Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 7
En nú skal ég hreinsa hann
fyrir þig.
var hvítt), fannst mér ein-
hverjir ungir menn búa.
Þegar ég sá jakkann,
hljóp ég upp um hálsinn á
stráknum og kyssti hann
og fann mér til undrunar,
að hann tók utan um mig
á móti og sagði:
— Eg skal bursta jakk-
ann þinn betur en jakka
X (stelpunnar, sem hann
var með fyrir stuttu!), því
að ég veit, að þú hefur
lengi þráð það.
Loks var ég aftur komin
út og var þá búið að mal-
bika veginn og var alveg
orðið bjart. Mér fannst allt
eitthvað svo fallegt. Mér
leið svo vel.
Svona var draumurinn
og vona ég, að ég fái ráðn-
ingu á honum fljótlega.
Með fyrirfram þökk,
Þ.H.
P.S. Hvernig er skriftin?
Svona fallegur draumur
hlýtur að vera fyrir góðu.
Að vísu táknar holótti veg-
urinn, myrkrið og rykið á
jakkanum þínum erfið-
leika, mjög sennilega á
sviði ástamálanna, og jafn-
vel einhver veikindi. En
erfiðleikarnir leysast far-
sællega, vegurinn verður
malbikaður og allt verður
bjart og fallegt. — Við
liöfum aldrei séð stíl-
hreinni og sérkennilegri
skrift á ævinni.
HINDRUN Á
VEGINUM
Vikan, Reykjavík,
Draumráðningar.
f þeirri von að fá ein-
hverja þýðingu á draumi
sem mig dreymdi á nýárs-
nótt, sendi ég þetta bréf.
Draumurinn var á þessa
leið:
Mér fannst ég vera ný-
flutt. í næsta húsi við hlið-
ina á því, sem ég bjó í (það
Ég var stödd úti á göt-
unni fyrir framan þessi
hús. Hún var malbikuð,
breið og slétt svo langt sem
augað eygði. Þá fannst mér
koma bíll, sem var opinn.
Hann var ekki einu sinni
með blæju. Við stýrið sat
stelpa, sem heitir Björg.
Hún bauð mér upp í bíl-
inn og ók af stað. Hún
sagði mér, að hún væri
orðin leigubílstjóri í
Reykjavík og sagði, að sér
líkaði starfið ágætlega.
Þegar við höfðum ekið
nokkurn spöl, sá ég allt í
einu planka, sem var þvert
yfir götuna. Eg vissi þegar,
að við mundum fá hann í
hausinn, ef við beygðum
okkur ekki. Við beygðum
okkur því niður, ókum
undir plankann og svo
áfram eftir götunni, sem
var nú aftur auð, breið og
slétt og hvergi fólk að sjá.
Mér fannst þetta allt
gerast að næturlagi, en
samt var ekki dimmt.
Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna,
Puella.
Draumurinn boðar að
okkar dómi breyttar ytri
aðstæður. Sérstaklega
munu fjármál dreymand-
ans breytast mjög snögg-
lega til hins betra. Það er
margt sem bendir til þessa:
hvítt getur táknað bætta
lífsaðstöðu, nafnið Björg
getur þýtt fjárhagslegan
ávinning, að ferðast í bíl
eftir sléttum vegi getur
táknað aukin veraldleg
gæði. En hvað táknar þá
plankinn? Ætli fari ekki
fyrir þér eins og fleirum,
að þú eigir eftir að upp-
götva, að miklum pening-
um fylgja ýmiss konar
vandra^ði, sem gleymdist
að reikna með í gleðivím-
unni. En þér tekst að sigla
hjá skerinu, þú ferð undir
plankann, en færð hann
ekki í hausinn.
Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum.
Postulíns-veggflísar — stærðir 7’/2xl5, 11x11 og 15x15 cm.
Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflisar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur.
Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi.
Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti — inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóður — br. 55 cm.
Veggfóður — br. 50 cm.
_________________________________________________________________/
MBYflDENT-tannburstínn
gerir tannburstun að leik hjá börnunum.
MAYDENT raf-tannburstinn er öruggastur, fullkomn-
astur, þægilegastur og um leið ódýrastur.
Svissnesk gæðavara frá LENCO.
Fæst í flestum lyfja- og snyrtivöruverzlunum.
/
unnai (Sfygeiióóon k.f
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver« - Sími 35200
10. tbl.
VIKAN 7