Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 37
Ilér eru þrjár myndir sem sýna hvernig nýta má bil milli efri skápa og borös. Svona hjólaborö eru hcntug í stóru gamaldags cldhíisi, þar sem langt er frá clda- vcl að vinnu- borði. Myndin á hinni síðunni sýnir grunnan skáp, sem komið hefur verið fyrir í gömlu eldhúsi og hýsir margs konar rafmagnsáhöld. / ---------N YMISLEGT UM EPLI §S GRÆNMETi Epli geta verið varasöm. Ekki til átu, fjarri því, en rannsóknir hafa sýnt að epli gefa frá sér lofttegund, svonefnt etylengas og þetta gas getur verið skaðlegt fyrir annað grænmeti, sé það geymt nærri eplunum, það jafn- vel breytir bragði. Margs konar blóm þola ekki að epli standi til lengdar í sömu stofu, blóm- hnappar visna og falla af, meira að segja getur tekið fyrir blómg- un, en þá hafa blómin orðið fyr- ir nokkuð slöðugum samvistum við eplin. Gulrætur þola líka illa návist eplanna, svo óvarlegt er að geyma þau í sama skáp. Rannsóknir hafa einnig farið fram á því, við hvaða hita og kringumstæður alls konar græn- meti geymist bezt. Kartöflur geymast bezt við 8—12 stiga hita. Hlýja spillir blómkáli og blaðsalati, bezta hitastig fyrir það eru 2—4 stig. Skemmt græn- meti „smitar“ það sem næst því liggur, svo um er að gera að kasta því fljótlega. Tómatar gefa líka frá sér dá- lítið etylengas og það þolir agúrkan til dæmis illa, hún guln- ar og verður seig í sambúð við tómata, svo ekki er þeim hollt að geymast saman. Og óska- geymsluhiti agúrkunnar er ca. 12 stig. * V_______________________________J 10. tbl. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.