Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 22
Hvað er hægt að gera við skalla? Þessari spurningu velta margir fyrir sér. Það er aðeins ein lausn sem dugar að dómi sænskra lækna. Það er að flytja til hársvörð. Ef þetta er gert á réttan hátt, heppnast það eiginlega alltaf. Og það hár fellur ekki af. Lars Engstrand dósent seg- ir: Ef talað er um venjulegan skalla, er álitið að hann stafi af því að sinahimnurnar þykkni og trufli hringrás blóðsins og blóðstreymi til hárrótanna. Þær rýrna og hárið hættir að vaxa og hverf- ur svo alveg. Það er ekki neitt innbyggt klukkuverk, sem stöðvar hárvöxtinn á vissu árabili. En það var almennt álitið áður fyrr. Ilversvegna er oftast hár- krans knngum skallann? Vegna þess að sinahimnan liggur eins og kollhúfa yfir hvirfilinn. Utan við hana er ekki eins mikil spenna í vefj- unum, sem minnkar blóð- streymi til hárrótanna. Hafa þá aðeins karlmenn sinahimnu? Hversvegna verða konur ekki sköllóttar? Bæði kynin hafa sina- himnu, en á konum er hún næfurþunn og helzt þannig' alla ævi. (Nema hjá þeim mjög íau undantekningum, sem verða sköllóttar). Það virðist vera tvennt sem or- sakar skalla: karlhormóna- starfsemi og svo að það er mjög arfgengt. Það er álitið að erfðirnar ráði ástandi sina- himnunnar en að hormóna- starfsemin sjái um þróunar- ferilinn. Það er því ör starf- semi karlhormóna sem ræður miklum skeggvexti og skalla hjá mönnum um tvítugt . . . Hvemig stendur á því að þykk sinahimna hefir slílc áhrif? 22 VIKAN 10- tbl- Sinahimnan er bundin við undirhúðina með vefjaneti. Þegar sinahimnan strengist, rýrnar þetta vefjanet og sömuleiðis húðin með hárót- unum, blóðstreymið í húðinni verður hægara. Því fyrr sem sinahimnan þykknar, því fyrr dettur hárið af. Tvítugir menn, sem sýnilega hafa byrj- andi skalla, geta verið alger- lega sköllóttir eftir 4—5 ár, þrítugir eftir 6—7 ár og fer- tugir eftir 10—12 ár. Þeir sem halda hárinu fram yfir fimm- tugt, halda því venjulega til æviloka. Skýringin er í því fólgin að hormónastarfsemi er svo miklu örari á unga aldri. Er nokkuð til í því að hattar og loðhúfur eigi sök á þessu? Það er oftast nolclcuð hár fyr- ir neðan hattbarðið. Alls ekki, nema hatturinn sé of þröngur. Það er blóðrás- in sem stjórnar þessu. Ef kon- ur sofa með hárið of strengt, eða vefja það of fast upp á rúllur, getiir hársvörðurinn skaðazt. Er nokkuð ráð til að koma í veg fyrir eða stöðva luirlos? Já, það er liægt að rista upp sinahimnuna með svokallaðri höfuðleðursaðigerð, til að minnka þensluna í hársverð- inum. Þessi aðgerð tekur 45 mínútur, og er í því fólgin að sinahimnan er losuð frá húð- inni og gerður í liana T-Iaga skurður, 16 cm langur. Þetta er gert við staðdeyfingu. í 70—80 prósent tilvikum heppnast þessi aðgerð. Skurð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.