Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 12
/---------------------------------- N ANTON CHEKHOV var uppi 1860—1904 og er einn kunnasti leikrita- og smá- sagnahöfundur Rússa. Hann fæddist í bænum Taganrog við Azovs-haf 17. janúar 1860. Faðir hans var iðnaðarmaður og son- ur þræls. Chekhov nam við gagnfræðaskóla heimabæj- ar síns, en 1879 hóf hann læknisfræðinám í háskól- anum í Moskvu og lauk prófi 1884. Hann stundaði læknisstörf mjög skamma hríð, en helgaði ritstörf- um æ meira af tíma sín- um. Hann varð brátt vin- sæll og eftirsóttur höfund- ur hjá blöðum og tímarit- um og skrifaði nær ein- göngu léttar og smellnar smásögur. 1886 voru gam- ansögur Chekhovs gefnar út í bók og naut hún mik- illa vinsælda. Sagan, sem hér birtist er einmitt ein af þessum sögum. 1887 samdi hann fyrsta leikrit sitt, Ivanov. 1890 ferðaðist hann til fanga- eyjarinnar Sakhalin og skrifaði bók um þá ferð, sem hafði mikil áhrif í baráttunni fyrir mannúð- legri meðferð fanga. 1897 veiktist hann af berklum og varð upp frá því að búa mestan hluta ársins á Krímskaga eða erlendis. 1896 var annað leikrit hans, Mávurinn, frumsýnt í Len- ingrad, en fékk slæma dóma og litla aðsókn. Tveimur árum síðar var leikritið sýnt í Moskvu- leikhúsinu undir stjórn Stanislavskis og hlaut þá ágætar undirtektir. Upp frá því var Chekhov í nánum tengslum við leik- húsið í Moskvu. Næstu þrjú leikrit hans, Vanja frœndi (1899), Þrjár syst- ur (1901) og Kirsuberja- garðurinn (1904) voru öll sýnd þar við mikinn orð- stír. Þrjú hin síðastnefndu hafa verið sýnd hér á landi. 1901 kvæntist Chekhov leikkonunni Olgu Knipper. Hann lézt 2. júlí 1904, að- eins 44 ára gamall. \_____________________________y □ ÖRSTUTT GAMANSAGA EFTIR ANTON CHEKHOU Reyniö bara að gera yð- ur í hugarlund, lesari góð- ur, hvílík kvöld þetta hafa verið: Allt var orðið hljótt nema næturgalinn og hægur andvari bar að eyrum manns dauft hljóð í járnbrautarlest. Og svo yndisleg og bústin, Ijós- hærð kona, sem skalf í kvöldgolunni af tómri ást- leitni .... Eg fór í sumarleyfi í maímánuði og fékk gjaldkera fyrirtækisins til þess að láta mig hafa hundrað rúbl- ur fyrirfram upp í kaupið mitt — til þess að geta lif- að á minningunum í framtíðinni. Eg vildi lifa lífinu, eins og sagt er, en vitið þér hvað átt er við, þegar sagt er að lifa í orðsins fyilstu merkingu? Það er ekki einskorðað við að fara í leikhús með ungri stúlku, snæða kvöldverð á eftir og koma ekki heim fyrr en í morgunsárið, að sjálfsögðu í sjöunda hirnni. Nei, ef þér viljið lifa lífinu í raun og veru, þá skuluð þér setjast upp í járnbrautarklefa og fara þangað, sem loftið er mettað af angan sírenanna. Þar úti í guðs grænni náttúrunni munuð þér kynnast því fyrst, hvað lífið er í raun og veru. Hugsið yður bara: Utsýni yfir blómlega skóga og niður sitrandi lækja. Hugsið yður svo stefnumót, einu sinni eða tvisvar, við kvenlega veru, sem er með barðastóran sumar- hatt, hvíta svuntu og augun hennar eru á sífelldu iði í unaðslegu andlitinu .... Jú, allt þetta dreymdi mig um, þegar ég lagði af stað upp í sveit með hundr- að rúblur í vasanum. Samkvæmt ráðleggingu eins vinar míns leitaði ég eftir lnisnæði hjá Soffíu Pavlovu Kninginu og hún léði mér snoturt herbergi í húsi sínu. Þegar ég var kominn til þessa litla bæjar og hafði fundið stóra, hvíta húsið hennar, gekk ég upp breiðar terrassó- tröppur, sem lágu upp í garðstofuna. Þar inni sat ung og vndisleg kona og drakk te. Hún leit undr- andi á mig, um leið og ég gekk inn. — Hvers óskið þér, spurði hún. — Ég er víst að villast .... ég ætlaði í hús Soffíu Pavlovu, en . . . . — En ég er einmitt Soffía Pavlova, svaraði hún. Eg ætlaði varla að ná mér eftir undrunina, því að hingað til hafa hugmyndir mínar um konur, sem leigja út herbergi, verið bundnar við garnlar og gigt- veikar kerlingar. En hér blasti við mér hrífandi kona. Ég bar upp erindi mitt. — Nei, en hvað það var skemintilegt, svaraði þessi tælandi kvenvera. Viljið þér ekki fá yður sæti? Vin- ur yðar hefur þegar skrifað mér. Má ekki bjóða yð- ur te með rjóma eða sítrónum? Það eru til konur (samkvæmt minni reynslu eru þær oftast Ijóshærðar), sem maður þarf ekki að tala við nema í örfáar mínútur, þar til þær trúa manni fyrir sínum dýpstu leyndarmálum, rétt eins og maður hafi þekkt þær frá blautu barnsbeini. Og Soffía Pavlova var einmitt kona af þessari gerðinni. Jafn- skjótt og ég hafði tæmt fyrsta teglasið, hafði ég fengið að vita, að hún væri ógift, en lifði á vöxtum af peningum, — að henni fannst óhugnanlegt að búa ein í svona stóru lnisi, og að henni væri sönn ánægja að leigja karlmanni stóru hornstofuna. T stuttu máli sagt: A örskömmum tíma vorum við Soffía Pavlova orðnir hinir beztu vinir. — En heyrið þá, ég gíeymdi því mikilvægasta, kall- aði ég. — Hversu mikið á ég að greiða yður fyrir hús- næðið? Ég vil gjarnan búa hér í þrjár vikur — há- degisverður að sjálfsögðu innifalinn, te og svo fram- vegis ...... — Já, mikil ósköp. Við sjáum til með það. Þér getið borgað mér eins lítið og þér viljið. Það er ekki af fjárhagslegum ástæðum sem ég leigi herbergi út, heldur bara félagsskaparins vegna. Eigum við að segja tuttugu og fimm rúblur? 12 VTKAN 10 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.