Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 21
EIGNAÐIST FIMMTÁN HVOLPA Stolt og virðuleg situr hún fyrir hjá ljósmyndaranum með hvolpana sína, sem eru hvorki meira né minna en 13 talsins. Hún heitir Sahri-Tien, og er af mjög sjaldgæfu hundakyni. Eig- endur eru herra og frú John Popper frá Hindhead í Surrey í Englandi. Sahri-Tien eignaðist fimmtán hvolpa, en tveir fæddust and- vana. Er ekki vitað til, að nokk- ur tík hafi nokkru sinni eign- azt svo marga hvolpa í einu. Allir hvolparnir bera göfug nöfn, enda hæfir ekki annað. í heimalandinu, Afghanistan, eru nefnilega hundar af þessu kyni ekki í eigu annarra en prinsa og aðalsmanna. Hundar af þessari sjaldgæfu tegund ganga kaupum og sölum fyrir offjár. Múhammeð spámaður átti hund af afghan-kyni, sem hann tók miklu ástfóstri við. Sagan segir, að þegar hundurinn lézt hafi Allah gefið Múhammeð sér- stakt leyfi til þess að hundur hans mætti komast inn í himna- ríki. Kanski er hér um að ræða fyrsta hundinn, sem fékk að fara inn fyrir gullna hliðið! Um langt skeið reyndu íbú- ar í Afghanistan að gæta hunda sinna eins vendilega og nokkur kostur var á. Það var stranglega bannað að flytja þá úr landi. En á nítjándu öldinni var send- ur brezkur refsileiðangur til Afghanistan og kom aftur með fjóra hunda. Frá þeim eru allir afghanhundar, sem til eru á Vesturlöndum, komnir. Á myndinni sjáum við Sahri- Tien og hvolpana hennar, en þeir heita: Aiedya, Akuwazi, Anush- ka, Ansahriya, Anukha, Aleesha, Azrana, Ankarima, Acushla, Alikanta, Anya-Leazh, Azudibu og Ayishya. En hvernig eigendurnir fara að þekkja þá í sundur og bera fram nöfnin þeirra, er hins veg- ar önnur saga. metsúlubOk UM KRUPP- FJÖLSKYLDUNA Krupp-fjölskyldan þýzka hef- ur verið, mikið í kastljósinu að undanförnu. Greinar um hana hafa birzt í vikublöðum um all- an heim. VIKAN birti til dæmis grein um hana á síðasta ári. Og William Mancester, sá sem skrif- aði bókina Dauði Kennedys og VIKAN birti á sínum tíma, hef- ur skrifað heila bók um þessa illræmdu fjölskyldu. Hún heitir „The Arms of Krupp“ og er í þriðja sæti á lista yfir söluhæstu bækur í Bandaríkjunum, þegar þetta er skrifað. Nafnið Krupp skaut fyrst upp kollinum í Þýzkalandi árið 1587. Þá tókst fyrsta af mörgum með- limum ættarinnar að auðgast á neyð annarra. í augum alls heimsins, að Þjóðverjum kannski undanskildum, táknar nafnið Krupp valdasýki, fallbyssur, til- litsleysi, þjáningar, blóð og dauða. í augum sumra Þjóðverja kann það þó enn að tákna styrk og yfirburði á sviði iðnaðar. Áhrifa Krupps-fjölskyldunnar hefur gætt í fjögur hundruð ár, en nú er þeim endanlega lokið. Það er einmitt í tilefni af því, sem verið er að rifja upp ótrú- lega og óhugnanlega sögu þess- arar fjölskyldu. Á myndinni eru Friedrich Krupp (1787—1826), Alfred Krupp (1812—1887), Friedrich Alfred Krupp (1854—1902), Gustav Krupp von Bohlen und Halbach (1870—1950), Alfred Krupp von Bohlen und Halbach (1907—1967) og loks Arndt von Bohlen und Halbach (1938—?). StDAN SÍDAST l_____________________ J 10 tbl VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.