Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 45
Framhald af bls. 31. síðustu daga, þegar Þrumumaðurinn kom með hestahóp sinn og kon- urnar, hermenn með litlar fallbyssur og höfðu slegizt í hóp Kanada- mannanna, sem komu úr norðri, ásamt rauðum bandamönnum sín- um, vopnuðum lensum og stríðsöxum, en úr suðri höfðu komið Patsi- kettarnir frá Conneeticut og Etchimínarnir. Allt saman Abenakar og óvinir Iroka, eftir hinu blásvarta Kennebec fljóti. Og í íararbroddi var svarti kuflinn með eldsaugun, Jesúítinn Etskon-Honsi. Að lokum hafði þessi litli hópur safnazt saman i varðstöðinni í Katarunk. Hver gat verið tilgangur þeirra, ef ekki að eyða Irokum? Outakke stakk sér aftur inn í skóginn. Hann hugsaði um hvítu konuna, sem hafði rekizt á skjaldbökuna á leið sinni og ekki snúið burtu. Og sem hann lyfti augum í átt til sólar, upp á milli trjánna, fann hann til einhvers dofa og sársauka í maganum, það gat stafað af þreytu eða hungri eða löngum göngum, eða af striðinu sem síðustu þrjá mánuðina 'hafði verið aðaluppistaðan í lífi hans; en sársau'kinn gat einnig staðað af minningunni um það sem hann hafði reynt, þegar hann, falinn milli trjánna sá hana nálgast, óskiljanlegan, ókunnan anda, klæddan i logarauða skiikkju. Það hafði verið honum hræðileg lífsreynsla; hann hélt hann hefði fundið til ótta og óvissu við eitthvað einkennilegt og nýtt, sem hann gat ekki skilið hvað var. — Já, víst var hann hungraður, en það gaf honum yfirnáttúrulegt og guðlegt innsæi. Hugurinn losaði sig frá líkamanum og flaut á undan honum. Hugur hans var eins og hrelldur íugl, sem hélt á undan honum og vældi af örvæntingu. Þannig hlutu hinar glötuðu sálir að væla. Pál hans vældi yfir hinni eilífu freistingu fölandlitanna, þessari enda- lausu beitu, sem laðaði Indíánana að fótum hinna sviksömu og grimmu hrotta, stöðugt í þeirri von að núna væri það hann, forfaðirinn með hvíta andlitið, blysberi dýrðarinnar, en komu hans spáðu allir Indi- ánaprestar og sagt var fyrir um hana í elztu helgisögum menningar- innar. Hve mikið lengra myndi líða, áður en Indíánarnir gerðu sér ljóst að þetta var ekki Hann, að það væri aldrei Hann. Þess í stað var Það falskur messias, eins og Svartkuflarnir myndu segja. Forfaðirinn með hvíta andlitið var ekiki til og hann myndi aldrei koma. Hvaða veikleiki var það sem fæi'ði Swanissit aftur að fótum fjarrænnar hugmyndar, til þess að leita að mikilleik, afli, sig- ursæld og vernd, fáandi ekert annað í staðinn en eitur. — Hafið þið ekki fengið nóg af múskettuskotum, þið Indíánar. Hafið þið ekki fengið að gvola nóg af eldvatninu þeirra ,sem eyðileggur skóginn? En Swanaissit sá vitri maður, Swanissit hetjan, trúir enn á móti öllum sönnunargögnum, trúir enn á móti allri reynslu. Hann trúir enn á þt'umumanninn. Og Outakke sjálfur, sem var nú á leið til að njósna, við varðstöð óvinanna, vonaði hann ekki líka? Jú, hann vonaði lika, því miður. Til þess að losna undan freistingu fölandlitanna yrði hann að drepa þá alla, að drepa sálir þeirra. En þeir höfðu engar sálir. Sálir þeirra voru bjóraskinn .... Sólin var tekin að lækka á iofti og renndi gullnum geislum milli trjánna. Irokinn nam staðar og hnusaði út í loftið. Ilann faldi sig bak við tré og kom fyrr en varði auga á tvo Abernaka. Þetta voru Patsvíkettar, af ættbálki sem komnir voru frá efri byggð- um Connecticut, en laumast inn í land barna dögunarinnar. Þeir voru með löng nef, framstæðar kanínutennur og stutta höku. Þeir voru á litinn eins og rauður leir og höfðu fléttað á sér hárið, en hvirfil- hnútarnir voru svo illa hnýttir að það var erfitt að ná bærilegu taki á, þegar höfuðleðrin voru ílegin. Irokinn stóð kyrr í felum og horfði á þá með fyrirlitningu, meðan þeir gengu nokkur skref frá honum. Þeir beindu löngum, beygðum nefjum sínum til jarðar; þeir voru að fylgja slóð. Slóðin myndi leiða þá þangað sem Irokahöfðingjarnir fimm höfðu nýlega haldið þing sitt, Þótt Tahoutaguete hefði gætt þess að eyði- leggja slóð sína við og við, myndu þessir Abernakar vafalítið finna hana því þeir voru jafnvel ennþá gleggri sporrekjendur en sléttuúlfamir, ef til vill stafaði það af þessum löngu nefjum. Mennirnir myndu finna staðinn, þar sem þingið hafði verið haldið og vafalitið finna lyktina af óvinum sínum. Irokinn fikraði sig á eftir þeim, fimur eins og skuggi, skauzt frá trjástofni til trjástofns, og þegar hann var 'kominn aftan að þeirn greiddi hann þeim sínum hvort höfuðhöggið með stríðsöxinni, miðaði svo vel og nákvæmlega að rauðskinnarnir féUu hljóðlaust til jarðar höfuð- kúpurnar opnar. Irokinn flýtti sér burtu aftur, sömu leið og hann kom, án þess að skeyta nokkru um likin, jafnvel án þess að flá af þeim höfuðleðrin. Þegar hann nálgaðist Katarunk kastaði sólarlagið rauðri mistur- birtu yfir opna svæðið, sem menn höfðu hremmt úr greipum skógar- ins við árbakkann. Hann lieyrði hross hneggja og varð svo ódátt við Þetta ókunnuglega hljóð, að það fór hrollur um hann og Það snart hann inn að 'hjarta- rótum. Hann stóð þarna grafkyrr lengi, eins og í dái og hlustaði á fjarlæg hljóðin, sem hann þekkti ekki öU. Án þess að hafa nokkru sinni séð hinn nýkomna, hvita mann, hataði hann hann, því þar var kominn einn enn sem gaf Indiánunum fyrir- heit um stuðning og von um nýtt hjálpræði og þó vissi hann að þetta var ekkert annað en hillingar. — Hvernig gat hann náð sál fölandlitsins? Ef hann ekki losnaði við hann með ofbeldi, áður en hann sviki ættbræður hans enn einu sinni? Þótt hann ætti á hættu að einhver Abernakinn eða Húróninn kæmi auga á hann eða einhver hundurinn, sem stóð þarna gjammandi niðri við ána ræki hann úr skjóli sínu eins og hvert annað villidýr, stóð Irokinn kyrr þar sem hann var, eins og töfrum lostinn. Hér hafði hann séð hvítu konuna krjúpa i beðju af sætilmandi plöntum en hárið blakti frjálst eins og fjaðrir í skuggum næturinn- ar. — Oranda! Oranda! muldraði hann. Hann var að ákalla hinn æðsta anda sem lifir í nánum tengslum við alla skapaða hluti og veitir þeim sinn styrk. Hann heyrði gjálfrið i læknum og hitinn margfaldaði ilminn af myntunni. Svo tók hann ákvörðun: — Á morgun skal ég koma aftur hingað. Ég ætla að töfra hvítu konuna til mín og þegar ég hef náð henni drep ég hana. 20. KAFLI Brolti'ör Indíánanna hafði stöðvazt. Trumburnar höfðu flutt Þau skiiaboð að tveir Patsíkettar hefðu fundizt í skóginum með opnar höf- uðkúpur. Á því var enginn vafi að Irokar báru ábyrgð á þessu. Nicholas Perrot tók af allri sinni tungulipurð við að sanna fyrir Húrónunum og hinum Algonkínunum að þeim kæmu Patsíkettarnir ekkert við. Þeir væru ekki einu sinni Abernakar eins og hinir, sagði hann, því nafn þeirra þýddi, sagði hann „þeir sem komu með svikum“. Þeir voru raunar framandi hér, þeir höfðu komið handan frá Connecti- cut, en höfðu laumazt í bland við börnin í landi dögunarinnar, til þess að rýra veiði þeirra til láðs og lagar. — Látið þá jafna sín mál við írokana, sagði hann. Þeir væru svo fáir að það væri fáránlegt að hinir óttalausu stríðsmenn úr norðri eyddu tíma og fyrirhöfn i að hefna þeirra. Irokarnir sjálfir höfðu hægt um sig þessa stundina og þyrðu ekki að ráðast á þá öflugu ættbálka sem saman væru komnir i Katarunk. Það var ekki einu sinni þess virði að grafa upp stríðsöxina, sem Onontio, landsstjórinn í Kanada hafði grafið, fyrir einn eða tvo þvaðrandi Iroka eða Patsvíkett- þorpara. En meðan Perrot talaði þessi orð fór ekki hjá Því, að hann hefði slæma samvizku, vegna Patsvíkettanna; því þeir voru raunar beztu hermenn og beztu kaþólskir Indíánar í allri Akadíu. Þótt þeir væru aðfluttir að nokkru marki, voru þeir engu að síður sá ættbálkurinn sem tryggastur var kaþólska trúboðinu. Einkaréttur Vikan: Opera Mundi, Paris. Framhald í næsta blaði. r -----------------------------------------n Tóbaksverzlun Tómasar selur RONSON bairí hapfir nllnm Tóbaksverzlun Tómasar _____________________________> 10. ibi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.