Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 20
síður fyrir hjónabönd sín, stærri hlut eiga þau ekki í lífi hans. — Hann elskar ekkert annað en fyrirtæki sín og peninga, segir ein af fyrrverandi eiginkonum lians. Getty, sem nú er 7G ára, segir það sama, honum finnst ekkert við það að athuga. Eitt er öruggt, og vinir hans vita það; hann gæti ekki iifað án símans og viðskiptanna. Fimm eiginkonur kunnu ekki við þetta, þær vildu ferð- ast og skemmta sér og njóta þess að vera giítar ríkasta manni í heimi. Getty hefur líka alltaf haldið í við börn sín. Hann segir ar milljónarabörn þurfi strangt uppeldi, annars geti þau ekki horfzt í augu við erfiðleika, ef þeir verða á vegi þeirra. Hann er líka þannig alinn upp sjálfur. Faðir hans, sem upphaflega var lögfræðingur, varð auðugur við að finna olíu- lindir. En Paul fékk ekki mikla peninga, vasapeninga sína notaði hann til að læra grísku og arabisku. — Ég hlýt að hafa haft hugboð um að það ætti eftir að koma sér vel fyrir mig, segir hann. Þefvísi hans á gullin tækifæri var óbrigðul, þótt honum yrði ekki gagn að tungumálunum fyrr en fimmtíu árum síð- ar. Hann var fyrsti Ameríkaninn, sem gat talað við Ibn Saud, Arabíukonung, án þess að hafa túlk. Hann keypti af kóng- inum borunarrétt fyrir eina milljón dollara. Atta árum síðar fann Getty auðugar olíulindir, og fékk þá peninga sína margfaldaða. Það var fyrst árið 1957, sem það kom fram í blöðunum að Paul Getty var ríkasti maður í heimi. Fram að þeim tíma hafði liann vandlega getað leynt þessum staðreyndum. Gamall skólafélagi hitti hann einu sinni í Los Angeles, og sagði: „Halló Paul! Hvað gerirðu, og hvar vinnurðu? Getty lifir ennþá einföldu lífi. Hann hefur kvartað und- an því í mörgum blaðaviðtölum að milljónarar geti ekki lif- að eins og annað fólk, þeir hafi svo mikið að gera. Hann vinnur 14—16 klukkustundir á dag. A ferðalögum býr hann á annars flokks hótelum, ferðast á öðru farrými með járnbrautum. A veitingahúsum eyðir hann yfirleitt ekki meira en 4—500 krónum í mat. A afmælisdögum óskar hann eftir blýöntum, strokleðri, fataburstum og einhverju slíku, enda er ekki hægt að gefa honum, sem á mestu auðæfi sjálfur, nokkurn hlut, sem hann hefur þörf fyrir. Heitustu ósk sína getur hann ekki fengið uppfyllta: „Mig langar til að vera yngri“. CHARLES S. MOTT, stóriðjuhöldur, 93. ára Þnð er enginn maður sem hefur eins mikla ánœgju nf því að gefa peninga eins og hann. En raunar gefur hann lítið, því að hann hefur af svo milclu að taka . . . Rausnarlegur, en þó sparsamur, enginn maður hefur sýnt þá eiginleika, eins og Charles S. Mott, sem er orðinn 93 ára, og er stærsti hlutafjáreigandi í stærsta hlutafélagi heimsins, „General Motors“. Einu sinni, þegar Mott tók á móti blaðamönnum á heim- ili sínu í Flint í Michigan-ríki, kom hann með athugasemd- ir sínar á blöðum, gekk inn í tómt hliðarherbergi, til að kveikja Ijósið þar sem blaðamenn sátu. Þegar hann sá glott- ið á andlitum blaðamannanna, tuldraði hann: — Já, ég er kominn af Skotum, og ég þoli ekki að peningum sé sóað til einskis. Nokkrum mínútum síðar tilkynnti „Skotinn“ að hann gæfi samborgurum sínum 128 milljónir dollara til skólamála. x\rið 1905 erfði Mott, sem þá var þrítugur, lítið fyrirtæki, sem framleiddi hjólhestafelgur. Mott bætti fljótlega við og fór að framleiða bílastýri og öxla. Þá var tími bifreiðanna að hefjast. General Motors höfðu áhuga á þessu litla fvrir- tæki. Mott seldi þá 49 prósent af fyrirtæki sínu fyrir hluta- bréf í stórfyrirtækinu. Nokkrum árum síðar fóru hin 51 prósentin sönm leið. Þá var vélaverkfræðingurinn Charles Stewart Mott, sem liafði stundað nám í Danmörku og Þýzka- landi, stærsti einkahluthafi í „General Motors“, árði 1914. Það hefur hann verið fram á þennan dag. En milljónirnar haí'a ekki breytt þessum manni. Hann kaupir ennþá verk- smiðjuframleidd föt, borðar oft i sjálfsölum, og gekk úr póker- klúbbnum sínum, þegar boðin voru hækkuð úr tíu sentum í dollar. Aðeins einu sinni í sínu langa lífi var Charles S. Mott evðslusamur. Hann hélt sig geta keypt hamingjusamt hjóna- band, þriðja hjónaband sitt. Árið 1900 kvæntist hann í fyrsta sinn. Árið 1924 datt konan hans út um glugga og dó. Árið 1927 kvæntist hann aftur. Ári síðar lézt konan hans af eitrun í hálsi. Og svo, árið 1929 kvæntist hann í þriðja sinn. Mott var þá 54 ára og konan hans 29. Níu mánuðum síðar var þetta hjónaband leyst upp, án þess að ástæðan væri gerð kunn. Þessir níu mán- uðir kostuðu Mott 220 milljónir króna. 176 milljónir fékk frúin í „General Motors“ hlutabréfum. Hitt var kostnaður við hveitibrauðsdagana, 22 milljónir, sem hann hafði gefið dóttur konu sinnar af fyrra hjónabandi, og ýmislegt fleira. í „New York Times“ frá 3. desember árið 1929, er sagt frá gjöíunum, sem hann bar á þessa konu á níu mánuðum: Perluhálsband, 1,5 milljónir, demantshringur 3 milljónir króna, íbúð fyrir 4 milljónir og vasapeningar rúmar 4 milljón- ir króna. Það má segja að þctta sé nokkuð góður hagnaður á níu mánuðum. Það er haft eftir þessari þriðju frú Mott, að lnin hafi einu sinni sagt, og yppt öxlum: „Maðurinn minn hefur aðeins 5 milljón dollara árstekjur“. Þetta var í lok ársins 1929, fjórum vikuin eftir fjárhrunið í Bandaríkjunum, þegar l'Iest fyrirtæki fóru í rúst. Charles Mott komst í gegnum heimskreppuna, án þcss að tapa nokkru að ráði. 13. október 1934 kvæntist hann fjórðu konu sinni, Ruth Rawlings, konunni sem hann nú býr með í einbýlishúsi í Flint. Það er svo sem ekki neinn smákofi, 42 herbergi. Sex börn hans, þrjú af fyrsta hjónabandi og þrjú af fjórða, hafa verið vel tryggð, en þau verða ekki milljarðaeigendur: Charles Mott hefur stofnað sjóð, sem hann ánafnar borgurum heima- borgar sinnar, og þennan sjóð á að nota til velgerðarstarf- semi og uppbyggingar borgarinnar........... 20 VTKAN 10-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.