Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 29
ONSON KVEIKJA8AI Vanti yður tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. Einka'jmboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavík. ys Hrútsmerkið (21. marz - 20. apríi): Láttu ekki á þig fá þótt þú heyrir sögur sem hafa 1 ekki við rök að styðjast. Vertu varkár og gefðu 1 ekki loforð í fljótheitum. Reyndu að vera hlutlaus 1 í fjölskyldudeilum. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Líkur eru á mótbyr í vikulokin, og sú andstaða er þér sjálfum að kenna. Annars verða dagarnir hver öðrum líkir og þér gengur vel í starfi. Nokkuð ræt- ist úr á fjármálasviðinu. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Á vinnustað gerast miklar breytingar sem eru fólgn- 1 efa, til happs. Þú íærð tækifæri til að efla aðstöðu 1 þína, ef þú gætir þess að slá út trompinu á réttum 1 tíma. Fjölskyldunni bætist góð eign. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Þár er mikil nauðsyn á að brydda upp á nýungum, sem vekja áhuga á störfum þínum. Þú munt þurfa að kafa djúpt til að fá lausn á vandamálunum. Þú eignast nýjan vin. Bezt er að vera heima um helgina. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júnf): Á vinnustað gerast miklar breytingar sem eru fólgn- ar í meiri hagræðingu og mannaskiptum. Án efa muntu fagna þessum breytingum, því þær eiga einnig að auka tækifæri þín. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Svo getur farið að vanhugsað verk í byrjun vik- unnar geti reynzt þér erfitt viðureignar þegar frá 1 líður. Gerðu háar kröfur til sjálfs þín og slakaöu 1 ekki á. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Farðu eftir eigin höfði í ákveðnu máli og kærðu þig ekki um hvað aðrir segja. Ákveðið vandamál mun leysast á auðveldan máta. Þú bryddar upp á nýungum sem hvarvetna verður vel tekið. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Ráðlegt er að taka sér hvíld frá störfum um stund, 1 og ef það er ekki hægt, breyta þá lífsvenjunum ofurlítið. Þú lendir í ævintýri, sem vekur hjá þér stóra spurningu. Miðvikudagur happadagur. Ljónsmerkið (24. júl( — 23. ágúst): Eftir skamman tíma stendurðu andspænis tveim kostum. Þér mun veitast erfitt að velja réttu leið- ina, nema þú fáir utanaðkomandi hjálp. Farðu gæti- lega í umferðinni, sérstaklega að kvöldlagi. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Eyddu ekki orkunni til ónýtis og hagræddu verk- efnum þínum. Vertu ekki of smámunasamur, það 1 fer illa með taugarnar. Það blæs ekki byrlega fyrir vinum þínum; það er í þínu valdi að aðstoða þá. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Allar líkur benda til þess að þú farir í ferðaiag, sem verður þér til mikillar ánægju. Útgjaldaliðirnir eru nokkuð hærri en þú áætlaðir. Þér sinnast alvarlega við starfsfélaga þinn. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hefur tilhneigingu til að tala um áhugamál þín ■ við hvern sem er; þessi ósiður hefur vakið andúð hjá ýmsum, sem* æskilegast væri að losna við. Það er 1 nauðsynlegt að þú gerir upp gamla skuld. aorraiWia'Vl»,-r~n~,h 7:;'in .gv +< * ) *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.