Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 41
Við hverja snertingu hans. Framhald af bls. 35. Janine hristi höfuðið. — Þú hefur þannig sambönd? — Já, hann hló góðlátlega. — Þú veizt ekki hvers konar fólk við skurðlæknarnir skerum stundum upp. Dr. Haller kallaði á þjóninn og borgaði. Þau fóru út á götu gegnum perluforhengi. Hann tók utan um hana. — Treystirðu mér ekki, Janine? — Jú, sagði hún lágt. — Ef þú vilt, þá kem ég með þér. — Ég er meira að segja þegar búinn að panta tíma fyrir þig í Múnchen, viðurkenndi hann hlæjandi. — Dr. Sartorius heitir hann. Taugalæknir, sem hefur sérhæft sig fyrir imgar konur, sem hafa misst minnið. — Vonandi fer allt vel. Rödd hennar virtist lýsa hræðslu. — Örugglega. Hann þrýsti hönd hennar fast. — Trúðu mér, núna förum við réttu leiðina. Læknir, sem mun hjálpa þér að finna aftur minni þitt.... Janine steig inn í bíl hans, strauk pilsið yfir hné sér. Mún- chen — var það rétta leiðin? I Gasse lögregluforingi hengdi hatt sinn og frakka inn í skáp, síðan gekk hann inn ganginn og bankaði hjá herra Sandner. Sandner, aðstoðarlögreglumað- ur, sem hann hafði tilkyxmt alla málavöxtu kvöldið áður, sat til- búinn bak við skrifborð sitt. — Nú, hvernig lítur þetta út? spurði Gasse. — Unga stúlkan heitir Gabri- ela Westphal, svaraði aðstoðar- lögreglumaðurinn, — hún hefur íbúð á Hiltonhóteili.... — Vel efnuð, eftir þvi að dæma. — Rík, img, falleg — eins og bezt verður á kosið, herra full- trúi. Einkadóttir vefnaðarvöru- verksmiðjueigandans Martins Westphal í Múnchen. Hann er þekkt nafn í tízkuheiminum. — Fylgdust þér með þeim báðum? — Já. Um kl. tíu yfirgáfu þau grillveitingahúsið, gengu yfir Ku-Damm yfir á Ascona-Bar, stuttu eftir miðnæf.ti fóru þau aftur út í bílinn, sátu þar smá- stund, því næst tók Siebert hana með sér heim ... Lögreglufulltrúinn kinkaði kolli. — Augljóst mál, ekki satt? Aðstoðarmaður hans hló. — Það leit ekki út fyrir, að þau ætluðu sér að fara að spila á spil. Enn eitt, sem þér kynnuð að hafa áhuga fyrir: Þessi Júrg- en Siebert er eigandi Dreisten- Weibung, aiuglýsingafyrirtækis, sem tízkuheiminum til furðu — hefur tekið við allri auglýsinga- starfsemi fyrir Westphal-Nicole. — Þér hafið komizt að heil- Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. miklu, sagði lögreglufulltrúinn í viðurkenningarrómi. Þegar hann kom aftur inn í herbergi sitt, bað hann um síma- samband við yfirlæknir réttar- rannsóknarstofunnar. — Herra læknir, munið þér eftir líki Janine nokkurrar Sie- bert, sem var dregin upp úr Teg- eler Sée í desember? — Já, auðvitað. — í álitsgerð yðar er minnst á meiðsli í hnakkanum. — Við gerðum ráð fyrir að hún hefði dregizt utan í eitthvað, gætu þau ekki eins stafað af höggi? — Því er ekki að neita, herra lögreglufulltrúi. Höggi með járn- stykki eða einhverju svipuðu ... En ég hélt, að um óvéfengjanlegt sjálfsmorð væri að ræða. — Ég þakka yður kærlega, herra læknir. Við ætlum að graf- ast betur fyrir um þetta. Sassé lögreglufulltrúi lagði tól- ið á. Hann virti hugsandi fyrir sér grænu örkina með áletrun- inni „Janine Siebert“. Hann gat ekki losað sig við þá tilfinningu að í þessu máli hefði honum skjátlazt. Skjátlazt mikillega. Hann var þakklátur þeirri til- viljun sem hafði leitt hann inn í hið dýra veitingahús. Júrgen Sie- bert — hann hafði þegar í stað þekkt hann aftur. Og þá hafði hann orðið hvumsa. Og núna fannst honum hann finna þefinn af einhverju. Annað hvort kom sjálfsmorð konu þessa Sie- berts honum mjög vel, eða það var ekkert sjálfsmorð. \ Magnús E. Baldvinsson K. 10. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.