Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 19
DANIEL LUDWIG, skipaeigandi og stóriðjuhöldur, 71 árs Hann gengur nieð ánægju í gömlum buxum og drekkur aðeins mjólk. Hann hefur andstyggð á munaðarlífi og lúxus, að einu undanteknu: Skemmtvmekkja hans kostaði yfir 170 milljón lcrónur......... Þegar hann var níu ára skrapaði hann saman allt sitt sparifé, og keypti, með leyfi föður síns, gamlan bát, sem var á kafi í sjó. Hann lét ná honum upp og gerði við hann, án hjálpar. Næsta vor leigði hann bátinn út fyrir helmingi meira fé. Þetta var fyrir sextíu og tveimur árum, og var upphaf þeirra milljóna, sem hann nú græðir daglega á tankskipum sínum. Maðurinn sem hafði ofurást á gömlum skipum, er ekki ýkja þekktur, ameríski skipaeigandinn Daniel Ludwig. Tankskip hans, 55 að tölu, sigla undir fána Liberiu. Auðæfi hans eru virt á 44 milljarða króna. Sem ungur maður lærði Daniel Ludwig skipasmíði. Þegar hann lauk námi átti hann nm hálfa milljón króna á banka. Þá keypti liann gamla dráttarbáta og timburskip, gerði þau upp og seldi þau aftur, með hagnaði. En það verður enginn milljónari á þvi. Það var fyrst árið 1936 að Ludwig fór fyrir alvöru út í skipaútgerð. Hann fékk lán hjá „Chemical Trust Co.“ og keypti gömul herflutningaskip hjá hermálaráðuneyti Banda- ríkjanna, gerði úr þeim tankskip, sem hann leigði út. En hann varð leiður á að eiga við þessa gömlu koppa. Draumur hans var að eignast risatankskip. í því augnamiði tók hann aftur lán. Hann fékk það hjá bönkum, sem höfðu með leiguskip olíufélaganna að gera. Daniel Ludwig hafði kjark til að fara út i stórskipasmíði, meðan aðeins lítil skip sigldu um heimshöfin. Árangurinn varð eftir því. Það eru aðeins Japanir, með sín 150.000 tonna tankskip, sem hafa nú upp á síðkastið komizt fram fyrir hann. Ludwig er jafn smásálarlegur í einkalífi sínu, eins og hann er stórhuga í viðskiptalífinu. Hann fyrirlítur allan munað. Hann er þrjózkufullur og gengur í gömlum buxum og út- vöðnum skóm. Skrifborðið hans á skrifstofunni í stórri skrif- stofubyggingu í New York, gæti eins verið í eigu einhvers fátæklings. Það er alltaf fullt af skjölum og á því stendur líka svartur sími og lamparæfill. Aðeins tvisvar á ævinni hefur Ludwig veitt blaðamönnum viðtal. Hann vill ekki að almenningur viti neitt um einkalíf hans. Einstaka sinnum býð- ur hann kunningjum í siglingu um Karabiahafið á skemmti- snekkju sinni, sem kostaði yfir 170 milljón krónur. En um borð í þessu skrautskipi lifir Ludwig ekki urn efni fram og hann drekkur aldrei annað en mjólk. Mesta áhyggjuefni Ludwigs er það að stjúpsonur lians hef- ur engan áhuga á skipum, enda ætlar hann að arfleiða krabbameinsfélag að mestum hluta eigna sinna.......... PAUL GETTY, olíukóngur, 76 ára Paul Getty á um 130 þúsurui milljónir. 10—30 milljónir af eða á skipta eklú máli — og hann er ekki viss. Stundvíslega klukkan tíu á hverjum morgni, situr hann við skrautlegt, ganralt skrifborð, á landsetri sínu „Sutton Place“ í Surrey, Englandi. Og á hverjum morgni hringir hann út um allan heinr. Aðeins eitt símtal, 10 mínútna rabb við kauphallarmiðlara hans í New York, kostar unr níu þúsund krónur. En milljarðaeigandinn Paul Getty verður ekki var við það. Á þessunr 10 nrínútum græðir hann 155.000 krónur á olíu sinni, tankskipaflota og hlutabréfum. Á hverjum morgni, þegar Paid Getty sezt að skrifborði sínu, er hann orðinn ellefu milljón krónum ríkari en kvöldið áður. Þessi nraður, sem greiðir þúsundir daglega fyrir ntanlands- símtöl, hefur látið setja upp sjálfsala-sínra á heinrili sínu fyrir gesti og starfsfólk, svo það geti ekki notað símann, nema borga fyrir það. Hann heldur því franr að þetta sé ekki nízka, heldur séu gestirnir frjálsari, og eigi að vera þakklátir fyrir hugsunar- semi hans. I mörg ár lrringdi Paul Getty daglega til sonar síns Tinrothy í New York. Drengurinn hafði gengið undir eyrnaaðgerð, varð blindur, og eftir finrnr ára sjúkrahúsvist dó hann vegna heilaæxlis. Föðurnunr datt ekki í hug að setjast upp í flugvél, til að vitja sonar síns, hann er dauðhræddur við að fljúga, og hafði ekki tíma til að fara meði skipi. Hann sá son sinn aldrei aftur. Paul Jean Getty hefur ekki verið heppinn í ástum, þrátt fyrir alla milljarðana. Ilann hefur skilið við finrnr eiginkon- ur. I 300 blaðsíðna sjálfsævisögu sinni, notar hann aðeins 6 io. tbi. VLKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.