Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 16
SIBARI HLUTI HAROLDSEN LAFAYETTE HUNT, olíukóngur, 78 ára Það er eins gott að búast ekki við míklu, jyrir þá sem boðnir eru að borða hjá Heira Tlunt. A mat- seðlinum er ojtast. pylsur og kartöjlusalat.... Á hverjum morgni, þegar Haroldsen Lafayette Hunt vakn- ar, er hann orðinn rúmlega 1.5 milljón krónum ríkari en dag- inn áður. En þrátt fyrir það, lifir hann lífi sínu eiginlega alveg eins og hann gerði, þegar hann var fátækur skógarhöggs- maður, fyrir 40 árum. Oft, hefur hanh miðdagsmatinn með sér í bréfi. Og við- skiptavinir, sem koma til hans á skrifstofuna í Dallas, fá yfirleitt ekki annað en pylsur og kartöflusalat, þegar þeir borða með lionum á veitingahúsum. Hunt hefur andstyggð á því að sóa peningum. Amerískur blaðamaður spurði hann einu sinni hversvegna hann hefði hætt að reykja, fyrir mörgum árum. Hann svarað: — Þá vissi ég að hver stund i líl’i mínu var 40.000 dollara virði. Svo þér sjáið að það er alltof dýrmætur tími til að eyða honum í að kveikja á eldspýtum, eða finnst yður það ekki? En ]>að er eitt sem Iíunt sér ekki eftir tíma sínum í, og það eru stjórnmálin. Ilann er Texani í lnið og hár og reynir að fá fótfestu á stjórnmálasviðinu. Hann er andkommúnisti, og hann sér ekkert eftir því að greiða fyrir 15 mínútna út- sendingar frá 000 útvarpsstöðvum daglega. En eitt er það sem hinn aldraði auðkýfingur getur ekki fengið þrátt fyrir alla sina peninga, og það er að verða blaða- maður og fá greitt fyrir greinar sínar. Hann reyndi einu sinni að bjóða einum 150 blöðum grein eftir sig, en árang- urslaust. Blöðin vildu ekki einu sinni birta greinar hans ókeypis. Það kom þó að því að „Houston Cronicle" að lokum lét til leiðast að birta greinar hans, og bauð honum 5 dollara laun á viku. Þegar han fékk fyrstu kaupávísunina, varð olíu- kóngurinn himinlifandi. Hann sendi strax afrit af ávísuninni til tengdamóður sinnar og aldraðrar systur. 16 VIKAN 10- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.