Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 24
HANN ER HINN NÝIJAMES BOND OG ADALÁHUGAMAL MS EOU STULKUR Ég elska kcnur, allar konur, en ég hefi aldrei verið nógu lengi á sama stað til að verða alvarlega ástfanginn. Þetta segir Georg Lazenby, hinn nýji James Bond, valinn úr 400 umsækjendum, til að leika hinn fræga njósnara. Þegar hinn „gamli“ James Bond, Sean Connery, neitaði að standa lcngur í þessum áflogum og lífsháska, var hann 37 ára. í á var allt tilbúið til töku James Bond myndarinnar „í þjónustu drottningarinnar“, það’ var meira að ssgja búið að reikna út nokkur hundruð mill- jónir í ágóða ai' myndinni. Þáð vantaði ekkert nema manninn til að leika James Bond sjálfan, aðalhlutverkið. Framleiðendurnir Harry Salzman og Cubby Broccoli, leituðu um allan heim í marga mánuði, en ekkert gekk. Dag nokurn fór Salzman til rakara síns, til að láta klippa hárið, sem hann hafði látið vaxa í örvilnan sinni. Og þá sat hann þar! Á vangann cins og laglegur Indíáni, augun dökkbrún, meira að segja hökuskarðið var í sín- um’ stað. Hann er 186 cm á hæú og vegur 80 kíló, sem sagt karlmannlegur og geislandi af fjöri! Salzman gleymdi klinpingunni og dró manninn, sem sagðist heita Georg Lezenby, og vera ljósmyndafyrirsæta, með sér og lét reynslukvikmynda hann strax. Og Jamcs Bond II var kominn í sviðljósið, 29 ára gamall! Þaff þurfti aff „lagfæra“ ýmislegt viff hann, áffur en hann þótti írambærilegur, t.d. var framburffur hans ekki nógu góffur (hann er fæddur og Sydney í Ástralíu), og göngulag hans var likara hreyfingum kengúrunnar, en limamýkt hins fræga njósnara. En svo, einn góffan veff- urdag var hann íullgerffur suður á Spáni. Hann var sendur þangað til aff verða brúnn í sólinni og til aff þjálfa líkamann. Hann var svo skoðaður í krók og kring af læknum, og tryggður fyrir nokkrar milljónir. — Hinn fulllcomni James Bond, meff sérréttindi til aff al'lil'a fólk cg fleka stúlkur. Áffur en Georg varð James, var hann vélvirki í Ástra- líu, þar sem faffir hans ræktaffi grænmeti. Fyrir sex árum fluttist hann til Englands, og gcrðist bílasölumaff- ur. Ilann seldi sérstaklega vel, og frúrnar voru meff í reynsluferffunum. Fyrirtækinu sem hann vann við þótti slæmt aff missa hann, þegar hann fór aff sitja fyrir hjá ljósmyndurum fyrir auglýsingamyndir í blöff og sjón- varp. Byrjunarlaun hans verffa um það bil tvær og hálf milljón á ári, og honum er Iofað liækkun mjög íljótlega. Hann býr nú í glæsilegri íbúff í Mayfair, ekur dýrum sportbíl, og klæðist aðeins klæöskerasaumuffum fötum. Uppáhaldsdrykkur hans er gin og vodka, og hann er ennþá ókvæntur. En þrátt fyrir allan þennan munað er hann nokkuð grófur í framkomu. Maður hefir þaff á tilfinningunna aff gamlar gallabuxur og jepparæfill í auffnum Ástralíu hæfi lionum betur. ★ Hinn „gamli“ James Bond, Scan Conncry, nýtur þess a3 vcra hann sjálfur og stundar nú mikið uppáhaldsíþrótt sína, golf. V.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.