Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 2
m, ilii Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjiö tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Skemmtistaður unga fólksins Skemmtistaður unga fóiks- ins, hvort sem hann verður nefndur Tónabær eða Hlíða- bær, er nú tekinn til starfa. Aðsóknin að honum strax í upphafi sýnir vel, hversu mikil þörf var fyrir slíkan stað, þar sem táningarnir geta skemmt sér við góðar aðstæð- ur á heilbrigðan hátt. Það veitir foreldrum talsvert ör- yggi að vita af börnum sínum á skemmtistað, sem bæjarfé- lagið sjálft rekur. Það er að minnsta kosti hægt að gera ráð fyrir, að velferð unga fólksins sé látin sitja í fyrir- rúmi á slíkum stað, en ekki gróðasjónarmið. Þeir aðilar eru nógu margir, sem kepp- ast um að færa sér í nyt auk- in fjárráð æskufólks og beita öllum brögðum til þess að hagnast á því. Margir vilja nefna okkar tíma „öld táninganna“, og má það til sanns vegar færa. Al- drei hefur ungt fólk hér á landi búið við jafn góðar ytri aðstæður. Hins vegar hafa breyttir tímar og lifnaðar- hættir skapað þessar aðstæð- ur, en í rauninni hefur lítið verið gert fyrir táningana af þjóðfélagsins hálfu. Það var því sannarlega mál til komið að bæta aðstöðu þeirra til heilbrigðs skemmtanahalds. Sú hugmynd hefur komið fram í borgarstjórn, að kom- ið verði á fót slíkum skemmti- stöðum í öllum stærstu hverf- um borgarinnar. Þessi hug- mynd er áreiðanlega þörf og mætti byrja strax að undir- búa framkvæmd hennar. Einnig væri fróðlegt, ef fleiri hugmyndir um nýmæli í æskulýðsstarfi kæmu fram. Kynslóð, sem ekki býr vel að æsku sinni, hefur misst trúna á sjálfa sig og framtíð sína. G.Gr. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.