Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 9
NO. 1 TIL LJRSLITA Nana er 15 ára gömul, fædd 16. október 1953, yngst þriggja barna Gunn- ars Egilssonar, hljóðfæra- leikara, og Ásu Gunnars- dóttur. Hún er 163 cm á hæð, bláeyg og ljóshærð. Hún er í Vogaskóla, landsprófsdeild, og íslenzka og reikningur eru uppá- haldsfögin. Einna leiðinleg- ust þykir henni landafræði. í vor tekur hún landspróf en hyggst að því loknu halda í menntaskóla og þaðan í háskóla og leggja stund á íslenzku, með það fyrir augum að verða menntaskólakennari í því fagi. Á sumrin hefur henni alla jafna orðið lltið úr verki, að hún sjálf segir, nema hvað síðastliðið sum- ar var hún í unglingavinn- unni. Tómstundir segir hún ekki margar, því námið krefjist mikils. Þó er hún í dansskóla Hermanns Ragn- ars, og lagði þar áður nokkra stund á ballett. — Þeim Karenu, sem báðar eru í sama skóla, kemur saman um, að félagslíf þar sé ekki mikið. Þegar tími er til, les hún mikið, hvað sem hendi er næst, heldur þó einna mest upp á saka- málasögur eins og er. Hún horfir gjarnan á sjónvarp, einkum fréttir, og hlustar á þætti unga fólksins í út- varpinu. Þá sjaldan hún hefur farið á böll, hefur hún farið á skólaböll og i Las Vegas. Nú hefur starf- semi þar verið breytt, svo aldurslágmark er 18 ár, og hún hyggst prófa hið nýja æskulýðsheimili í Hliðun- um (Lídó) í staðinn. Hún fór einu sinni í Saltvík I sumar en var svo óheppin með veður, að það gaf ekki góða raun. Hún myndi helzt vilja vera íri, þyrfti hún að velja sér annað þjóðerni. Hún hefur þó aldrei til írlands komið, en þykir fallegt þar eftir myndum að dæma. Hins vegar hefur hún kom- ið til Englands og likaði vel þar — en samt — Irland heillar hana meir. ☆ 10. tbi. VIKAN 9 i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.