrar mínir eru skilin. Mamma hefur ekki efni á að kosta mig í skóla og sjálfri hefur mér ekki tekizt að vinna mér inn peninga að neinu ráði. Það er nú svona og svona með þessa sumarvinnu. Það er pabbi, sem kostar skóla- göngu mína, og hann sér ekkert nema háskólann og svoleiðis. Eg veit, að karl- inn vill mér vel, en það er alveg ómögulegt að tala við hann. Hann hlustar ekki á mig. Hann segir, að ég geti vel lærtj, ef ég vilji. Auðvitað get ég lært, en eingöngu það sem mig langar til. Mamma er alveg á sama máli og ég. Hún veit hvað ég get lært og á hverju ég hef áhuga. Jæja, Vika mín! Segðu mér nú hvað ég á að gera. Eg er heimakær, reyki ekki, drekk ekki (eins og svo margir á mínum aldri gera) og fer bara einstaka sinnum í bíó, þá helzt á sunnudögum. Eg horfi oft á sjónvarpið, sérstaklega á mánudögum og þriðjudög- um. Yfirleitt horfi ég alls ekki á Apaspilið og „skemmtiþáttinn“ Svart og hvítt. Hvernig er það: Eru skemmtiþættir með Tom Jones, Engilbert Humperdinch og Cliff Richard svo dýrir, að ekki sé hægt að fá þá til sýn- ingar í sjónvarpinu okk- ar? Mér er sagt, að þetta séu þrír vinsælustu skemmtiþættirnir í Eng- landi um þessar mundir. Og í Þýzkalandi er verið að sýna ákaflega vinsæla framhaldsmynd, sem heit- ir Rinaldo Rinaldi. Fred Williams (sá sem lék furstann í Angelique og konungurinn) leikur aðal- hlutverkið. En þetta var nú bara of- urlítill útúrdúr. Eg þakka þér fyrir allar framhalds- sögurnar og þáttinn Eftir eyranu, og bið þig að lok- um að segja mér, hvað ég eigi að gera til að fá föður minn til að skilja, að mig langi til að læra það sem ég vil en ekki hann. Þinn einlægur, Lélegur landsprófs- nemandi. Ef það er eitthvað sér- stakt, sem þú vilt læra og hefur brennandi áhuga á, þá skaltu reyna betur að fá pabba þinn til að leyfa þér að læra það. Og þú skalt gera það fyrr en seinna, svo að allt fari ekki í háaloft, ef þú skyld- ir falla á landsprófinu. Eftir lýsingunni að dæma ertu fyrirmyndar ungling- ur, svo að hann hlýtur að vilja hjálpa þér að læra það sem þú vilt. UNGA KYNSLÓÐIN OG GÁFNAFAR ÍSLENDINGA Sæll, elsku Póstur! Mig langar til að spyrja þig um nokkur smávægi- leg atriði: Hefur María Markan kennt flestum ís- lenzkum söngkonum, eins og til dæmis Sigrúnu Harðardóttur,. Sigríði Þor- valdsdóttur, Völu Báru og fleirum? Svo er það annað mál: Eru íslendingar svo heimskir að leita ráða hjá þér, Póstur minn, um per- sónuleg vandamál sín og heimiliserjur? Að lokum: Geturðu sagt mér, hvenær næsta feg- urðarsamkeppni unga fólksins verður haldin í Austurbæjarbíói? Verður hún ekki fljótlega á þessu ári? Sg þakka þér kærlega fyrir gott lesefni, sérstak- lega Sögu Bítlamna og Forsyteættarinnar. Þ. M., Reykjavík. María Markan er álitin mjög góðnr söngkcnnari. Hún hefur kennt söng um langt skeið og margir kunnir söngvarar hafa 6 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.