Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 11
NO. 2 TIL ÚRSLITA Karen er 15 ára gömul, fædd 19. september 1953, yngri dóttir Axels Mogen- sen, matreiðslumanns, sem nú er látinn, og Ásdísar Mogensen. Karen er 171 cm á hæð, með gráblá augu og brúnt hár. Hún er í Vogaskóla, og bekkurinn heitir S-9 val- deild. Valdeild heitir hann vegna þess, að auk kennslu- stunda á morgnana með föstu námsefni, geta nem- endur að verulegu leyti valið sér námsefni sem kennt er í tímum eftir há- degi, 4—5 valfög auk föstu faganna mun vera lágmark. Uppáhaldsfög Karenar eru enska og vélritun, en leið- inlegasta fagið líklega þýzka — hún er valfag. í vor tekur Karen svo gagn- fræðapróf. Á sumrin hefur Karen nú um langt skeið unnið hjá Sláturfélagi Suðurlands, í eldhúsinu á Grensásveg- inum. Aðspurð segir hún brosandi, að vinnan hafi einkum verið fólgin í því, að skammta salat og sinn- ep í dollur — eða annað álíka. Enda hyggur hún hærra í framtíðinni. — Að loknu gagnfræðaprófi ætlar hún að jafna fjárhaginn með því að vinna í eitt ár eða svo, en gerast síðan fóstrunemi eða þjálfa sig fyrir kennslu vangefinna barna. í frítímum les hún mik- ið, flest lesefni annað en ferðasögur. Hún horfir stundum á sjónvarp, eink- um framhaldsþætti, og hlustar á Lög unga fólks- ins og Á nótum æskunnar í útvarpinu. Á böll fer hún lítið, nema skólaböll, — og hefur aldrei komið á sveitaball. Hún biður ævin- lega leyfis, þegar hún fer að heiman og segir hvert hún ætli og hvenær hún sé væntanleg heim aftur. Hún segir alla sína kunningja hafa sama háttinn á. Þótt töluvert danskt blóð renni um æðar hennar, — faðir hennar var af dönsku foreldri en fæddur hér og búsettur alla tíð — hefur hún lítinn áhuga fyrir því þjóðerni, en kysi helzt að vera Englendingur, væri hún ekki íslenzk. Hún hef- ur komið til Skotlands og þótti þar einkar fallegt, en fátæktin áberandi mikil. — Svo hún vildi heldur vera ensk og búa í fjallahéruð- unum næst Skotlandi.... ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.