Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 4
Enginn vill láta væna sig um þröngsýni nú á dögum. En hvað er hægt að gera til að víkka sjóndeildarhring- inn? Bezta ráðið til þess er að lesa ÚRVAL. Þar birtast í samþjöppuðu formi allar helztu greinar, sem athygli hafa vakið erlendis. Auk þess birtist úrdráttur úr heilli bók í hverju hefti, margar innlendar greinar, smáþættir ogfleira. ÚRVAL er eina blaðið sinnar teg- undar hér á landi. Úrval er ómissandi þáttur í lífi hvers nútímamanns. PILLURNAR ÞRJÁR OG SJÓNVARPIÐ Kæri Póstur! Mig hefur lengi langað til að skrifa þér, því að ég sé, að þú leysir úr þraut- um svo margra. Eg tala nú ekki um, þegar fólk er far- ið að spyrja þig, hvenær það megi byrja að kyssa og svoleiðis. EÍg vonast eftir að þú svarir mér engu síð- ur en kossabréfritunum. Þaning er málum háttað, að ég var að lesa grein í gamalli Viku (8. tbl. 1968) um pillurnar þrjár, sem taldar eru 99.99% til 100% öruggar. Nú vil ég spyrja, hvort allar pillurnar fáist hér á landi. Ef svo er ekki, hver er þá ástæðan til þess? Ef pillan eða hylkið F 6103 fæst ekki, hvenær er þá von á því hingað? Eg tel alveg tvímælalaust, að þetta lyf eigi að vera á boðstólum hér. Það mundi örugglega draga úr fæð- ingu óskilgetinna barna og ekki mun af veita. Sg held, að það þurfi meiri fræðslu um kynferðismál hér á landi, til dæmis í blöðum og sjónvarpi. En nóg um það að sinni. Svo vil ég biðja þig að koma því til þeirra þarna á sjónvarpinu fyrir mig, að þeir hafi meira af leikþátt- um með íslenzkum leikur- um, eins og þeir eru nú dýrlegir margir hverjir. Eg nefni engin nöfn. Með fyrirfram þökk fyr- ir greinagóð svör. Vertu svo marg blessað- ur og sæll, G.S.Þ. Líklega er ekki nema ein af þessum þremur pillu- tegundum fáanleg hér á landi og ekki nema út á lyfseðil frá lækni. Þó kann að vera, að hinar tegund- irnar séu komnar eða væntanlegar innan skamms. Þú verður að snúa þér til einhvers læknis til þess að fá vitneskju um það. Sjónvarpið mun alla tíð hafa haft fullan hug á að flytja leikrit með inn- lendum leikurum í miklu rikara mæli en gert hefur verið hingað til. En taxti leikaranna kvað vera svo hár, að fjárhagur sjón- varpsins leyfir alls ekki innlend leikrit nema við hátíðleg tækifæri. fslenzku leikararnir eru sem sagt ekki aðeins „dýrlegir" eins og þú kemst að orði, held- ur líka dýrir. BRODDUR í SKAUPINU Kæri Póstur! Eg hef lesið það í blöð- unum og einnig heyrt það manna á meðal, að mörg- um þykir sjónvarpinu okk- ar hafa farið aftur. É'g tel mig ekki dómbæra á það, þar sem ég hef ekki haft sjónvarp nema í rúmt ár. Auðvitað má ótalmargt að því finna, en ég er satt að segja fegin, að það skuli ekki vera betra, því að ég hef í mörg horn að líta heima hjá mér og líklega yrði manni anzi lítið úr verki, ef sjónvarpið væri bráðskemmtilegt á hverju einasta kvöldi. Mig langar til að minn- ast á bezta innlenda þátt- inn, sem ég hef séð í sjón- varpinu. Ég hef hvergi séð honum hælt í blöðunum og þykir það kynlegt. Þetta var Áramótaskaup Flosa Ólafssonar og Ólafs Gauks, en hluti af því var endur- tekinn nú fyrir skömmu. Reyndar hefði vel mátt endurtaka þáttinn í heild, en hvað um það. Það er skemmst frá að segja, að atriði þessa þáttar voru hvert öðru betra. Þau voru mörg hver sprenghlæileg og það sem meira var: Það var talsvert beittur brodd- ur í skopinu. Eg nefni sem dæmi atriðið „Efst á meiði“ og atriðið um „ákvarðann“ og „verðkvarðann“. Bæði þessi atriði hittu í mark að mínum dómi. Það er kannski þess vegna, sem hljótt hefur verið um Ára- mótaskaupið? Skyldi ekki hafa runnið upp ljós fyrir mörgum, þegar þeir sáu sérfræðingana okkar 1 svona raunsönnum spé- spegli, svo að ég taki nú svolítið menningarvitalega til orða? 4 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.