Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 14
4
k *
1
j ■
í .
h
r
ANDRÉS INDRIÐASON
Þótt tiltölulega skammt sé síðan Bítl-
arnir sendu frá sér tvær innihalds-
miklar hljómplötur í einu umslagi,
hafa þeir lýst því yfir, að von sé á
einni til viðbótar, áður en langt um
líður. Þessi væntanlega hljómplata
verður með öðru sniði en aðrar plöt-
ur, sem Bítlarnir hafa látið frá sér
fara, því að hún verður tekin upp að
viðstöddum áheyrendum. Að sögn for-
ráðamanna Apple hljómplötufyrirtæk-
isins eru Bítlarnir þegar byrjaðir að
semja lög fyrir plötuna, og virðist eng-
inn hörgull á efniviði. Paul á þegar
níu lög tilbúin, og John og George
nokkur hvor, en þeir hyggjast semja
fleiri, og velja síðan þau beztu til
flutnings á plötunni. Alls verða á
plötunni fjórtán lög, og á hún að koma
á markaðinn, áður en vetur er úti.
Paul MeCartney er sá Bítlanna, sem
mest þykir í spunnið. Sagt er, að hann
eigi bróðurpartinn í beztu og vinsæl-
ustu lögunum, sem Bítlarnir hafa lát-
ið frá sér fara. Hér blæs hann í lúð-
ur fyrir seppa sinn, sem hann hefur
miklar mætur á. Sá heitir Martha,
og um hann hefur Paul gert lagið
„Martha, my dear“.
V._____________________________________y
14 VIKAN 10- tbl-
o
-o
-----------------------------------------------
Það er hart í ári hjá Hollies um þessar
mundir. Graham Nash er floginn í burtu,
en þeir sem eftir sitja, leita nú að manni
í hans stað — og gengur seint að finna
hann. Hollies hafa verið á kreiki í sex
ár, og hefur Graham verið með frá byrj-
un. Hann var gítarleikari og einn af aðal-
söngvurum hljómsveitarinnar. Einhverr-
ar óánægju virðist hafa gætt hjá Graham
með músikina hjá Hollies, a.m.k. er það
talin ástæðan fyrir því, að hann ákvað
að hætta í þessari vinsælu hljómsveit.
Megin ágreiningsefnið virðist hafa verið
ný hæggeng hljómplata hljómsveitarinn-
ar, sem er á döfinni, en á henni eru lög
eftir Bob Dylan. Var Graham mjög ókát-
ur yfir því efnisvali og taldi slíka stefnu-
breytingu í lagavali hljómsveitarinnar
hina mestu óhæfu. Urðu lyktir þær, að
Graham ákvað að taka ekki þátt í að
ge.ra þessa plötu og var undirspilið tekið
upp án hans, en sönginn vantar enn þar
yfir, því að nú vantar mann til að fylla
upp í skarðið, sem Graham skildi eftir
- og það þarf að vera pottþéttur náungi,
því að skarðið er stórt!
v----------------------------------------------/
/-----------------------------------------A
Eins og áður hefur komið fram hefur
Lulu hin skozka krækt sér í Maurice
Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees.
Lulu er nokkuð stórt númer í Eng-
landi þessa dagana og ber þar tvennt
til: Hún hefur með höndum sjónvarps-
þætti fyrir BBC, sem neínast „Happ-
ening for Lulu“, og eru þetta mjög
vinsælir þættir, og svo hefur lagið
hennar „I‘m a tiger“ verið ofarlega
á vinsældalistanum. Ákveðið hefur
verið, að Lulu komi fram fyrir Bret-
lands hönd í Eurovision söngvakeppn-
inni, sem mun fara fram í marz, en
um það leyti hyggjast Maurice og
Lulu láta pússa sig saman.
V_________________________________________)